Cart
Shopping cart

Petra Muthmann

Zinzino Independent Partner

Velkominn! Ég er sjálfstætt starfandi ráðgjafi þinn, hér til að leiðbeina þér á heilsuferðalaginu þínu.

0049-172-8607186
Call Afrita
info@petra-muthmann.de
Afrita
Heilsa • miðvikudagur, 5. apríl 2023 • 3 min

Hvað er einstaklingsmiðuð næring? Betri heilsa fyrir framtíð mannkyns

By Zinzino

Sem samfélag höfum við aldrei haft fleiri möguleika til að bæta heilsuna. Við höfum heldur aldrei haft minni tíma. Við þurfum öll að sinna vinnu, uppeldi og samböndum – og það sama má segja um heilsuna. Það eru til góðar ráðleggingar sem við getum öll notið góðs af, en það er það sem þær ættu að vera - tillögur, ekki leiðarvísir til að lifa eftir.

Með gnægð af matarvalkostum og straumum, margvíslegum leiðum til að æfa, ráðleggingum um ýmis heilsutæki, þá höfum við öll tækifæri til að lifa heilbrigðu og fullnægjandi lífi. Þess vegna er mikilvægt að vita hvað kemur okkur raunverulega að gagni… og hvað ekki.

Hvers vegna frásog næringarefna er mismunandi á milli einstaklinga

Einstaklingsmiðuð næring er fólgin í því að sérsníða mataræðið til að bæta heilsuna með sérsniðnum skömmtum sem taka mið af þörfum hvers og eins. Fjölskylda gæti borðað sömu þrjár máltíðirnar og brugðist við á ólíkan hátt. Við verðum að huga að erfðafræði, matarvenjum og matarsmekk, efnaskiptum, þyngd, heilsumarkmiðum, hreyfingu og hvers konar kvillum. Klæðanleg tæki og forrit hafa hjálpað okkur að sjá að við erum öll með ólíkar þarfir þegar kemur að heilsunni – og því meira sem við vitum, því betri er ákvarðanataka okkar.

Næringarerfðafræði: hvernig genin þín hafa áhrif á næringu

Það er ekki til neitt „fullkomið“ mataræði. Þótt vissulega séu til ráðleggingar um mataræði sem hjálpa okkur að lifa betur (t.d. Miðjarðarhafslífsstíllinn), þá er hið „fullkomna“ mataræði ekki til. Um það snýst einmitt einstaklingsmiðuð næring – hún er sniðin að þörfum hvers og eins.

Þegar við áttum okkur á þessu sem samfélag munum við hætta að eltast við næstu „töfralausn“ sem er sögð að muni hjálpa okkur að ná heilsufarslegum markmiðum okkar.

Við þurfum að beina sjónum okkar að hinni einstöku erfðafræðilegu samsetningu okkar. „Eitt fyrir alla“ nálgunin er ekki að virka. Nú er kominn tími til að gera raunverulega breytingu á lífi okkar með því að nýta heilsuvörur sem bjóða upp á sérsniðnar meðferðir. Til að eyða óvissunni um hvernig við getum raunverulega bætt heilsuna og að verða okkar eigin næringarfræðingar, þjálfarar og klappstýrur.

Næringarviðbragðsmæling og þarfamiðuð næring  

Fyrir utan mataræðið er einnig hægt að nota einstaklingsmiðuðu næringaraðferðina fyrir vítamín og sérsniðin fæðubótarefni. Við erum á leiðinni inn í spennandi tímabil þar sem aldrei hefur verið auðveldara að taka ákvarðanir byggðar á persónulegum þörfum og lífsstílsmarkmiðum.

Alþjóðlega heilsufyrirtækið Zinzino hefur verið í fararbroddi við að móta framtíð einstaklingsmiðaðrar næringar í meira en áratug.

Með því að nýta virk næringarefni úr matvælum getur Zinzino boðið upp á hreinar, prófaðar vörur sem byggja á samspili náttúru og vísinda til að draga úr ójafnvægi í líkamanum. Það eru ekki til betri dæmi um einstaklingsmiðaða næringu en BalanceTest og BalanceOil+.

95% fólks glímir við ójafnvægi (of mikið af Omega-6 og ekki nóg af Omega-3 nauðsynlegum fitusýrum). Þessar vörur miða að því að samræma og koma jafnvægi á líkamann með 15 EFSA-samþykktum heilsuáhrifum.

Raunverulegar breytingar byrja á frumustiginu, djúpt innra með okkur. Það er ekki til nein formúla um þetta, aðeins einstaklingsmiðuð nálgun. BalanceTest er sjálfstæð blóðdropaprufa sem er hægt að taka heima hjá sér og mælir nákvæmlega fitusýrustöðuna. BalanceOil+ er meðferð í kjölfarið sem stillir Omega-6:3 hlutfallið á varfærinn og náttúrulegan hátt á innan við 120 dögum.

partner-looking-at-phone.jpeg

Einstaklingsmiðaðar næringarmælingar og vísindalega sönnuð, náttúruleg fæðubótarefni

Nýr staðall er að myndast í heimi heilsu og vellíðunar. Við erum upplýst samfélag með miklar væntingar til varanna okkar, forvitni um hvað þær innihalda, hvaðan innihaldsefnin koma og hvernig við getum bætt líf okkar. Við gerum kröfu um heilsuvörur sem eru náttúrulegar en gera líka það sem þær segja – og þar sem siðferði er í fyrirrúmi.

Með hliðsjón af okkar einstaklingsbundnu þörfum, líffræðilegri samsetningu, óskum og skoðunum, þá er aðeins ein leið fram á við: að taka róttækt eignarhald á okkar eigin heilsu. Einstaklingsmiðuð næring, úrvalsvörur sem eru studdar af blóðdropaprófum og það að hlusta á það sem líkaminn segir okkur (fremur en utanaðkomandi hávaða) er framtíðin.

Taktu BalanceTest til að byrja ferðalagið sem snýst um að koma líkamanum þínum aftur í jafnvægi.

* Þessar fullyrðingar hafa ekki verið metnar af bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitinu (Food and Drug Administration). Þessari vöru er ekki ætlað að greina, meðhöndla, lækna eða koma í veg fyrir nokkurn sjúkdóm.