Deborah Almond
Zinzino Independent Partner
Velkominn! Ég er sjálfstætt starfandi ráðgjafi þinn, hér til að leiðbeina þér á heilsuferðalaginu þínu.
Hvað er það sem gerir tiltekna ólífuolíu frábrugðna öðrum ólífuolíum?
Hvort sem þú ert matgæðingur af fúsum og frjálsum vilja eða kokkur fjölskyldunnar af illri nauðsyn, þá kemur þrennt yfirleitt í hugann þegar þú lest orðin „extra virgin“ á miðanum á þessum grænlituðu ólífuolíum: Meiri gæði, hollari og bragðbetri máltíð og hærra verð. En hvað er það sem gerir þessa gerð ólífuolíu svo frábrugðna öðrum ólífuolíum? Svarið er ekki eins einfalt og þú gætir haldið.
Ekki eru allar ólífuolíur eins
Til að byrja með þarf að skilgreina hugtakið nánar, svo þessi yfirferð á hinum yndislega en ruglingslega heimi ólífuolía fari ekki fyrir ofan garð og neðan. Þannig er rétt að nefna að hugtakið extra virgin ólífuolía er einfaldlega annað hugtak yfir kaldpressaða ólífuolíu. Og það er mikilvægt að hafa á bak við eyrað, áður en lengra er haldið. Að finna bestu ólífuolíuna snýst um annað og meira en að velja kaldpressaða extra virgin ólífuolíu til að setja á salat og venjulega ólífuolíu til að steikja mat. Framleiðsluferlið er það sem skiptir máli. Að breyta ólífum í olíu er kúnst sem á sér aldagamla sögu og byggir á aðferðum sem hafa gengið kynslóða á milli. Framleiðsluferlið getur verið ólíkt eftir svæðum og uppskerutími hefur mikið að segja um bragð og næringarinnihald. Að reyna að átta sig á hvað stendur á miðanum um upprunaland og hvort ólífurnar hafi verið handtíndar kemur að einhverju gagni, en það hvernig ólífuolían var í reynd framleidd er það sem skiptir mestu máli.
Leitaðu að hágæða olíu sem hefur verið kaldpressuð
Núorðið er algengast að olían sé unnin úr ólífum með efnafræðilegu hreinsunarferli sem fjarlægir mengunarefni, minnkar sýrustig, bætir útlit og bragð – og eykur nýtingu uppskerunnar. Eftir að ólífurnar hafa verið malaðar er maukið blandað með upphitun til að flýta fyrir aðskilnaði olíu og vatns. Í stað þess að kremja maukið til að kreista olíuna út, eins og gert var áður fyrr, er olíunni náð út með því að velta maukinu í skilvindu.
En til er önnur, ævaforn aðferð sem er fólgin í því að ná olíunni út með svokallaðri kaldpressun. Þannig er hægt að framleiða ekta, hágæða extra virgin ólífuolíu. Byrjað er á því að mala ólífurnar niður í mauk á myllustein eða, sem er öllu nútímalegra, með tannkvörn eða hamarmyllu úr járni. Síðan er maukið blandað við kalt hitastig og að lokum er olían kreist út með skrúfu eða vökvapressu, með því að kremja maukið undir hringlaga mottum, sem er staflað upp eins og pönnukökum.
Það sem ræður úrslitum um gæði olíunnar
Að halda hitastiginu undir 30 gráðum á Celsíus er mikilvægur þáttur í hefðbundinni framleiðslu extra virgin ólífuolíu og þess vegna er sagt að olían sé kaldpressuð. Það dregur líka úr magni óbundinna fitusýra í olíunni. Sýrustigið hefur afar mikið að segja um gæði og næringarinnihald ólífuolíu. Með sýrustigi er ekki átt við bragð olíunnar sem er algengur misskilningur. Það er einungis mælikvarði á oxunarstigi ólífuolíunnar, og þar með endingartíma hennar. Því lægra sýrustig, því meiri gæði og næringarinnihald. Til að flokka megi ólífuolíu sem extra virgin verður sýrustigið að vera 0,8% eða lægra, á meðan venjulegar ólífuolíur mega hafa allt að 2% sýrustig.
Það snýst allt um pólýfenóla – snefilefni náttúrunnar
Það getur verið vandkvæðum bundið að halda sýrustiginu réttu við vinnslu á matarolíu, því nútímahreinsunaraðferðir nota hita og skiljun til að eyða öllum skaðlegum efnum sem ella myndu spilla lykt, bragði eða útliti vörunnar. Og þar sem hiti eykur sýrustig ólífuolíu dregur þessi aðferð úr innihaldi þess allra besta í slíkri olíu – náttúrulegra andoxunarefna, vítamína og nauðsynlegra næringarefna svo sem pólýfenólum1. Þú hefur kannski heyrt um fenólríka ólífuolíu? Þetta hugtak segir þér að olían sé auðug af nauðsynlegum pólýfenólum. Þessi hollu snefilefni er að finna í öllum plöntum og þeir eru stútfullir af lífvirkum andoxunarefnum sem líkamar okkar þurfa svo nauðsynlega á að halda. Og til viðbótar því að vera meinhollir eiga pólýfenólar sinn þátt í hinu einstaka beiska bragði ólífuolíu – og þeir verja olíuna gegn skemmdum vegna oxunar, og bæta þannig endingartímann. Pólýfenólar ráða því sannarlega miklu um gæði ólífuolíu.
Næsta kynslóð ólífuolíu er þegar í boði
Til að draga þetta saman. Hvort sem þú lítur á þig sem matgæðing eða ekki, eða ert að útbúa salat eða steikja egg, þá skaltu ávallt velja hreina, hágæða extra virgin ólífuolíu ef þú vilt fá sem mest af þeim náttúrulegu andoxunarefnum, vítamínum og næringarefnum sem fyrirfinnast í ólífum. Vertu viss um að skoða sýrustigið á miðanum líka. Og síðast en ekki síst, veldu olíu sem státar af skógargrænum lit, grösugu, pipruðu bragði og ávaxtakeim, og þá ættir þú að vera í góðum málum.
Viltu fá að vita meira um næstu kynslóð extra virgin ólífuolíu sem færir hinar ævafornu aðferðir sem byggja á kaldpressun aftur til 21. aldarinnar? R.E.V.O.O er bylting á sviði heilsu og vellíðunar sem færir heilsubætandi eiginleika ólífuolíu á alveg nýtt stig. R.E.V.O.O, nýjasta þaulprófaða varan frá skandínavíska fyrirtækinu Zinzino, er byltingarkennd extra virgin ólífuolía sem inniheldur 30 sinnum meira magn af lífvirkum andoxunarefnum en venjuleg ólífuolía og er með sýrustig sem mælist undir 0.4%.
Lestu meira um R.E.V.O.O og pantaðu flösku sem er til í takmörkuðu upplagi hérna.
1. Olive oil polyphenols
Olive oil polyphenols contribute to the protection of blood lipids from oxidative stress. Replacing saturated fats in the diet with unsaturated fats contributes to the maintenance of normal blood cholesterol levels. Oleic acid is an unsaturated fat. The claim may be used only for olive oil which contains at least 5 mg of hydroxytyrosol and its derivatives (e.g. oleuropein complex and tyrosol) per 20 g of olive oil. In order to bear the claim, information shall be given to the consumer that the beneficial effect is obtained with a daily intake of 20 g of olive oil.
Deila þessari síðu
Eða afrita hlekk