Filipe Pereira
Zinzino Independent Partner
Velkominn! Ég er sjálfstætt starfandi ráðgjafi þinn, hér til að leiðbeina þér á heilsuferðalaginu þínu.
Að halda blóðsykrinum eðlilegum í þágu betri heilsu
Blóðsykursheilbrigði er orðið mikilvægt lýðheilsumál um allan heim, sérstaklega á Vesturlöndum. Tíðni sykursýki hefur aukist gríðarlega og í dag þjást yfir 6,3% jarðarbúa eða 422 milljónir manna af sykursýki. Áður fyrr var sjúkdómurinn afar sjaldgæfur. Fólk átti ekki erfitt með að viðhalda eðlilegum blóðsykri fyrir iðnbyltinguna. Mannslíkaminn þróaðist jú eftir allt saman til að hámarka orku og næringargildi fæðu sem finnst í náttúrunni. Það er kaldhæðnislegt að matvælahagkerfið eftir iðnvæðingu hefur gert fæðu næringarsnauðari, mun auðfáanlegri, ríkari af hitaeiningum og stútfulla af sykri.
Mikilvægi heilbrigðs blóðsykurs
Blóðsykur er alltaf til staðar þar sem glúkósi gegnir því meginhlutverki að skila orku til frumanna. Eðlilegt blóðsykursgildi er HbA1c mæling undir 5,7% (39 mmól/mól). Hærra gildi er talið vera hækkað HbA1c og mæling yfir 6,5% (47 mmól/mól) er skilgreind sem sykursýki. Við þessi hærri gildi verður glúkósi eitraður fyrir mörg líffæri og lífeðlisfræðilega ferla. Insúlín er hormónið sem líkaminn losar til að lækka blóðsykursgildi og halda glúkósa í skefjum hjá heilbrigðu fólki. Þegar líkaminn getur ekki framleitt nóg insúlín, eða frumurnar verða ónæmar fyrir insúlíni, hækkar blóðsykurinn og helst hár. Glúkósi ræðst líka á insúlínframleiðandi frumur í brisi. Með tímanum verður það vítahringur sem flýtir fyrir þróun sykursýki. Sem betur fer er hægt að koma í veg fyrir að þessi hringrás hefjist og það er von fyrir marga að snúa við skertu sykurþoli áður en það þróast í sykursýki.
Heilsuáhrif hækkaðs blóðsykurs
Fyrstu merki og einkenni um hækkað HbA1c eru þreyta, höfuðverkur, andleg þoka, þorsti eða þörf á að pissa oft. Aðaláhrif langtímaárásar hás glúkósa á líkamann eru skemmdir á blóðrásarkerfinu. Þessar æðaskemmdir geta leitt til taugaskemmda, nýrnabilunar, skemmda á sjónhimnu sem getur leitt til blindu og fótáverka sem gróa ekki og geta leitt til aflimunar. Í áratugi hefur hár blóðsykur einnig verið tengdur hjartasjúkdómum, heilablóðfalli og vitrænni hnignun. Komið hefur í ljós að einstaklingar með háan blóðsykur hafa verulega lægri lífslíkur1.
Hvað er eðlilegt A1c gildi?
Eðlilegt blóðsykursgildi fyrir þá sem ekki eru sykursjúkir er HbA1c mæling á bilinu 4% til 5,6%. Viðbrögð hvers og eins við glúkósa eru mismunandi eftir aldri og öðrum þáttum. Mikilvægt er að hafa í huga að HbA1c er áætluð meðalútsetning fyrir glúkósa en ekki mæling á ákveðnum tímapunkti. Ólíkt blóðsykursmælum og prófunarstrimlum sem mæla blóðsykur beint á þeim tíma sem prófunin fer fram endurspeglar HbA1c mæling ekki öfgar blóðsykurssveiflna.
Hvað er hættulegt A1c gildi?
