Debbie De Carvalho
Viðskiptavinur Zinzino
Velkomin/n! Ég hef haft frábæra reynslu af vörunum mínum og ég held að þú munir elska þær líka. Láttu mig vita hvað þér finnst!
Gátlisti fyrir vorhreingerningu allan ársins hring, hvernig þú getur hreinsað líkamann
Framtíð heilsu- og vellíðunargeirans snýst um forvarnir en ekki meðferðarúrræði. Frá sjálfsumhyggju til stafrænnar heilsu, frá einstaklingsmiðuðum fæðubótarefnum til stuðningssamfélaga á netinu, þá myndast samstaða um að ferðalagið að heilbrigðara lífi hefjist innra með okkur.
Heimsfaraldurinn sem geisar hefur þeytt fram á veginn hugmyndum um heilsu og fólki hefur gefist meiri tími til að huga að eigin heilsu heima fyrir. Ef þú hafðir hugsað þér að leggjast í vorhreingerningar á heilsusviðinu eftir langt streitutímabil þá er besti tíminn fyrir það núna. Nú þegar alþjóðlegi markaðurinn fyrir heilsu- og vellíðunarlausnir er orðinn 1,5 billjóna dollara virði, þá er komið gríðarlegt magn af lausnum sem virka fyrir hreystitrúboða, meðvitaða matgæðinga eða fólk sem vill gera breytingar á eigin lífi með því að færa sig yfir í heilbrigðara mataræði. Og nú þegar þú ert í stuði til að gera vorhreingerningu á heimilinu, af hverju ekki að djúphreinsa líkamann í leiðinni?
Það skiptir ekki máli hver árstíðin er því þú ættir alltaf að leita nýrra leiða til að tileinka þér nýjar heilsuvenjur
Nýjar rútínur í heilsu og vellíðan eru ekki einhver formúla sem hægt er að „stilla inn og gleyma“. Þetta eru djúpstæðar og persónulegar breytingar sem breytast með breyttri dagskrá, heilsumarkmiðum og orkumagni. Æfingaráætlun sem kann að hafa virkað yfir veturinn virkar kannski ekki á sumrin. Bragðlaukarnir þínir breytast einnig samhliða árstíðunum. Það er því ekki vitlaust að endurskoða heilbrigðisrútínurnar á þriggja mánaða fresti og með árstíðaskiptum. Hér eru nokkur atriði um heilsuna sem vert er að íhuga.
1. Hvernig á að njóta þess að borða hreinan mat með lífrænni og árstíðabundinni fæðu
Sumarið er árstíminn fyrir ávexti eins og mangó, melónur og jarðarber en á veturna fáum við ávexti eins og appelsínur, banana og perur í ríkum mæli. Til að byggja upp heilbrigðar matarvenjur þá skal leitast við að samstilla mataræðið við matvörurnar sem fást á þínu svæði. Þetta styttir tímann sem líður frá því að fæðan fer frá bóndabænum að diskinum þínum og þannig tryggir það ferskustu og næringarríkustu matvælin sem völ er á. Veldu frekar lífrænar matvörur, dýraafurðir sem framleiddar eru með siðferðislegum hætti og óunnin eða lítið unnin matvæli. Sæktu innblástur í ýmsar uppskriftir frá löndum Miðjarðarhafsins sem byggja á árstíðabundnum matvörum.
2. Drekka nægilega mikið vatn
Reyndu að drekka u.þ.b. þrjá lítra af vatni á dag. Það er ekki bara hluti af vorhreingerningunni fyrir heilsuna, þetta á við alla daga og allan ársins hring. Notaðu vatnsflösku svo það sé auðveldara að fylgjast með því hvað þú hefur drukkið mikið vatn yfir daginn.
3. Líkamsrækt og hreyfing
Yfir hlýrri mánuðina er gott að nýta tímann og hreyfa sig utandyra. Farðu í göngudýr með loðnum félaga, skelltu þér í göngu með vini eða farðu í hjólatúr til að njóta sólskinsins (sem er auk þess mikilvæg uppspretta D-vítamíns). Ef það er kaldara í veðri þá getur þú einbeitt þér að hreyfingum sem gera má innandyra. Bikram Yoga er góð leið til að hlýja sér yfir vetrartímann. Ef þú ert ekki í stuði fyrir það að æfa utandyra þá er nóg til af góðum þjálfunaráætlunum á netinu sem þú getur prófað heima hjá þér. Gættu þess að endurskoða líkamsræktarrútínuna eftir því sem árstíðirnar breytast.
