Jytte Myhlendorp
Viðskiptavinur Zinzino
Velkomin/n! Ég hef haft frábæra reynslu af vörunum mínum og ég held að þú munir elska þær líka. Láttu mig vita hvað þér finnst!
Uppgötvaðu leynivopnið sem býr í fljótandi gulli náttúrunnar.
Pólýfenólar eru gulls ígildi. Leynivopnið í fljótandi gulli náttúrunnar.
Pólý-hvað, kynnir þú að spyrja? Þeir eru ekki beinlínis á allra vörum og því þarftu ekki að skammast þín þótt þú kannist ekki við undraverða eiginleika pólýfenóla. Pólýfenólar eru einfaldlega snefilefnin sem við fáum í gegnum ákveðin matvæli sem eru að stofni til úr plöntum. Þeir eru náttúruleg efnasambönd sem verja plöntunar gegn skemmdum og búa yfir öflugum andoxunareiginleikum sem geta haft jákvæð áhrif á heilsu mannfólks líka. Ofurfæðan úr Miðjarðarhafinu – hrein extra virgin ólífuolía – er stútfull af pólýfenólum.
Pólýfenólar eru þekktir fyrir hlutverkið sem þeir gegna við að verja líkamann gegn oxunarálagi sem stafar af álagsvöldum í umhverfinu á borð við mengun og steiktan mat sem valda myndun sindurefna í líkömum okkar. Andoxunarefni geta gert þessi skaðlegu sindurefni óvirk og komið í veg fyrir að þau skemmi frumurnar okkar. Ein leið til að auka magn andoxunarefna í líkamanum er að neyta meira af ávöxtum, grænu grænmeti, trefjaríkum mat og extra virgin ólífuolíu. En það er ekki áhlaupaverk og flestir fá minna en helming af ráðlögðum dagskammti næringarefna úr fæðunni sinni.
Pólýfenólar gefa líka ávöxtum og grænmeti sinn sterka lit
Það gæti einnig verið gagnlegt að vita að til eru meira 8.000 tegundir pólýfenóla, þ.á.m. flavonóíð og fenólsýrur. Þær síðastnefndu fyrirfinnast í miklu magni í fræjum og húð ávaxta og laufblöðum grænmetis. Flavonóíð er sú gerð pólýfenóla sem er að finna í mestu magni í mataræði manna og það eru einnig þau sem veita ávöxtum, grænmeti og blómum sína sterku liti. Flavonóíð er að finna í laukum, bláberjum, spergilkáli, jarðarberjum, vínberjum og rauðkáli. Magn og gerð pólýfenóla er mismunandi eftir matvælum og fer m.a. eftir uppruna og þroska og hvernig þau voru ræktuð, flutt, geymd og útbúin.
Kjarninn í Miðjarðarhafsmataræðinu í flösku
Ein matvælategund inniheldur sérstaklega mikið af pólýfenólum og hún er líka ein auðugasta fituuppspretta náttúrunnar – og er þess vegna stundum kölluð fljótandi gull. Extra virgin ólífuolía er ofurfæða Miðjarðarhafsins, enda er hún stútfull af pólýfenólum sem er að finna í ólífualdinmauki og skila sér i olíuna eftir pressun. Það er þess vegna sem framleiðsluferli extra virgin ólífuolíu er svo mikilvægt og hvers vegna þú ættir að passa þig á að velja aðeins alvöru extra virgin ólífuolíu sem er framleidd með sömu grundvallaraðferðum og hafa verið notaðar frá ómuna tíð: Það þarf að uppskera ólífurnar, þvo þær, mylja þær í mauk, skilja maukið frá vökvanum og skilja svo vatnið frá olíunni án þess að nota nokkur íðefni eða leysiefni, og þannig tryggja að innihald pólýfenóla skerðist sem minnst.
Tengingin milli ólífuolíu, fisklýsis og pólýfenóla
Nú veistu að hrein extra virgin ólífuolía, sem framleidd er á réttan hátt, er auðug uppspretta náttúrulegra andoxunarefna sem líka kallast pólýfenólar. Þú veist að extra virgin ólífuolíur geta verið ólíkar að gæðum og að þú ættir alltaf að kaupa olíu sem er merkt „high phenolic olive oil“, því það segir þér að hún sé auðug af nauðsynlegum pólýfenólum. Lestu meira um hið viðkvæma framleiðsluferli alvöru extra virgin ólífuolíu og byltingarkenndu nýju vöruna sem inniheldur 30 sinnum meira af lífvirkum andoxunarefnum en venjuleg ólífuolía hérna((https://zinzino.blog/what-makes-olive-oils-different/))
Vísindalega prófaða Polyphenol Omega Balance fæðubótarefnið
Því fylgja einnig ótvíræðir og tiltölulega óþekktir kostir að sameina pólýfenóla í extra virgin ólífuolíu við lýsi – hefðbundið fæðubótarefni sem inniheldur Omega-3. Þetta eru nauðsynlegar fitusýrur sem líkaminn getur ekki framleitt sjálfur og er helst að finna í hinum ýmsu tegundum feitfisks. Þar sem flest okkar geta fengið nógu mikið af þessum nauðsynlegu sýrum í gegnum fæðuna ættum við að beita tvíþættri nálgun sem byggir á inntöku fæðubótarefnis sem er auðugt af Omega-3 pólýfenólum.
BalanceOil+ er náttúrulegt Polyphenol Omega Balance fæðubótarefni sem sker sig úr vegna einstakrar blöndu pólýfenóla úr ólívum, Omega-3 og D3-vítamíns. *Hún er örugg leið til að koma jafnvægi á EPA + DHA gildin og viðhalda góðu Omega-6:3 jafnvægi í líkamanum og vernda um leið frumurnar gegn oxun. Hún inniheldur úrvalsblöndu af olíum úr villtum smáfiski og hágæða extra virgin ólífuolíu. Þú getur lesið meira um jákvæð heilsufarsleg áhrif þess að koma líkamanum aftur í jafnvægi hérna((https://zinzino.blog/omega-balance-food-supplement/))
Byrjaðu á að taka BalanceTest prófið til að komast að raun um hvert núverandi Omega-6:3 hlutfall þitt er og síðan aftur eftir 120 daga til að fylgjast með árangri þínum. Nákvæmar upplýsingar um fitusýrustöðuna þína nýtast sem mælikvarði á Heilsuþrennu, en það er sérsniðin persónubundin næringaráætlun sem kortleggur þarfir þínar á grundvelli Omega-6:3 hlutfallsins þíns.
*Þessar fullyrðingar hafa ekki verið metnar af bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitinu (Food and Drug Administration). Þessari vöru er ekki ætlað að greina, meðhöndla, lækna eða koma í veg fyrir nokkurn sjúkdóm.
Deila þessari síðu
Eða afrita hlekk