Cart
Shopping cart

Marit Kruyf

Zinzino Independent Partner

Velkominn! Ég er sjálfstætt starfandi ráðgjafi þinn, hér til að leiðbeina þér á heilsuferðalaginu þínu.

+31633134078
Call Afrita
info@hypnoseoplossingen.nl
Afrita
Uppskriftir • mánudagur, 26. júní 2023 • 3 min

Uppskrift að þeytingi fyrir glansandi húð. Ný morgunvenja

By Zinzino

Mataræði hefur mikið að segja um heilbrigði húðarinnar. Og ein ljúffeng uppskrift mun veita þér aukna orku og góðan skammt ávaxta sem eru góðir fyrir húðina: þessi holli græni þeytingur.

Þetta er hinn fullkomni drykkur til að fá sér á morgnana þegar þú ert að flýta þér. Margir ávextir og grænmeti fara vel saman í þeytingi líkt og þessum:

  • 2 bollar (500 ml) hreint kókoshnetuvatn
  • 2 þroskaðir bananar, & og niðursneiddir
  • 1 bolli (250 ml) saxaður ananas
  • 1 bolli (250 ml) saxaður mangó
  • 2 bollar (500 ml) spínat eða grænkál
  • 1/2 lárpera, niðursneidd
  • 1 matskeið (20 ml) malað hörfræ eða hörfræjaolía
  • Dagskammtur þinn af BalanceOil AquaX eða BalanceOil+ (valkvætt)

 

Bestu ávextirnir fyrir húðina

Þetta er öflug uppskrift til að bæta ástand húðar þinnar, þökk sé nokkrum ofurinnihaldshaldsefnum. Lárpera vökvar húðina og gefur henni náttúrulegt daggarglit. Hún inniheldur mikið af andoxunarefnum, steinefnum, ómega-9 og C- og E-vítamínum. Þessi næringarefni hjálpa til við að auka kollagenframleiðslu og sefa húðina.

Mangó og ananas innihalda karótenóíð og C-vítamín í miklu magni sem er lykillinn í að auka kollagenframleiðslu (fyrir styrk og stinnleika). Karótenóið (aðallega beta-karótín) eru öflugast þegar það breytist í A-vítamín – næringarefni sem heilbrigð húð þarfnast, bæði fyrir útlit hennar sem og varnareiginleika.

Grænmeti eins og spínat og grænkál eru næringarrík ofurfæða sem hreinsar óhreinindi úr líkamanum. Hörfræjaolía er með fitusýrur sem samhæfa húðina og hjálpa til við viðgerðir á henni. Kalíum og vökvakennd einkenni banana hjálpa til við að gera andlit þitt mjúkt og liðugt. A-vítamín bætir og sléttir hrjúfa húð. Og kókósvatnið styður við næringarefnaupptöku, vökvar og hreinsar og hjálpar til við að stuðla gegn öldrun.

En þessi heilsusamlegi þeytingur er meira en morgunsprengja full af næringarefnum fyrir húðina ef einu öðru efni er bætt við.

Bættu annaðhvort BalanceOil AquaX eða BalanceOil+

Feitur fiskur er heilt á litið mjög heilsusamlegur af því hann er ríkur af Omega-3. Það er hinsvegar ekki raunsætt að borða feitan fisk á hverjum degi. Með BalanceOil AquaX, missir þú ekki af þessum Omega-3 fitusýrum sem húðin elskar svo heitt. Þetta er ný útgáfa af hinni viðfrægu BalanceOil+ olíu Zinzinos sem inniheldur Omega-3, olífuolíu pólýfenóla og D3 vítamín. Þessi vatnsuppleysanlega Pólýfenóla Omega Balance olía úr villtum fiski er fullkomið fæðubótarefni í þeytinga því þú finnur ekki bragðið.

