Cart
Shopping cart

GINTA BULA

Zinzino Independent Partner

Velkominn! Ég er sjálfstætt starfandi ráðgjafi þinn, hér til að leiðbeina þér á heilsuferðalaginu þínu.

Heilsa • föstudagur, 31. mars 2023 • 4 min

Heilsuráð eftir hátíðirnar

By Zinzino

Nýtt ár er gengið í garð, hátíðarnar eru að baki og það er kominn tími til að skipuleggja árið 2022. Fyrir mörg okkar eru heilsu- og vellíðunarmarkmið forgangsverkefni. Hvort sem þú strengir áramótaheit eða ekki þá er þetta frábær tími til að íhuga og sjá fyrir sér hvað er framundan. Að velta fyrir sér hvað hefur virkað og hvað ekki, hvað þér fannst gaman og hvað var áskorun.

Stundum geta ráðleggingar um betri heilsu og vellíðan virst of flóknar eða of einfaldar. Langur listi af lamandi heilsuráðum eða einfalda „færri hitaeiningar“ ráðið til að léttast. En færri hitaeiningar eru ekki ávísun á betri heilsu.

Þessi margvíslegu heilsuráð gera okkur erfitt um vik að taka upp raunverulegar, varanlegar venjur og rútínur. Þú verður að gera það sem virkar fyrir þig. Lærðu hvernig líkaminn þinn bregst við, hlustaðu á hann, þekktu styrkleika og veikleika þína, hvaða heilsuvenjum er auðvelt að viðhalda og forgangsraðaðu ánægju. Þetta mun hjálpa þér að viðhalda nýju venjunum allt árið.

Settu þér markmið um betri almenna heilsu, ekki bara þyngdartap. Leggðu áherslu á stöðugleika sem og einstaka spretti. Í janúar skaltu tileinka þér nýjan lífstíl en ekki bara reyna að léttast. Notaðu tímann í byrjun ársins til að íhuga samband þitt við mat, hreyfingu og almenna líkamlega heilsu þína.

Hverjar eru matarvenjur?

Byrjaðu á að fara yfir matarvenjurnar þínar. Hvenær borðarðu máltíðirnar þínar? Hvaða mat finnst þér best að borða? Ertu viðkvæm/ut fyrir einhverri fæðu? Ertu mikið fyrir sykur? Hvað lætur þér líða vel? Hvaða matvæli draga úr þér kraft? Borðar þú hægt eða hratt? Verður þú svöng/svangur seint á kvöldin? Hvar borðar þú? Ferðu of oft út að borða? Læturðu tilfinningar ráða matarvenjunum þínum? 

Fylgstu með matarvenjunum þínum á gamla mátann með því að halda dagbók. Slepptu því að telja hitaeiningar og einbeittu þér frekar að því að komast að því hvenær þú færð löngun í mat og hvers vegna. Þetta mun líka hjálpa þér að koma auga á matvæli eða mynstur sem gera þér ekki gott. Farðu yfir venjurnar þínar í lok hverrar viku og gerðu nauðsynlegar breytingar.

Hvernig þú getur vanið þig af slæmum matarvenjum

Það er ekki auðvelt að breyta matarvenjum sem þú hefur haft í mörg ár. Þess vegna eiga svo margir erfitt með að léttast án þess að þyngjast strax aftur. Þú byrjar árið með gott eitt í huga en oft eru markmiðin of stór. Settu þér lítil markmið sem taka mið af matarvenjum og -mynstrum þínum. Jafnvel örlítil 1% dagleg framför skilar sér um síðir í verulegum árangri í lok ársins.

Ef þú áttar þig á því að löngun í eitthvað sætt á kvöldin er vandamál skaltu setja þér ný mörk sem eru „ávextir í 80% tilvika – sælgæti í 20% tilvika“. Þú þarft ekki að hætta alveg að gæða þér á uppáhalds súkkulaðinu eða ísnum. Hugsaðu um mörk en ekki markmið.

Hugsaðu um allar neikvæðu matarvenjurnar þínar og settu þeim ný mörk eða fyrirætlanir. Ferðu of oft út að borða? Takmarkaðu það við tvö kvöld í viku. Borðar þú ekki nóg af grænmeti? Bættu salati við að minnsta kosti tvær máltíðir á dag.   

Hvernig á að „borða rétt“

Þegar þú hefur sett þér ný mörk og fyrirætlanir þarftu að styrkja þær og viðhalda þeim. Það tekur tíma að tileinka sér nýjar venjur, þannig að vertu góð/ur við sjálfa/n þig. Gerðu ráð fyrir sveigjanleika og skemmtun. Megrunarleyndarmál eru ekki til – þetta snýst um að hugsa vel um sjálfan sig á hverjum degi. Ekki tileinka þér „allt eða ekkert“ hugarfarið. Stöðugleiki er lykillinn að góðri líkamlegri heilsu.

Borðaðu nóg af trefjum, veldu ávexti fram yfir sykur, veldu holla fitu, eldaðu frekar heima en að borða úti, fáðu næg prótein, ekki drekka hitaeiningarnar þínar, fáðu nægan vökva, dragðu úr neyslu hreinsaðra kolvetna, gættu að því sem þú borðar og passaðu upp á skammtastærðirnar.

Reyndu að borða fjölbreyttar og næringarríkar máltíðir, hollt snarl og síðast en ekki síst, mat sem þú hlakkar til að borða.

Reyndu að styðja hollar matarvenjur með góðum svefni, reglulegri hreyfingu, fæðubótarefnum og stuðningi fjölskyldunnar. Hættu að nota orðið „megrun“. Borðaðu bara holla fæðu og lifðu í jafnvægi. Þyngdartapið og aukin orka munu fylgja í kjölfarið. 

girl-training.png

Hreyfðu þig til að halda þér í jafnvægi

Leiðin að heilbrigðari lífsstíl hefst í eldhúsinu, en hreyfing er líka mikilvæg til að hjálpa þér að komast þangað hraðar og lifa vel. Gefðu þér tíma fyrir vikulega þol- og styrktarþjálfun til að styrkja vöðvana.

Fyrir utan ræktina er líka góð hugmynd að byrja að læra dans, gerast meðlimur hlaupahóps eða stunda aðrar tómstundir sem krefjast þess að þú hreyfir þig því öll hreyfing skiptir máli. Fylgstu með daglegum skrefafjöldanum þínum með Fitbit, Apple Watch eða jafnvel heilsuappinu á iPhone. Þetta mun fanga allar hreyfingar þínar yfir daginn – hvort sem það er að ganga með hundinn, elda mat, þrífa íbúðina, hreyfing í vinnunni o.s.frv.

Hugsaðu um hreyfingu sem leið til að auka sjálfstraustið, koma í veg fyrir meiðsli og umgangast annað fólk. Þú skalt nálgast hreyfingu á sama hátt og matarvenjurnar. Þekktu hegðun þína, mynstur, takmarkanir og áhugamál. Finndu hvað þér finnst skemmtilegast og búðu til þína eigin æfingaáætlun sem er sniðin að styrkleikum þínum.

Styrktu líkamann þinn með hjálp Zinzino.

Úrval Zinzino af náttúrulegum fæðubótarefnum auðvelda þér leiðina að betra og heilbrigðara lífi. LeanShake getur hjálpað þér með nærandi, ljúffengum hristingum sem koma í stað máltíða. ZinoBiotic+ veitir þér átta náttúruleg trefjaefni til að draga úr hækkun blóðsykurs eftir máltíðir og viðhalda góðum kólesterólgildum.

Leiðbeindu líkamanum þínum að góðri heilsu.