Cart
Shopping cart

Marga Schwarzmann

Viðskiptavinur Zinzino

Velkomin/n! Ég hef haft frábæra reynslu af vörunum mínum og ég held að þú munir elska þær líka. Láttu mig vita hvað þér finnst!

Uppskriftir • fimmtudagur, 27. janúar 2022 • 5 min

7 dagar af LeanShake: 7 hollar uppskriftir að þeytingum til að léttast

By Zinzino

Vei, það er komið glænýtt ár. Á þessu ári skulum við setja heilsuna í fyrsta sæti! Hátíðirnar geta verið annasamur tími þegar við gleymum heilsusamlegum venjum og vökum frameftir, vöknum seint og borðum yfir okkur…  Svo áður en þú hoppar inn í markmiðin þín fyrir árið 2022 skulum við endurræsa heilsusamlegu venjurnar þínar með 7 daga LeanShake áskoruninni okkar.

Við viljum hjálpa þér að kveikja aftur áhugann, koma efnaskiptunum af stað og endurheimta orku með 7 hollum þeytingsuppskriftum til að léttast. Við erum með áætlun fyrir þig og nei, það er ekki 7 daga græn þeytingsáskorun! Þetta er áætlun sem felur í sér að endurheimta heilbrigðar venjur með handhægum ráðum og bestu þeytingunum sem hjálpa þér að léttast og öðlast orku. Viltu taka áskoruninni?! Hafðu í huga að það að skipta út einni máltíð fyrir LeanShake stuðlar að viðhaldi þyngdar og að skipta út tveimur máltíðum fyrir LeanShake stuðlar að þyngdartapi.

7 daga þeytingsáætlun til að viðhalda þyngd.

Allt í lagi, við skulum setja saman áætlun. Í þessari 7 daga þeytingsáætlun viljum við hafa með nokkrar gagnlegar og heilbrigðar venjur til að bæta við daglegu rútínuna þína.

Hérna er áætlunin:

  1. Hreyfðu þig daglega í að minnsta kosti 30 mínútur eða lengur. Þetta getur verið göngutúr, hlaup, líkamsræktartími, pílates eða jóga.
  2. Skiptu út einni máltíð á dag fyrir þeytingsuppskrift sem við höfum útbúið fyrir þig. Við mælum með því að þú skiptir annað hvort út morgunmat eða hádegismat fyrir nærandi þeyting. Hægt er að velja úr 7 þeytingsuppskriftum og þær eru allar fullar af næringarefnum, próteinum og omega.
  3. Reyndu að forðast sykruð/unnin matvæli Þegar þú byrjar á þessari heilbrigðu venju verður hún smám saman auðveldari. Ef þig langar í snarl, fáðu þér þá ferskt grænmeti, ávexti, gerðu nokkrar súkkulaðipróteinkúlur eða gæddu þér á Zinzino orku- eða próteinstöngum. Mundu að jafnvægi er lykillinn og að eitt súkkulaðistykki mun ekki setja lífið eða áformin þín úr skorðum. Við lofum því.
  4. Slepptu áfengi næstu 7 daga. Já, það er kominn tími til að gefa líkamanum smá hvíld. Og það þýðir ekki að þú eigir að skipta vínglasinu út fyrir drykk nema hann sé sykurlaus!
  5. Drekktu að minnsta kosti 1,5-2 lítra af vatni á dag. Þetta mun hjálpa til við meltinguna og að skola út eiturefnum.
  6. Reyndu að fá 6-8 tíma svefn á hverri nóttu. Farðu í háttinn og vaknaðu á sama tíma á hverjum degi. Það er frábær leið til að tileinka sér heilbrigðar svefnvenjur.
  7. Skipuleggðu og undirbúðu máltíðirnar þínar. Notaðu einn dag í viku til að skipuleggja hvað þú ætlir að borða á hverjum degi, skrifaðu innkaupalista og undirbúðu þessar máltíðir. Með því að hafa þetta á hreinu verður auðveldara að saxa hráefni til undirbúnings eldunar eða elda máltíðina og frysta hana. Það mun líka hjálpa þér að halda þig við áætlunina og skipta yfir í nýjar, heilbrigðar venjur.

 

smoothies-color.jpeg

Uppskriftir fyrir þeytingsáskorun

Hver þeytingur hefur verið hannaður til að tryggja að þú sért ánægð/ur og nærð/ur. Þess vegna innihalda þeir allir LeanShake próteinduftið þar sem það er fullt af góðum efnum til að bæta heilsuna innan frá.

LeanShake er auðugur af próteinum og trefjum og inniheldur vítamín, steinefni og ýmis önnur næringarefni. Hann hentar einkar vel til að losa sig við fitu og byggja upp vöðva, og samtímis koma jafnvægi á örveruflóruna fyrir betri þarmaheilsu. Hann er laus við glúten og soja, hefur lágan sykurstuðul/sykurálag og inniheldur eingöngu náttúruleg bragðefni. Og hann er ljúffengur með 4 bragðtegundum til að velja úr, þar á meðal súkkulaði-, jarðarberja-, vanillu- og berjabragði.

Taktu þátt í 7 daga þeytingsáskoruninni okkar fyrir þyngdartap

Nú er kominn tími til að tileinka sér nýtt og heilbrigðara líferni á árinu 2022. Í fyrsta lagi þarftu að ákveðja upphafsdag og halda þig við hann!