Hvað gerir BalanceOil+? Hún hjálpar til að vernda frumur gegn ryði (oxun)((Olífuolíu pólýfenólar hjálpa til við að vernda blóðfitu gegn álagi af völdum oxunar. Staðhæfinguna má aðeins nota fyrir ólífuolíu sem inniheldur að minnsta kosti 5 mg af hýdroxýtýrósól og afleiður þess (t.d. ólevrópein flóka og týrósól) í 20 mg af ólífuolíu. Til að uppfylla staðhæfinguna þarf að gefa viðskiptavininum upplýsingar um að hin gagnlega virkni fáist með daglegri inntöku á 20 g af ólífuolíu.)) og aðlagar Omega-6:3 hlutfallið á öruggan hátt. Það styður við eðlilega frumuskiptingu, ((D vítamín hefur hlutverki að gegna varðandi frumuskiptingu. Staðhæfinguna má aðeins nota um matvæli sem innihalda D-vítamín eins og talað er um í staðhæfingunni FÆÐUTEGUNDIR SEM INNIHALDA D-vítamín eins og þær eru útlistaðar í viðauka við Reglugerð (ESB) Nr. 1924/2006.)) virkni ofnæmiskerfis,((D-vítamín hjálpar til við eðlilega starfsemi ofnæmiskerfis. Staðhæfinguna má aðeins nota um mat sem inniheldur D-vítamín eins og þeir eru útlistaðir í viðauka við Reglugerð (ESB) Nr. 1924/2006.)) og bætir við mikilvægum næringarefnum fyrir húðina sem mörg okkar fáum ekki í gegnum mataræði.

Nærðu húðina þína að innan (og utan)

Byrjaðu daginn með þeytingi sem vinnur gegn öldrun og fylgdu því eftir með kerfisbundinni meðhöndlun á húðinni. Fáðu lágstemmdan glans með hjálp beta-karótín (sem er einnig í þeytingi þínum), náttúrulega litinn sem kemur úr ýmsum ávöxtum og grænmeti. Eftir smátíma, við endurtekna notkun (og þeytinga) munt þú byrja að taka eftir lágstemmdum gullglansi. Þetta er sami heilbrigði og aðlaðandi glansinn sem kemur með því að borða næringarríkan, fjölbreyttan mat. Útlit sem maður veit einfaldlega að stafar af lífstíl sem er tileinkaður heilsu.

Það er ekki eins erfitt og þú hélst að viðhalda mjúkri, sterkri og endingargóðri húð sem lítur vel út á efri árum.

Bættu þessum þeytingauppskriftum á innkaupalistann og byrjaðu að nota  Zinzino Skin Serum á sama tíma. „Þú geislar“ mun öðlast nýja merkingu.

Smelltu hér fyrir fleiri heilsusamlegar uppskriftir.

Þessar fullyrðingar hafa ekki verið metnar af bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitinu (Food and Drug Administration). Þessari vöru er ekki ætlað að greina, meðhöndla, lækna eða koma í veg fyrir nokkurn sjúkdóm.

1. Olive oil polyphenols

Olive oil polyphenols contribute to the protection of blood lipids from oxidative stress. Replacing saturated fats in the diet with unsaturated fats contributes to the maintenance of normal blood cholesterol levels. Oleic acid is an unsaturated fat. The claim may be used only for olive oil which contains at least 5 mg of hydroxytyrosol and its derivatives (e.g. oleuropein complex and tyrosol) per 20 g of olive oil. In order to bear the claim, information shall be given to the consumer that the beneficial effect is obtained with a daily intake of 20 g of olive oil.

2. Vitamin D cell division

Vitamin D has a role in the process of cell division. The claim may be used only for food which is at least a source of vitamin D as referred to in the claim SOURCE OF vitamin D as listed in the Annex to Regulation (EC) No 1924/2006.

3. Vitamin D contributes to immune system

Vitamin D contributes to the normal function of the immune system. The claim may be used only for food which is at least a source of vitamin D as referred to in the claim SOURCE OF vitamin D as listed in the Annex to Regulation (EC) No 1924/2006