Cart
Shopping cart

Geir Furenes

Viðskiptavinur Zinzino

Velkomin/n! Ég hef haft frábæra reynslu af vörunum mínum og ég held að þú munir elska þær líka. Láttu mig vita hvað þér finnst!

Heilsa • sunnudagur, 1. október 2023 • 4 min

Hvers vegna ættir þú að mæla D-vítamínstöðuna þína reglulega?

By Zinzino

Það er ekki af ástæðulausu að það er kallað sólskinsvítamínið. Sólin er náttúrulegasta uppspretta D-vítamíns og við getum framleitt allt að 80% af þessu mikilvæga næringarefni í gegnum sólina. En hvernig veistu hversu mikið líkaminn tekur í raun upp frá sólinni? Þættir eins og lífsstíll, aldur, sólarvörn, húðgerð og jafnvel hvar þú býrð geta haft áhrif á getu líkamans til að hefja þetta mikilvæga framleiðsluferli. Þörf okkar fyrir D-vítamín er einstaklingsbundin og breytileg. Þess vegna ættum við að fylgjast með stöðunni okkar allt árið um kring til að gæta heilsunnar.

En hvað veldur þá D-vítamínskorti?

Í dag er lágt D-vítamínmagn stórt heilsufarsvandamál um allan heim og meira en einn milljarður manna þjáist af skorti á D-vítamíni samkvæmt upplýsingum frá National Institutes of Health í Bandaríkjunum. Skortur á sólarljósi er stór þáttur. Vissir þú að við þurfum að vera í sólinni í að minnsta kosti 15 mínútur til að byrja að framleiða D-vítamín? Og það er ef við erum með ljósa húð. Þau sem eru með dekkri húð þurfa allt að 6 sinnum meira sólarljós. Einnig, ef þú býrð á norðurhveli jarðar, geturðu nánast ekki búið til neitt D-vítamín úr sólinni frá október og fram í mars, samkvæmt New England Journal of Medicine.

Við getum líka fengið D-vítamín úr fæðu, en þessi uppspretta getur aðeins uppfyllt um það bil 20% af daglegri þörf okkar. Að auki innihalda flest matvæli sem við borðum í dag ekki nægt D-vítamín. Það er líka fituleysanlegt næringarefni. Því þyngri sem við erum, því meira D-vítamín þurfum við að neyta og framleiða til að viðhalda nægilegu magni í blóðinu.

Hvað gerist ef við fáum ekki nægt D-vítamín?

D-vítamín er nauðsynlegt næringarefni sem stuðlar að eðlilegu ónæmiskerfi. Það hjálpar líkamanum að frásoga kalsíum, viðhalda heilsu beina, vöðvastarfsemi, tönnum og frumuskiptingu. Skortur á D-vítamíni er oft á tíðum einkennalítið ástand sem flest okkar eru ekki einu sinni meðvituð um. Á meðal einkenna eru vöðvaslappleiki, beinverkir og beinbrot, beinkröm og beinmeyra. Að hafa betri skilning á einstaklingsbundnum þörfum okkar fyrir D-vítamín og hvernig við getum haldið því stöðugu getur skipt sköpum fyrir heilsu okkar og vellíðan. Og við ættum aldrei að vanmeta ávinninginn af því að hreyfa okkur utandyra. Að verja tíma utandyra mun auka líkur okkar á að framleiða D-vítamín náttúrulega og þar af leiðandi sporna gegn neikvæðum áhrifum skorts.

Er hægt að athuga D-vítamínskort heima hjá sér?

Líkamar okkar eru einstakir og heilsa er afar persónubundin. Þetta á sérstaklega við þegar kemur að þörfum okkar fyrir D-vítamín þar sem þær velta alfarið á því hver við erum og hvar og hvernig við búum, þar sem þessir þættir ákvarða hvernig líkami okkar bregst við sólinni. Að vera meðvituð um eigin stöðu er hins vegar hægara sagt en gert. Það eru til tæki sem hjálpa okkur að fylgjast með D-vítamínstöðunni okkar og gæta þess að við stofnum heilsunni ekki í hættu. Í ljósi vaxandi tíðni D-vítamínskorts í heiminum eru sífellt fleiri læknar og heilbrigðisstarfsmenn nú farnir að skima sjúklingana sína reglulega. Að sama skapi er mikið til af sjálfsprófum á markaðnum, svo fólk sem hefur ekki aðgang að fyrirbyggjandi heilsugæslu og vill gæta að heilsunni, getur mælt D-vítamínstöðuna sína.

Hverju ættir þú að leita að í D-vítamínprófi?

Gættu þess að mæla D-vítamínstöðuna með prófi frá áreiðanlegum aðila. Veldu fyrirtæki sem greinir þurrkuðu blóðdropasýnin þín á sjálfstætt stjórnaðri rannsóknarstofu þar sem fyllsta trúnaðar er gætt. Gakktu líka úr skugga um að þú fáir aðstoð við að aðlaga inntöku þína að þínum einstaklingsbundnu þörfum.

Zinzino er alþjóðlegt heilsu- og vellíðunarfyrirtæki sem hefur lagt áherslu á forvarnarbyggða heilsu í meira en áratug. Í dag er fyrirtækið viðurkennt sem frumkvöðull á sviði næringar sem byggir á prófunum, svo fólki sé gert kleift að taka ábyrgð á eigin heilsu. Nýja VitaminD Test prófið er nýjasta viðbótin við úrval náttúrulegra fæðubótarefna og blóðdropaprófa Zinzino. Hver prufa er greind af Vitas Analytical Services; sjálfstæðri GMP-vottaðri rannsóknarstofu með aðsetur í Noregi sem er leiðandi í heiminum á sviði greiningar á þurrum blóðdropasýnum. Kannaðu stöðuna þína á þægilegan hátt heima hjá þér og fáðu að vita hvort sólin sé að gera sitt gagn eða hvort þú þurfir að bæta gildin þín. Zinzino nálgast persónulega heilsu þína á heildstæðan þátt og býður VitaminD Test prófið sem undanfara ZinoShine+. ZinoShine+ er einstakt fæðubótarefni sem inniheldur D-vítamín og fjölvirkt magnesíum í skömmtum sem auðvelt er að stilla að þínum þörfum og gerir þér kleift að bæta stöðuna þína á náttúrulegan hátt með vegan D3-vítamíni úr afar lífvirkum, villtum fléttum.

d-vitamintest 12.55.45.jpeg

Hversu langan tíma tekur D-vítamínpróf?

Þegar þú athugar D-vítamínstöðuna þína með VitaminD Test prófi Zinzino verða niðurstöðurnar þínar tilbúnar eftir 20 daga. Þær eru bundnar fullum trúnaði og aðeins þú hefur aðgang að þeim á einföldu myndrænu sniði. Zinzino mun einnig veita þér ráðleggingar um hvernig þú getur stillt D-vítamínstöðuna þína varlega og viðhaldið henni allt árið um kring. Að bæta stöðuna með fæðubótarefnum tekur venjulega 3-4 mánuði eftir skammti og ástandi viðkomandi. Þú ættir að mæla stöðuna þína aftur á 120 daga fresti til að ganga úr skugga um að þú sért innan ákjósanlegs bils. Á zinzino.com geturðu fengið nánari upplýsingar um hvernig þú getur kannað D-vítamínstöðuna þína í öruggu umhverfi með nákvæmustu mælingum sem til eru á markaðnum í dag.