Þegar sykursýkisgreining hefur verið staðfest er markmiðið að halda gildinu undir 7% (undir 50 mmól/mól). Yfir þessum gildum getur hækkað HbA1c orðið hættulegt og valdið óafturkræfum, lífshættulegum kvillum með tímanum. Verulega hækkuð meðalgildi HbA1c yfir 9% (75 mmól/mól) getur leitt til hjartaáfalls eða heilablóðfalls, blindu, nýrnabilunar og aflimunar. Þar að auki eru bráð áhrif mjög hás blóðsykurs, eins og ketónblóðsýringar af völdum sykursýki, klínískt neyðartilvik og geta leitt til dás og dauða.
HbA1c mæling
HbA1c mæling er áhrifarík og nákvæm leið til að fylgjast með blóðsykri með tímanum. Bæði rannsóknarstofupróf og heimapróf mæla sykraðan blóðrauða sem hlutfall af heildarblóðrauða í rauðum blóðkornum. Sykur binst blóðrauða, þannig að með tímanum sýnir hann hversu mikill sykur var í blóðinu yfir 2-3 mánaða tímabil. Hægt er að mæla HbA1c á rannsóknarstofu í blóðprufu sem pöntuð er á heilsugæslu. En sífellt fleiri taka heilsuna í eigin hendur og taka blóðdropapróf heima hjá sér. Þegar það er tekið heima valdeflir það venjulegt fólk með því að veita því innsýn í hvernig líkami þess virkar og gefur því tæki til að átta sig á hvort blóðsykurinn sé heilbrigður fyrir heilbrigðari framtíð.
Mæling á langtíma-/meðalgildi A1c
Kosturinn við HbA1c prófið er að það mælir upptöku blóðrauða á tiltækum blóðsykri þegar hann er búinn til yfir ákveðinn tíma. Tímalengdin ræðst af rauðum blóðkornum sem lifa í um það bil 3 mánuði. Að taka meðaltal blóðsykursgilda úr einspunktsmælingum yfir sama tímabili væri kostnaðarsamt og erfitt. Það er vegna þess að blóðsykursgildi sveiflast mikið yfir daginn, jafnvel hjá heilbrigðu fólki. Fjöldi efnafræðilegra merkja vinnur að því að stjórna glúkósa með losun insúlíns eftir máltíðir og á ýmsum tímum dagsins vegna dægursveiflu líkamans2. Mæling á A1c gefur okkur meðaltalið og hefur þann einstaka kost að sýna langtímameðaltal blóðsykurs.
HbA1c próf Zinzino
Það sem gerir HbA1c próf Zinzino frábrugðið öðrum prófum er hin nýstárlega nálgun að nota spurningar um lífstíl í bland við niðurstöður blóðprufa. Vitas Analytical Services A/S annast greiningar á H1bA1c blóðdropasýnum Zinzino. Það er leiðandi aðili á heimsvísu á sviði blóðrannsókna og greinir blóðsýnin samkvæmt nákvæmri forskrift okkar. Zinzino setur síðan niðurstöðurnar í samhengi við yfirgripsmikið lífstílsmat. Lokaafurðin er skýrsla með einstaklingsmiðuðum ráðleggingum um mataræði, fæðubótarefni, hreyfingu og líkamsrækt. Heildræn nálgun okkar á HbA1c prófun veitir þér upplýsingar til að meta og ná stjórn á heilsunni þinni.
1. Hyperglycemia in diabetes
“Hyperglycemia in diabetes.” Mayo Clinic https://www.mayoclinic.org/diseases-conditions/hyperglycemia/symptoms-causes/syc-20373631 Accessed 31 July 2022
2. Mason IC, Qian J,
Mason IC, Qian J, Adler GK, Scheer F. 2020 Impact of circadian disruption on glucose metabolism: implications for type 2 diabetes. Diabetologia volume 63, pages 462–472 (2020) https://doi.org/10.1007/s00125-019-05059-6
Deila þessari síðu
Eða afrita hlekk