Cart
Shopping cart

Christine Wörl

Zinzino Independent Partner

Velkominn! Ég er sjálfstætt starfandi ráðgjafi þinn, hér til að leiðbeina þér á heilsuferðalaginu þínu.

Heilsa • miðvikudagur, 5. apríl 2023 • 3 min

Kostir Miðjarðarhafsmataræðisins útskýrðir

By Zinzino

Ef þú gúglar „Miðjarðarhafsmataræði“ munt þú gleyma í smástund að þetta er í raun og veru mataræði. Vinsæll Miðjarðarhafsmatur er litríkur og lítur vel út á Instagram með ráðlögðu magni af grænmeti, baunum og kjöti (og ekki má gleyma ávöxtunum). Þetta mataræði einkennist af heilkorni, ávöxtum og grænmeti, fiski og sjávarfangi og auðvitað ólífuolíu.

Kostir þess að fylgja Miðjarðarhafslífsstíl 

Miðjarðarhafslífsstíll er fólginn í heildrænni nálgun á mat og næringu og máltíðirnar eru búnar til í kringum plöntur, ekki kjöt. Mjólkurvörur, egg, fuglakjöt og sjávarfang eru lykilatriði í hollu Miðjarðarhafsmataræði, og rautt kjöt er borðað af og til. Ólífuolía og fiskur eru grunnstoðir þessa mataræðis og bjóða upp á nóg af hollri fitu.

Auðvelt er að fylgja reglum „mataræðisins“ vegna þess að maturinn er svo góður - diskurinn er fullur af avókadó, laxi, berjum, fræjum, baunum, tómötum, appelsínum og hnetum.

Reglur Miðjarðarhafsmataræðis eru einfaldar:

  • Dagleg neysla grænmetis, ávaxta, heilkorns og hollrar fitu
  • Vikuleg neysla fisks, fuglakjöts, bauna og eggja
  • Mjólkurvörur í hóflegu magni
  • Takmörkuð neysla á rauðu kjöti.

Ólífuolía og Miðjarðarhafsmataræðið

Segja má að extra virgin ólífuolía sé kjarninn í Miðjarðarhafsmataræði. R.E.V.V.O. er extra virgin ólífuolía sem inniheldur 30 sinnum meira af lífvirkum andoxunarefnum en venjuleg ólífuolía. R.E.V.V.O er hönnuð til að styðja við vegferð þína að betri heilsu og veitir öll náttúrulegu efnasamböndin sem er að finna í Omega-9 olíu.

Hún er ekki bara góð á salatið. R.E.V.V.O stuðlar að viðhaldi eðlilegra kólesterólgilda í blóði* og verndar fituefni* gegn oxunarálagi. Settu kraft i Miðjarðarhafslífsstílinn þinn með einstakri ólífuolíu.

Hvað er Miðjarðarhafsmataræði í reynd?

Þessi leið til að borða og lifa á sér djúpar rætur og kallar líklega fram myndir af löngum, afslappandi máltíðum með vinum og fjölskyldu. Þetta er mikilvægt atriði vegna þess að mataræðið snýst í raun um að borða saman, að nota fersk hráefni sem koma stutt að, og að vera virkur og lifa einföldu lífi. Þetta er ákveðið lífsviðhorf sem hefur áhrif á daglegt líf og hvernig þú nærir líkamann.

Að borða eins og fólk við Miðjarðarhafið:

  • Reyndu að borða 7-10 skammta af ávöxtum og grænmeti á hverjum degi
  • Skiptu yfir í heilkorn
  • Notaðu holla fitu eins og ólífuolíu
  • Borðaðu ferskan fisk tvisvar í viku og minnkaðu neyslu á rauðu kjöti
  • Njóttu mjólkurafurða, eins og fitusnauðs grísks jógúrts
  • Notaðu krydd í staðinn fyrir salt.

Hollar Miðjarðarhafsuppskriftir og hugmyndir

Í morgunmat er upplagt að fá sér ristað heilhveitibrauð með avókadó, reyktum laxi og soðnu eggi, enda er það gott fyrir bæði hjartað og bragðlaukana. Stráðu yfir handfylli af grænsprettum.

Í  hádeginu mælum við að þú eldir falafelkúlur ásamt grænum baunum, heilhveitikúskús, muldum fetaosti, ólífum og tahinisósu.

