Cart
Shopping cart

Barbara Król

Zinzino Independent Partner

Velkominn! Ég er sjálfstætt starfandi ráðgjafi þinn, hér til að leiðbeina þér á heilsuferðalaginu þínu.

Uppskriftir • sunnudagur, 16. maí 2021 • 2 min

Uppskrift að æðisgengnum krydduðum vegan goji- og jarðarberjadjús með 3 leynilegum hráefnum

By Zinzino

Þegar fólk spyr þig hvort þú sért meira fyrir krydd eða sætindi er rétta svarið BÆÐI! Því hvernig er hægt að ætlast til að maður geti valið á milli bragðsterkra framandi krydda og ómótstæðilegra sætinda. Ef þú kinkar kolli og segir, mm-hhmm, mun þessi blandaði vegan berjadjús svo sannarlega hrista upp í morgunrútínunni þinni.

Byrjaðu daginn með fullan maga af hollustu. Þurrkaðu rykið af blandaranum og gríptu þessi vegan hráefni fyrir ávaxtadjús í næstu matarinnkaupaferðinni.

Hér er hráefnalistinn fyrir goji- og jarðarberjadjúsinn þinn

  • 250 ml af mjólk sem er ekki kúamjólk
  • 250 ml af jarðarberjum
  • 1 þroskaður banani (frosinn)
  • 20 ml af gojiberjum (sem eru látin liggja í bleyti)
  • 20 ml af möndlusmjöri
  • 2,5 ml af möluðum kanil
  • 1,25 ml af möluðu engifer
  • 1 daðla án steins
  • Kreistingur af ferskum sítrónusafa
  • Dálítið af sjávarsalti
  • 2 ausur af ZinoBiotic+
  • 2 hylki af Xtend+
  • Daglegi skammturinn þinn af Vegan Lemon BalanceOil+.

Ekki aðdáandi möndlusmjörs? Þá getur þú skipt því út fyrir kókossmjör. Þú skalt láta gojiberin liggja í bleyti áður en þú setur þau út í drykkinn svo bragðið verði enn betra. Þú munt elska áferðina sem þau gefa þessum vegan ávaxtadjús. Settu gojiberin bara í vatn í krukku og geymdu þau í ísskápnum svo þú eigir birgðir í djúsa í heila viku.

Gojiber hafa verið notuð í lækningaskyni í yfir 2.000 ár til auka andoxunarvirkni í líkamanum. Beta-karótín, sem veitir gojiberjum appelsínugula litinn, styður við ýmsa starfsemi í líkamanum. Bæði kanill og engifer hafa verið notuð í matreiðslu frá örófi alda og er það sennilega vegna hins mikla magns andoxunarefna sem þau innihalda.

ZinoBiotic+, Xtend+ og BalanceOil+ gera svo þennan kryddaða og sæta gojiberjadrykk enn hollari en ella

Ef þessi fríði flokkur vegan hráefna dugar þér ekki til að byrja daginn á réttum nótum skaltu bara bíða þar til þú bætir við síðustu þremur innihaldsefnunum. Tvær ausur af ZinoBiotic+ veita þér átta náttúruleg trefjaefni sem efnaskiptast í ristlinum til að styðja við vöxt góðgerla. Það bætir jafnvægi kólesteróls, blóðsykurs og örveruflórunnar, og gerir meltingarveginn almennt heilbrigðari*.

Síðan skaltu opna tvö Xtend+ hylki til að bæta við 22 nauðsynlegum vítamínum og steinefnum auk hreinsaðra 1-3, 1-6 betaglúkana. Það mun veita þér aukna orku, stuðla að eðlilegu ónæmiskerfi, veita nauðsynleg næringarefni fyrir vöxt og viðgerðir vefja og styðja við starfsemi beina og liðamóta*. Þú færð ekki betri undirbúning fyrir ræktina.

Og að lokum, ekki gleyma innihaldsefninu sem setur punktinn yfir i-ið, BalanceOil+.

Það er fæðubótarefni sem er auðugt af pólýfenólum, omega-3 og D3-vítamíni og viðheldur hinu afar mikilvægu Omega-6:3 hlutfalli þínu á öruggan hátt. Þökk sé 15 jákvæðum heilsufarsáhrifum sem eru viðurkennd af EFSA (heili, hjarta, ónæmi og frumumyndun) heldur BalanceOil+ líkamanum þínum í jafnvægi allan daginn.

Að gæða þér á þessum kryddaða og sæta vegan djús er það besta sem þú getur gert á hverjum degi til að bæta heilsuna frá toppi til táar.

* Þessar fullyrðingar hafa ekki verið metnar af bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitinu (Food and Drug Administration). Þessari vöru er ekki ætlað að greina, meðhöndla, lækna eða koma í veg fyrir nokkurn sjúkdóm.