Renata Martinatová
Zinzino Independent Partner
Velkominn! Ég er sjálfstætt starfandi ráðgjafi þinn, hér til að leiðbeina þér á heilsuferðalaginu þínu.
Hvernig maður kemst í fremstu röð í rafkappakstri
Á meðan umheimurinn var að hægja á sér gerði slóvenski rafíþróttamaðurinn Jernej Simončič hið gagnstæða og stefndi hraðbyri á heimsmeistaramótið í #1 Formula Sim kappakstri. Langur afrekaferill hans í rafkappakstri er táknmynd nýrrar tegundar íþróttamanna, sérstaklega nú á tímum þegar „allt er rafrænt“. Þótt Jernej aki ekki hring eftir hring á raunverulegri kappakstursbraut þarf hann sama magn af andlegu þreki og snerpu sem kemur huganum í jafnvægi.
Hvaða verðlaun og viðurkenningar hefur þú hlotið?
Einn af sigrunum sem ég er hvað stoltastur af er að ná fyrsta sæti í RACE All-Star Sim Masters keppninni, þar sem ég keppti við rafökuþóra og alvöru ökumenn í fremstu röð. Þessi viðburður var haldinn þegar fyrstu umferð Formúlu 1 tímabilsins á árinu 2020 var aflýst vegna heimsfaraldursins. Annað eftirminnilegt afrek var 24 tíma Le Mans rafkappaksturinn sem var haldinn í stað hins fræga árlega kappaksturs. Ég átti hraðasta hringinn og liðið okkar endaði í öðru sæti í keppninni, aðeins 20 sekúndum á eftir sigurvegaranum.
Hefur þú mætt einhverjum áskorunum?
Þar sem ég er atvinnumaður í rafkappakstri voru fyrstu áskoranir mínar fjárhagslegar. Ég hafði ekki efni á hágæða búnaði. Sem betur fer tókst mér samt að vinna keppnir með ískrandi stól og hálfbrotnu stýri. Sigurganga mín þýddi að ég gat notað verðlaunaféð til að kaupa betri búnað sem hæfir atvinnumanni.
Kom upphaflega Omega-6:3 hlutfallið þitt þér á óvart? Hefur það breyst frá fyrstu mælingunni þinni?
Ég greindist með sykursýki fyrir 10 árum og síðan þá hef ég haft mikinn áhuga á næringarfræði. Ég borða vel og forðast mikið unnin mat, svo það kom mér á óvart þegar Omega-6:3 hlutfallið mitt reyndist ekki vera í jafnvægi.
Hvernig fréttir þú fyrst af Zinzino?
Stjórnendurnir hjá Burst E-Sport kynntu hugmyndina fyrst fyrir teyminu. Við erum alltaf að leita að nýjum leiðum til að bæta árangur okkar, bæði andlega og líkamlega.
Hvaða Zinzino vörur ertu að nota núna?
Ég tek BalanceOil+ og elska allar mismunandi bragðtegundirnar.
Hvernig hefur árangurinn þinn verið síðan þú byrjaðir að nota Zinzino?
Það hjálpar mér lífeðlisfræðilega að hafa gott Omega-6:3 hlutfall og nægjanlega góð DHA og EPA gildi til að verja mig gegn heilsufarsvandamálum sem hægt er að koma í veg fyrir, hvort heldur er nú og síðar á lífsleiðinni.
Hvers vegna ætti fólk að íhuga að taka BalanceOil?
Mér skilst að það sé aukin hætta á vandamálum með starfsemi hjartans og heilans ef Omega-6:3 hlutfallið er í ójafnvægi. Ég hef nú fundið árangursríka lausn sem virkar fyrir mig til að forðast þessi vandamál. Og já, allir geta notið góðs af þessu fæðubótarefni.
Eru þessar vörur einungis fyrir íþróttamenn?
Reyndar tel ég að BalanceOil+ geti haft afar jákvæð áhrif fyrir alla. Íþróttamenn þurfa bara að huga betur að því að viðhalda góðri heilsu.
Geturðu lýst upplifun þinni af Zinzino í einni setningu?
Ég elska hugarróna sem fylgir því að fá næringarefnin sem ég hafði áður vanrækt.
Sjáðu hvað er á næsta leyti fyrir Jernej og fylgstu með árangri hans með Zinzino. Fylgstu með honum á Instagram, Facebook, YouTube, og Burst E-Sport.
Fáðu innblástur af öllum merkisberum Zinzino.
Deila þessari síðu
Eða afrita hlekk