Í kvöldmat er síðan tilvalið að halda áfram með litríka þemað og fá sér rækjur og laukspagettí. Það er létt, með sítrónukeim og veitir þér trefjar og Omega-3.

Talandi um nauðsynlegar fitusýrur, þá eru Omega-3 fitusýrur afar mikilvægar fyrir heilsuna (og líkaminn framleiðir þær ekki sjálfur). Upplagt er að nota  Omega-3 Balance vörur Zinzino til að styðja við Miðjarðarhafsmataræðið þitt.

Þessi blanda fisks og ólífuolíu veitir 15 EFSA-samþykkt jákvæð heilsuáhrif, þ.á.m. eðlilega starfsemi heila, hjarta og ónæmiskerfis . Taktu fyrst  prófið  sem mælir Omega-6:3 hlutfallið þitt og skoðaðu niðurstöðurnar þínar eftir 120 daga.

Tími fyrir miðdegisblund! Þótt þú munir reyndar ekki finna fyrir eins mikilli þreytu í eftirmiðdaginn og áður. Veittu líkamanum orku með hollu og ljúffengu Miðjarðarhafsmataræði… og bættu við BalanceOil og R.E.V.O.O frá Zinzino.

* Þessar fullyrðingar hafa ekki verið metnar af bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitinu (Food and Drug Administration). Þessari vöru er ekki ætlað að greina, meðhöndla, lækna eða koma í veg fyrir nokkurn sjúkdóm.

1. Oleic acid

Olíusýra (Omega-9) er ómettuð fita. Að neyta ómettaðrar fitu í stað mettaðrar fitu stuðlar að því að viðhalda eðlilegum kólesterólgildum í blóði.

2. Olive oil polyphenols

Pólýfenólar í ólífuolíu stuðla að verndun fituefna í blóðinu gegn oxunarálagi: Að skipta mettaðri fitu í mataræði út fyrir ómettaða fitu stuðlar að viðhaldi eðlilegra kólesteról-gilda í blóði. Olíusýra er ómettuð fita. Þessa fullyrðingu má aðeins nota um ólífuolíu sem inniheldur a.m.k. 5 mg af hýdroxýtýrósóli og afleiðum þess (þ.e. ólevrópein efnasambönd og týrósól) í hverjum 20 g af ólífuolíu. Fullyrðingin krefst þess að neytandinn sé upplýstur um að jákvæðu áhrifin fáist með daglegri inntöku á 20 g af ólífuolíu.

3. DHA contributes to the maintenance of normal brain

DHA stuðlar að því að viðhalda eðlilegri heilastarfsemi. Fullyrðinguna má aðeins að nota um matvæli sem innihalda a.m.k. 40 mg af DHA í hverjum 100 g og fyrir hverjar 100 kkal. Fullyrðingin krefst þess að neytandinn sé upplýstur um að jákvæðu áhrifin fáist með daglegri inntöku á 250 mg af DHA. Inntaka dókósahexensýru (DHA) mæðra stuðlar að eðlilegum heilaþroska hjá fóstrum og börnum sem eru á brjósti. Veita skal barnshafandi konum og konum með börn á brjósti upplýsingar þess efnis að dagleg inntaka DHA þurfi að vera 200 mg til viðbótar við ráðlagðan dagskammt af Omega-3 fitusýrum fyrir fullorðna, þ.e. 250 mg af DHA og EPA. Þessa fullyrðingu má aðeins nota um matvæli sem innihalda a.m.k. 200 mg dagskammt af DHA.

4. DHA and EPA contribute to the normal function of the heart

EPA og DHA stuðla að eðlilegri hjartastarfsemi. Þessa fullyrðingu má aðeins nota um matvæli sem innihalda a.m.k það magn af EPA og DHA sem tilgreint er í fullyrðingunni INNIHELDUR Omega-3 FITUSÝRUR samkvæmt upptalningu í Viðauka við reglugerð (EB) nr. 1924/2006. Fullyrðingin krefst þess að neytandinn skuli upplýstur um að jákvæðu áhrifin fáist með daglegri inntöku á 250 mg af EPA og DHA.

5. Vitamin D contributes to immune system

D-vítamín stuðlar að eðlilegri starfsemi ónæmiskerfisins. Fullyrðinguna má aðeins nota um matvæli sem innihalda a.m.k. það magn D-vítamíns sem tilgreint er í fullyrðingunni INNIHELDUR D-vítamín samkvæmt upptalningu í viðauka við reglugerð (EB) nr. 1924/2006