Cart
Shopping cart

Mirjam Heinbach

Zinzino Independent Partner

Velkominn! Ég er sjálfstætt starfandi ráðgjafi þinn, hér til að leiðbeina þér á heilsuferðalaginu þínu.

Uppskriftir • miðvikudagur, 3. mars 2021 • 2 min

Uppskrift að meinhollum djús sem bætir meltingu

By Zinzino

Þemba. Hún er pirrandi, neyðarleg og oft alveg óskiljanleg. Er það maturinn sem þú borðar, álag, of mikið kaffi, ekki nóg af einhverju öðru…? Það er ekki auðvelt að átta sig á því.

Before you jump to conclusions and

Áður en þú hrapar að ályktunum og skellir skuldinni á glúten skaltu gera þennan djúshluta af morgunrútínunni þinni til að bæta meltinguna. Ef þú hefur þurft að glíma við einhver af neðangreindum vandamálum er þetta lausnin fyrir þig.

  • Átt erfitt með að passa í gallabuxurnar í lok dagsins (af engri sérstakri ástæðu)
  • Átt erfitt með að fara á klósettið reglulega
  • Magaverkur og bara almenn vanlíðan eftir máltíðir

Meltingarbætandi djús

Hér er uppskriftin:

  • 1/2 banani
  • 125 ml af hindberjum
  • 1/4 lárpera
  • 250 ml af ósykraðri möndlumjólk (eða annarri mjólk að eigin vali)
  • 80 ml hrein grísk jógúrt
  • 5 ml rifið engifer
  • 125 ml af ísmolum
  • 2 ausur af ZinoBiotic+.

Blandaðu vel, helltu í glas og stráðu yfir chia-fræjum sem eru trefjarík og „fóðraðu“ þarmaflóruna.

Á meðal innihaldsefna í þessum meltingarbætandi djús eru bananar en þeir eru auðugir af kalín og magnesíum sem er gott fyrir meltingarkerfið. Hindber innihalda trefjar og vatn sem styður við heilbrigðan meltingarveg (og spornar gegn hægðatregðu), á meðan lárperur eru næringarríkar og innihalda lítið magn ávaxtasykurs, og eru því ólíklegri til að valda vindgangi.

Grísk jógúrt er framleitt með gerjun og er þekkt fyrir að hafa jákvæð áhrif á meltingu. Það inniheldur gnótt bætibaktería sem styrkja meltingarveginn með því að fjölga „góðgerlum“ og er því góð viðbót við djús sem er hannaður til að bæta meltingu. Og engifer, sem er þekkt lækningajurt, vinnur gegn skaðlegum örverum. Með öðrum orðum hjálpar engifer við að skapa umhverfi sem stuðlar að vexti góðra örvera.

Rétt er að forðast að bæta sætuefnum við þessa öflugu blöndu, því vitað er að þau geta valdið magaverk. Vertu með lista yfir „samþykkt“ matvæli við höndina sem þú getur leikið þér með og endurskapaðu þennan meltingarbætandi djús eftir þínu höfði. Á þann lista mætti til dæmis setja dökkt súkkulaði, hunang, kombucha te, perur, epli, gulrætur, rauðrófur og hafra. Til að auðvelda meltingu skaltu reyna að velja trefjaríka fæðu. Trefjar stuðla að mettun (sem getur hjálpað til við stjórnun matarlystarinnar) auk þess að draga úr þembu.

Þessi djús bragðast svo vel að þú gleymir að hann er sérstaklega hannaður til að bæta meltingu

Njóttu þessarar ofurfæðu í meltingarbætandi drykk, sem er enn hollari en ella þökk sé ZinoBiotic+. Um er að ræða náttúrulega trefjablöndu sem stuðlar að heilbrigðri meltingu með því að auka vöxt góðgerla*. Trefjaefnin átta efnaskiptast í meltingarveginum yfir ákveðinn tíma sem styður vöxt góðgerla.*

Borðaðu næringarríkt fæði, gerðu þennan djús hluta af daglegri rútínunni þinni og „fóðraðu“ þarmana þína vel. Þú sérð ekki eftir því! Smelltu hérna til að sjá fleiri frábærar hugmyndir að uppskrifum.

* These statements have not been evaluated by the Food and Drug Administration. This product is not intended to diagnose, treat, cure, or prevent any disease.