Cart
Shopping cart

Dangira Sileikis

Viðskiptavinur Zinzino

Velkomin/n! Ég hef haft frábæra reynslu af vörunum mínum og ég held að þú munir elska þær líka. Láttu mig vita hvað þér finnst!

Heilsa • fimmtudagur, 20. maí 2021 • 3 min

Hvers vegna eru vítamín og steinefni svona mikilvæg og nauðsynleg fyrir góða heilsu?

By Zinzino

Að borða holla fæðu er besta leiðin til að fá nauðsynleg vítamín og steinefni. En í ljósi hins mikla fjölda nauðsynlegra næringarefna og hins breytilega mataræðis sem fylgir nútímalegu líferni er ekki alltaf mögulegt að fá nógu mikið af vítamínum og steinefnum í gegnum fæðuna eina saman.

Til að vita hverju gæti þurft að bæta við þarf helst að skilja hlutverk snefilefna í líkamanum og jákvæð áhrif vítamína og steinefna.

Hver er tilgangur vítamína og steinefna í líkamanum?

Hvers vegna þurfum við vítamín og steinefni? Líkaminn þarf á þeim að halda til að haldast heilbrigður og sterkur. Snefilefni hjálpa til við að knýja líkamann með umbreytingu í orku, frumuviðgerðir, gróun sára og stuðningi við ónæmiskerfið.

Listinn yfir vítamín og steinefni er langur og því getur verið erfitt að velja fæðu sem veitir hina fullkomnu blöndu snefilefna. Einnig er mikilvægt að vita að mörg matvæli geta ýmist aukið eða hindrað upptöku slíkra snefilefna.

Vítamín eru lífræn og geta brotnað niður við hita eða snertingu við loft eða sýru. Þau eru flokkuð í vatnsleysanleg og fituleysanleg vítamín. Steinefni eru aftur á móti ólífræn og viðhalda efnafræðilegri uppbyggingu sinni. Þess vegna eru plöntur, fiskur, dýr og vökvi bestu afhendingarleiðir steinefna úr jarðvegi og vatni í mannslíkamann.

Jákvæð áhrif vatnsleysanlegra vítamína og steinefna

Vatnsleysanleg vítamín fyrirfinnast í vökvakennda hluta fæðunnar og hjálpa til við að losa og framleiða orku, mynda prótín og frumur og búa til kollagen. Á meðal slíkra snefilefna eru C-vítamín og vítamín í flokki B-vítamína:

  • Biotin (B7-vítamín)
  • Fólínsýra (fólat, B9-vítamín)
  • Níasín (B3-vítamín)
  • Pantóþensýra (B5-vítamín)
  • Ríbóflavín (B2-vítamín)
  • Þíamín (B1-vítamín)
  • B6-vítamín og B12-vítamín.

Hvaða hlutverki gegna aðal- og snefilsteinefni í líkamanum?

Líkaminn hýsir aðalsteinefni sem gæta jafnvægis á milli vatns- og seltumagns í líkamanum auk þess að sinna mörgum öðrum verkefnum. Á meðal slíkra steinefna eru kalsíum, klóríð, magnesíum, fosfór, kalíum, natríum og brennisteinn.

Snefilsteinefni gegna ekki síður mikilvægu hlutverki í líkamanum. Þau geta þó haft áhrif á virkni og upptöku annarra snefilsteinefna og þess vegna er „því meira því betra“ aðferðin ekki alltaf vænlegust til árangurs. Þessi snefilsteinefni eru króm, kopar, joð, járn, mangan, mólýbden, selen og sink.

Hvers vegna þurfum við fituleysanleg vítamín?

Fituleysanleg vítamín finnast í mestu magni í fituríkum mat og upptaka þeirra í blóðrásina er mun betri þegar þeirra er neytt með fitu. Vítamínin eru notuð við líkamsstarfsemi og eru einnig geymd svo hægt sé að nota þau þegar lítið er um þau. Þessum vítamínum er best lýst sem snefilefnum með tímastýrðri losun: A-, D-, E- og K-vítamín.

Hvaða fæða inniheldur steinefni og vítamín? Og hversu mikið þurfum við?

Það er gagnlegt að hafa tillögu um daglega neyslu hvers vítamíns og steinefnis. Til að fá hugmynd um fæðu sem inniheldur hvert snefilefni skaltu taka þér tíma til að kynna þér hvert þeirra. Byrjaðu á að hengja þessar upplýsingar á ísskápinn.

D-vítamín er að finna í feitfiski, eggjarauðu og vítamínbættum matvælum á borð við morgunkorn.

Magnesíum er helst að finna í graskerum, spínati, baunum, tófú, brúnum hrísgrjónum og hnetum.

Kalsíum fæst úr mjólk, osti, jógúrt, spergilkáli, grænkáli, hnetum, baunum, linsubaunum og steinaefnabættu morgunkorni.

Sink er að finna í ostrum, grasfóðruðu nautakjöti, graskersfræjum, spínati, brúnum hrísgrjónum og tempeh.

B12-vítamín fæst úr dýraafurðum á borð við rautt kjöt, fisk, fuglakjöt og egg.

Láttu Xtend+ fæðubótarefnið veita þér forskot

Þótt það kunni að virðast erfitt að fá nógu mikið af öllum nauðsynlegum vítamínum og steinefnum eru til fæðubótarefni sem gera það mögulegt. Í stað þess að þurfa að borða allt að 3.000 hitaeiningar á dag gætir þú prófað Xtend+ en það er náttúrulegt fjölónæmis fæðubótarefni í plöntuhylkjum sem auðvelt er að taka inn og veitir þér 22 nauðsynleg snefilefni auk hreinsaðra 1-3, 1-6 betaglúkana sem eru unnin úr geri.

Fjögur Xtend+ hylki innihalda öll nauðsynlegu vítamínin og steinefnin og geta því hæglega fullkomnað hollt mataræði*.

* Þessar fullyrðingar hafa ekki verið metnar af bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitinu (Food and Drug Administration). Þessari vöru er ekki ætlað að greina, meðhöndla, lækna eða koma í veg fyrir nokkurn sjúkdóm.