4. Bæta á D-vítamín birgðirnar
Það að kíkja út fyrir getur einnig aukið D-vítamín magnið í líkamanum og það fer vel saman við vorhreinsunina. Sólin er náttúrulega uppspretta D-vítamíns, en lífsstíll, aldur, notkun á sólarvörn, húðgerð og hvar þú býrð getur skert getu líkamans til að framleiða D-vítamín úr sólargeislum. Maturinn sem þú borðar getur einnig bætt við D-vítamínmagn líkamans, en nútímamataræði inniheldur gjarnan ófullnægjandi magn nauðsynlegra næringarefna. Láttu kanna magn næringarefna í líkamanum reglulega til að sjá hvort þörf sé á fæðubótarefnum á ákveðnum tímum árs.
BalanceOil+ frá Zinzino er náttúrulegt fæðubótarefni sem stillir af Omega-6:3 hlutfall líkamans með öruggum hætti og er uppspretta D3-vítamíns. BalanceOil+ stuðlar að eðlilegri starfsemi ónæmiskerfisins1, eðlilegu kalsíummagni í líkamanum2, eðlilegri frumuskiptingu3 og eðlilegri starfsemi beina4, vöðva5 og tanna6.
5. Nægilegur svefn
Fólk er að læra í auknum mæli um mikilvægi þess að fá nægilegan svefn. Það er hluti af heilsunni sem þarf að setja í forgang og tæki sem rekja svefn hjálpa fólki að skilja persónuleg gögn.
„Taktu til“ í svefnáætluninni þinni með því að líta á þetta sem heilagan tíma dags. Forðastu skjái í eða nálægt rúminu, bíddu og kláraðu að melta kvöldmatinn í að minnsta kosti þrjá tíma fyrir svefn, segðu nei við koffíni seinni hluta dags og reyndu að draga úr öllum streituvöldum þegar það fer að rökkva. Farðu í rúmið og vaknaðu á sama tíma á hverjum degi. Farðu yfir svefngögn og gerðu jákvæðar breytingar til að ná betri nætursvefni. Og það mikilvægasta er að ná sjö til níu klukkustundum af svefni á hverri nóttu.
6. Regluleg skoðun
Þú ættir að athuga með að bóka árlega skoðun hjá heilbrigðissérfræðingi. Líttu á þetta sem tækifæri til að styrkja sambandið við heimilislækninn eða tannlækninn frekar en að óttast þetta eða fresta þessu.
Vorhreingerning fyrir heilsuna
Út með það gamla og inn með það nýja. Þetta er ekkert ósvipað því hvernig við snúum dýnunum okkar við árlega, hreinsum úr búrinu eða skiptum út strigaskóm. Það er nefnilega mikilvægt að reyna að hreinsa burt óheilbrigða ávana í mataræði og lífsstíl. Nútímamataræði inniheldur óvenju mikinn sykur en skortir trefjar og mikilvægustu næringarefnin sem geta haft áhrif á frumuvirkni líkamans, sem hamlar upptöku nauðsynlegra næringarefna eða útskolun á úrgangsefnum líkamans. Því gæti verið að við þurfum öll á fæðubótarefnum að halda til að virkja raunverulegar breytingar djúpt innra með okkur, í frumunum, þörmunum og ónæmiskerfinu. Zinzino er ný vísindaleg bylting, alþjóðlegt vörumerki á sviði heilsu og vellíðunar sem sérhæfir sig í einstaklingsmiðaðri næringar- og heilsutækni sem byggir á lífmerkjagreiningu. ZinoGene+ byggir á flókinni samsetningu af þangi, túrmeriki, kersetíni úr laukum og eplum, pólýfenólum, C-vítamíni og sinki. Varan skolar út úr óstarfhæfum frumum sem safnast fyrir í líkömum okkar með tímanum, stuðlar að DNA-nýmyndun og frumuskiptingu7 og ver frumurnar fyrir oxunarálagi með óviðjafnanlegum hætti. Heildaráhrifin eru eins og djúphreinsun eða vorhreingerning fyrir líkamann. Lestu meira um ZinoGene+ og Zinzino vörulínuna af vísindalega prófuðum heilsuvörum sem eru hannaðar til að hjálpa þér að koma á jafnvægi og styðja við líkamann þinn innan frá.
* Þessar fullyrðingar hafa ekki verið metnar af bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitinu (Food and Drug Administration). Þessari vöru er ekki ætlað að greina, meðhöndla, lækna eða koma í veg fyrir nokkurn sjúkdóm.
Deila þessari síðu
Eða afrita hlekk