Leo Middelberg
Viðskiptavinur Zinzino
Velkomin/n! Ég hef haft frábæra reynslu af vörunum mínum og ég held að þú munir elska þær líka. Láttu mig vita hvað þér finnst!
Kreete Verlin, frjálsíþróttastjarna frá Eistlandi, sprettir úr spori með frábærum árangri
Kreete varð ástfangin af frjálsum íþróttum sem ung stúlka og gerði það að ferlinum sínum. Nú þegar hún er 25 ára hefur hún unnið til fjölda verðlauna og á sé háleitt markmið: að komast á Ólympíuleikana.
Bestu greinarnar hennar eru grindahlaup (60 og 100 metrar) og stutt spretthlaup (60, 100 og 200 metrar). Kreete veitir líkama sínum orku og nærir hugann til að ryðja úr vegi hvaða hindrun sem er.
Hvaða verðlaun og viðurkenningar hefur þú hlotið?
Ég hef verið í landsliði Eistlands frá árinu 2011. Á þessum tíma hef ég tekið þátt í ýmsum keppnum víðsvegar um heiminn, þar á meðal U16 European Youth Olympic Festival (2013), U18 Olympic Game Trials (2014), U20 heimsmeistaramótinu (2016) og Evrópumótinu innanhúss (2021).
Ég hef orðið eistneskur meistari 35 sinnum í hinum ýmsu keppnum og greinum. Ég vann 3 gullverðlaun á þessu innanhússtímabili í 60, 200 og 60 metra grindahlaupi. Ég vann gull í langstökki kvenna á Kuortane Games 2020. Ég var meðlimur sveitarinnar í 4 x 100 metra boðhlaupi sem setti landsmet árið 2019. Ég hef sett stefnuna á Evrópumótið innanhúss og utanhúss, heimsmeistaramótið og auðvitað Ólympíuleikana.
Hefur þú mætt einhverjum áskorunum?
Ég byrjaði í frjálsum íþróttum þegar ég var 11 ára og hef æft nánast hvern dag síðan þá. Heilsan hefur verið léleg nánast alveg frá því ég man eftir mér. Ég verð auðveldlega veik og fyrir íþróttamann er ekki gott að taka hlé frá æfingum of lengi. Þegar ég er fullfrísk legg ég hart að mér og næ góðum framförum en svo fer mér aftur þegar ég er slöpp. Að vera frjálsíþróttakona er ekki alltaf gott fyrir liðamótin.
Kom upphaflega Omega-6:3 hlutfallið þitt þér á óvart?
Fyrsta mælingin mín var 4:1, sem var ekki svo fjarri ráðlagða hlutfallinu 3:1. Frá því að ég byrjaði að nota BalanceOil+ hefur hlutfallið batnað og heilsan er almennt betri.
Hvaða Zinzino vörur ertu að nota núna?
Ég nota BalanceOil+ og Viva+.
Segðu okkur frá árangrinum þínum síðan þú byrjaðir að nota Zinzino!
Sem virk íþróttakona og sálfræðinemi fjárfesti ég í vörum sem stuðla að öflugu ónæmiskerfi og góðum svefni. Áður en byrjaði að nota Viva+ svaf ég kannski átta til níu klukkustundir á næturnar en var samt þreytt þegar ég vaknaði. Nú vakna ég úthvíld sem hefur jákvæð áhrif á frammistöðu mína á öllum sviðum lífsins.
Í gegnum árin hef ég prófað fjölmörg fæðubótarefni. Sum þeirra hafa hjálpað dálítið en ekki nóg til að taka þau í langan tíma. Ég er ánægð með að vörur Zinzino byggja á prófunum þannig að ég geti mælt og borið niðurstöðurnar mínar saman eftir að ég byrjaði að nota fæðubótarefnin. Ég veit nákvæmlega hvernig þær eru að hjálpa líkamanum mínum.
Af hverju ætti fólk að hugleiða að nota BalanceOil+? Er það bara fyrir íþróttamenn?
Omega-3 er mikilvægt fyrir alla. Það er mikilvægt fæðubótarefni fyrir hjartað, heilann og frumurnar. Maður þarf ekki að vera íþróttamaður til að njóta góðs af BalanceOil+.
Geturðu lýst upplifun þinni af Zinzino í einni setningu?
Stuðningur fyrir allan líkamann.
Fylgstu með ferðalagi Kreete á Ólympíuleikana á Instagram og Facebook. Skoðaðu núverandi stöðu hennar á heimslistanum og nýlega sigra.
Fáðu innblástur af öllum merkisberum Zinzino.
Deila þessari síðu
Eða afrita hlekk