Í öðru lagi þarftu að undirbúa þig. Prentaðu út eða vistaðu áætlunarlistann hér að ofan svo þú getir haldið þig við hann daglega. Prentaðu út eða vistaðu máltíðaráætlunina og uppskriftirnar sem við höfum útbúið fyrir þig og náðu í LeanShake Challenge Kit HÉRNA.

Í þriðja lagi skaltu finna þér ábyrgðarfélaga sem mun taka þátt í þessari áskorun með þér.

Í fjórða lagi, haltu okkur upplýstum daglega! Já, við viljum að þú látir okkur vita daglega þegar þú byrjar áskorunina þína í gegnum samfélagsmiðlana þína. Settu inn eða bættu við söguna þína skemmtilegri mynd eða myndbandi af þér að búa til þeyting eða gera annað sem tengist áskoruninni! Ekki gleyma að merkja okkur @ZinzinoOfficial og #ZinzinoFitness.

Við getum ekki beðið eftir að sjá þig ná markmiðunum þínum fyrir árið 2022!!

Uppskriftir:

Jarðarberja- og bananaþeytingur

Innihaldsefni:

  • 1 banani
  • 1 LeanShake jarðarberjapoki
  • 250 ml af frosnum jarðarberjum
  • 250 ml af jógúrti eða mjólk (möndlu eða kókoshnetu)
  • 3 ísmolar
  • 20 ml af chia-fræjum
  • 2 ausur af ZinoBiotic+

Aðferð:

Blandaðu öllum hráefnunum saman í blandara þar til þeytingurinn er laus við kekki.
Helltu í glas og settu ferskt jarðarber út í hlið glassins ef þú vilt.
Njóttu!

Sólskinsþeytingur

Innihaldsefni:

  • 125 ml af frosnum ananas
  • 125 ml af frosnum mangó
  • Hálf afhýdd appelsína
  • 250 ml af jógúrti (kókoshnetu eða grískri)
  • 1 LeanShake vanillupoki
  • 40 ml af BalanceOil+ appelsínu, sítrónu og myntu

Aðferð:

Blandaðu öllum hráefnunum saman í blandara þar til þeytingurinn er laus við kekki.
Helltu í glas og settu sneið af ferskri appelsínu ofan á ef þú vilt.
Njóttu!

Grænn þeytingur

Innihaldsefni:

  • 125 ml af frosnum mangó
  • 125 ml af frosnum banönum
  • 125 ml af frosnu avókadó
  • 80 ml af fersku spínati
  • 1 LeanShake vanillupoki
  • 2 ausur af ZinoBiotic+
  • 40 ml af BalanceOil+ AquaX
  • 20 ml af hörmjöli eða chia-fræjum

Aðferð:

Blandaðu öllum hráefnunum saman í blandara þar til þeytingurinn er laus við kekki.
Helltu í glas og stráðu chia-fræjum eða hörmjöli yfir.
Njóttu!

Súkkulaðiþeytingur

Innihaldsefni:

  • 60 ml af haframjöli.
  • 250 ml af frosnum banönum
  • 20 ml af hnetusmjöri
  • 20 ml af kakódufti
  • 1 LeanShake súkkulaðipoki
  • 250 ml af jógúrti eða mjólk (nota má annað í staðinn ef þarf)
  • 3 ísmola
  • 3 ísmolar

Aðferð:

Blandaðu öllum hráefnunum saman í blandara þar til þeytingurinn er laus við kekki.
Helltu í glas og settu 1 teskeið af hnetusmjöri ofan á.
Njóttu!

Blandaður berjaþeytingur

Innihaldsefni:

  • 250 ml af frosnum blönduðum berjum
  • Hálfur banani
  • 250 ml af jógúrti
  • 1 LeanShake berjapoki
  • 2 ausur af ZinoBiotic+
  • 40 ml af BalanceOil+ AquaX
  • 20 ml af chia-fræjum

Aðferð:

Blandaðu öllum hráefnunum saman í blandara þar til djúsinn er laus við kekki.
Helltu í glas og settu 5 fersk bláber ofan á.
Njóttu!

Bleikur þeytingur

Innihaldsefni:

  • 125 ml af bleikum drekaávexti
  • 1 lítil rauðrófa skorin í litla bita
  • 125 ml af frosnum jarðarberjum
  • 250 ml af kókoshnetujógúrti (eða grískri)
  • 1 LeanShake vanillupoki
  • 40 ml af BalanceOil+ greipaldin, sítrónu og myntu
  • Aðferð:

Blandaðu öllum hráefnunum saman í blandara þar til þeytingurinn er laus við kekki.
Helltu í glas og settu ferskt jarðarber út í hlið glassins.
Njóttu!

Vanilluþeytingur

Innihaldsefni:

  • 250 ml af frosnum banönum
  • 250 ml af jógúrti (kókoshnetu eða grískri)
  • 40 ml af BalanceOil+ vanillu
  • 1 LeanShake vanillupoki
  • 2 ausur af ZinoBiotic+
  • 40 ml af chia-fræjum
  • 60 ml af möndlum

Aðferð:

Blandaðu öllum hráefnunum saman í blandara þar til þeytingurinn er laus við kekki.
Helltu í glas og settu 1 teskeið af hnetusmjöri ofan á.
Njóttu!