Bjorn Torgerson
Viðskiptavinur Zinzino
Velkomin/n! Ég hef haft frábæra reynslu af vörunum mínum og ég held að þú munir elska þær líka. Láttu mig vita hvað þér finnst!
Uppgötvaðu leyndarmálið að baki líferni í jafnvægi
Uppgötvaðu leyndarmálið að baki líferni í jafnvægi
Láttu ekki tilviljun ráða för þegar kemur að því að bæta heilsuna
Enginn er eins og þú. Leiðin að lífi í jafnvægi er ekki vörðuð skyndilausnum sem hentar öllum. Það er mjög persónulegt ferðalag og við erum hér til að vísa þér veginn.
Að hverfa frá næringarráðgjöf sem byggir á ágiskunum og byggja frekar á prófbyggðri næringarráðgjöf er kjarninn í því sem við gerum. Þess vegna eru náttúrulegu, vísindalega sönnuðu fæðubótarefnin okkar sérsniðin fyrir þig. Og þess vegna munum við alltaf veita þér skriflega sönnun fyrir því að þau séu að gera það sem þeim er ætlað.
Prófbyggð næring - hvers vegna?
Lærðu um vörur okkar og viðskiptatækifæri í samhengi við vísindi og rannsóknir hjá alþjóðlegu fyrirtæki, sem hefur getu og vilja til að deila niðurstöðum okkar og efla heilsu allra.
Grunnhugmynd okkar
Við komum jafnvægi á líkamann innan frá
Heilsan þín er persónuleg. Ekki háð ágiskunum
„Við höfum endurskilgreint hugmyndina um Omega fæðubótarefni og gjörbylt fiskolíuiðnaðinum“
Örjan Sæle, stofnandi
Leiðin að betri heilsu er persónulegt ferðalag
Prófbyggð næring vísar veginn
Byggt á norskum grunni
Við nýtum náttúruna, vísindin og mannlegt hugvit
Við leggjum okkar af mörkum til að bæta líf fólks. Þess vegna byggir allt sem við gerum á bestu náttúrulegu hráefnunum, nýjustu vísindunum og sameiginlegri reynslu og þekkingu lækna, rannsóknaraðila og helstu sérfræðinga á sviði heilsu. Vísindalegt ráðgjafaráð okkar er heilinn að baki prófbyggðri næringarstefnu okkar. Vandlega valið fagfólk sem er fremst á sínu sviði þegar kemur að hollustu og heilsu í dag.
Okkar mikilvægu samstarfsaðilar
Vitas
Vitas er brautryðjandi á sviði notkunar blóðdropasýna og er viðurkennt sem leiðandi aðili á því sviði. Vitas er GMP-vottuð rannsóknarstofa sem leigir út þjónustu sína til efnagreininga og er með 25 ára reynslu af því að framkvæma hágæða, sérsniðnar litskiljunargreiningar sem byggja á nýjustu þekkingu og tækni. Vitas á rætur að rekja til Institute of Basic Medical Sciences í háskólanum í Osló, sem er stærsta stofnun á sviði næringar í allri Evrópu. Fyrirtækið hefur verið samstarfsaðili Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar sem og Olympia Toppen rannsóknarmiðstöðvarinnar í Noregi.
Vitas
Faun Pharma AS
Faun Pharma AS var stofnað árið 2001 og annast framleiðslu fæðubótarefna, hollustumatvæla, íþróttamatvæla og snyrtivara fyrir ýmis þekkt fyrirtæki. Í dag er Faun í eigu Zinzino, og það er einmitt þar sem margar af vörum Zinzino eru framleiddar.
Faun Pharma AS
Helstu viðurkenningar okkar
Vottanir, alþjóðlega viðurkenndir gæðastimplar og aðrar viðurkenningar sem við höfum hlotið fyrir að leggja áherslu á úrvalsgæði og sjálfbær vinnubrögð.
Deila þessari síðu
Eða afrita hlekk