Cart
Shopping cart

NWH Wellness

Zinzino Independent Partner

Velkominn! Ég er sjálfstætt starfandi ráðgjafi þinn, hér til að leiðbeina þér á heilsuferðalaginu þínu.

nickywholloway@Gmail.com
Afrita
Heilsa • sunnudagur, 5. september 2021 • 3 min

Geta réttu vítamínin styrkt ónæmiskerfið mitt?

By Zinzino

Við vitum öll hvernig það er þegar vinnuálagið eykst og allt í einu erum við farin að borða skyndibita í hvert mál. Streita, svefnleysi eða minni tími til að fara í ræktina mun alltaf bitna á heilsunni. Við þurfum öll öðru hvoru á hjálp að halda til að forðast pestir og kvef og viðhalda eðlilegu ónæmiskerfi.

Inntaka fjölvítamíns með steinefnum, til að gefa líkamanum næringarefnin sem hann þarfnast daglega, gerir mörgum okkar gott. Það kemur þó ekki í staðinn fyrir hollt og fjölbreytt mataræði. Fæðubótarefni geta einfaldlega ekki gefið okkur öll líffræðilega virku efnasamböndin sem finnast í fjölbreyttu mataræði, svo umfram allt, gættu þess að einbeita þér að stóru myndinni og sérstaklega því sem er á disknum þínum. Þú færð nóg af vítamínum, steinefnum og öðrum nauðsynlegum næringarefnum í gegnum trefjaríka fæðu eins og brúnum hrísgrjón, hveitikornum, kjöti, fuglakjöti, fiski, ávöxtum, grænmeti, baunum og korni. Þó getur það sannarlega verið jafnvægislist að lifa eftir heilbrigðum lífsstíl og þegar þér finnst þú þurfa að brúa næringarbilið skaltu gæta þess að velja ekki bara einhver fæðubótarefni af handahófi. Réttu hágæða fæðubótarefnin munu skila þér árangri og vernda fyrstu varnarlínu líkamans. Gættu þess að velja fæðubótarefni með öllum vítamínum, steinefnum og jurtaefnum sem líkaminn þarfnast.

Fjölvítamín með 23 vítamínum og steinefnum í einu hylki

Ef þú ert eins og við flest, alltaf að flýta þér í dagsins amstri, skaltu ekki gera morgunrútínuna erfiðari en hún þarf að vera! Fáðu þér fjölbreytt náttúrulegt fæðubótarefni með öllum næringarefnunum sem þú þarfnast, í einu hylki sem auðvelt er að gleypa. Xtend frá alþjóðlega heilsufyrirtækinu Zinzino er háþróað fjölónæmis fæðubótarefni með hvorki meira né minna en 23 nauðsynlegum vítamínum, steinefnum og jurtaefnum. Þar sem allt að 70% af dæmigerðu mataræði nú til dags samanstendur af mikið unnum matvælum sem innihalda lítið magn næringarefna, þá þarftu að borða meira en 3.000 hitaeiningar af næringarþéttustu matvælunum á hverjum degi til að fá þessi næringarefni úr matnum sem þú borðar! Hin einstaka Xtend blanda inniheldur líka 1-3, 1-6 betaglúkan sem er unnið úr bökunargeri og mun ásamt öllum hinum snefilefnunum styðja við ónæmiskerfið þitt, heilbrigð bein og virkni liðamóta.

xtend.jpeg

Við erum öll með ólíkar þarfir

Náttúrulegu innihaldsefnin í Xtend+ gera þetta fæðubótarefni að kjörnu fjölvítamíni fyrir kjötætur, grænmetisætur og grænkera. Hver vill ekki njóta góðs af C-vítamíni úr acerola-berjum og B-vítamíns úr bókhveiti, auk karótenóíðs, vefjagulna og pólýfenóla sem koma úr fjölbreyttum ávöxtum, kryddi og grænmeti?

Og mundu. Náttúrulegt þýðir líka að fæðubótarefnið er án hefðbundinna kekkjavarnandi efna og fylliefna sem gjarnan eru notuð í framleiðsluferlinu. Þess í stað inniheldur það náttúruleg efni úr kókoshnetum, hrísgrjónum og kartöflum. Við erum öll með ólíkar þarfir, en eigum líka öll skilið það besta. Gættu þess að velja sérsniðið fæðubótarefni sem hentar þér og þínum þörfum. Xtend+ er innifalið í Heilsuþrennu Zinzino, einstaklingsmiðaðri næringaráætlun sem gefur þér skref-fyrir-skref leiðbeiningar um hvaða fæðubótarefni þú þarfnast til að halda jafnvægi, gera við og styðja frumur þínar, þarma og ónæmiskerfi.