Cart
Shopping cart

Zoltan Zsilinszky

Zinzino Independent Partner

Velkominn! Ég er sjálfstætt starfandi ráðgjafi þinn, hér til að leiðbeina þér á heilsuferðalaginu þínu.

Merkisberar • þriðjudagur, 2. mars 2021 • 3 min

Efling líkama og anda hefur skilað hjólabrettakappanum Ras Sarunas Rasalas afburðaárangri

By Zinzino

Ras Sarunas Rasalas er ekki bara goðsögn í heimi hjólabrettabruns, heldur er hann líka öðrum hvatning til dáða vegna aðdáunarverðs lífsviðhorfs síns. „Óhamingjusamastir eru þeir sem ekki hafa hugrekki til að dreyma.“ Þetta er lífsspeki sem á ekki aðeins við í heimi hjólabrettabruns.

Fyrir mann sem lifir og hrærist í heimi jaðaríþrótta er Ras merkilega jarðbundinn. Hægt er draga markmið Ras um að sameina fólk, náttúru og „hinn sameiginlega anda“ í eitt orð – IŠVIEN. Þegar hann brunar aleinn niður brekkur í ægifagri náttúru Evrópu upplifir hann engan óróa, heldur aðeins hamingju.

Hvað heitir þú, hvað ertu gamall og hver er atvinnuíþróttin þín?

Ég heiti Ras Sarunas Rasalas. Ég er 36 ára og kem frá Litháen. Nú bý ég í Bretlandi. Ég hef mikla ástríðu fyrir íþróttum og náttúrunni sem leiddi mig inn á braut hjólabrettabruns.

Hvaða verðlaun og viðurkenningar hefur þú hlotið?

Árið 2016 náði ég öðru sæti í bresku deildinni í hjólabrettabruni (BDSL) og einnig í baltnesku deildinni. Ég var fyrsti (og eini) Litháinn sem keppti á heimsmeistaramótinu í íþróttum á hjólum (WRG) í Barcelona árið 2019. Ég var einnig fyrsti Litháinn til að keppa á móti á vegum alþjóðlega hjólabrettabrunssambandsins (IDF) síðan 2013. Ég er stofnandi fyrirtækisins BTR Leathers sem framleiðir fatnað fyrir hjólabrettabrun. Á sumrin starfa ég með krökkum sem hjólabrettaþjálfari.

Hefur þú mætt einhverjum áskorunum?

Að halda skrokknum heilbrigðum og forðast meiðsli er stöðug áskorun. Það er ekki auðvelt þegar maður þýtur niður brekku á allt að 120 km hraða á klukkustund. Á slíkum hraða geta ein lítil mistök haft alvarlegar afleiðingar. Ég set mikið álag á skrokkinn og hugann, og því þarf ég að hugsa vel um hvort tveggja.

Hver var skilningur þinn á Omega-6:3 hlutfallinu sem atvinnumaður í íþróttum?

Ég verð að játa að ég hafði eiginlega engan skilning á því. Það var ekki fyrr en ég frétti af Zinzino að ég byrjaði að kynna mér það. Það kom mér ekki á óvart að vita að hlutfallið mitt væri ekki í jafnvægi.

Hvaða Zinzino vörur ertu að nota núna?

„Sem stendur nota ég BalanceOil+, LeanShake, Xtend+, og ZinoBiotic+. Mér líður vel, hef næga orku og er áhugasamur um að koma hlutunum í verk. Ég tek ekki nein önnur fæðubótarefni.“

Hvernig hefur árangurinn þinn verið síðan þú byrjaðir að nota Zinzino?

Hugsunin er sannarlega skýrari og ég hef meiri orku. Það hefur verið gríðarlega góð fjárfesting í heilsu og vellíðan minni.

Hvers vegna ætti fólk að íhuga að taka inn BalanceOil?

BalanceOil er hágæða fæðubótarefni sem getur gagnast öllum. Það er ekki bara fyrir íþróttamenn. Við þurfum öll að hugsa betur um heilsuna. Vörur Zinzino hjálpa mér ekki aðeins að ná faglegum markmiðum mínum heldur bæta þær líka almenna líðan mína.

​Geturðu lýst upplifun þinni af Zinzino í einni setningu?

Zinzino hjálpar með að ná lengra með því að efla líkama og anda. Þessar vörur bæta og næra allt og koma því í jafnvægi. Það hefur svo aftur jákvæð áhrif á alla þætti lífs míns.

Fylgdu ferðalagi Ras á Instagram, Facebook og YouTube. Skoðaðu fyrirtækið hans BTR Leathers. Og já, það er engu líkt að sjá lífið í gegnum flottu gleraugun hans.

Sjá alla merkisbera Zinzino.