Cart
Shopping cart

Marina Marin

Viðskiptavinur Zinzino

Velkomin/n! Ég hef haft frábæra reynslu af vörunum mínum og ég held að þú munir elska þær líka. Láttu mig vita hvað þér finnst!

Heilsa • föstudagur, 31. mars 2023 • 4 min

Hvað eru jurtaefni (e. phytonutrients) og hvað gera þau?

By Zinzino

Þegar kemur að næringu er mikið talað um undirstöðufrumefni og snefilefni en minna um annan mikilvægan þátt: jurtaefni. Þessi efnasambönd finnast náttúrulega í plöntum og hafa fjölbreytt jákvæð heilsufarsleg áhrif þegar við neytum þeirra, sem gerir þau að mikilvægum þætti í góðu mataræði.

 Forskeytið „Phyto“ kemur úr grísku og merkir „tengist plöntum“. Jurtaefni, eins og nafnið gefur til kynna, eru næringarefnin sem finnast í plöntum. Til eru yfir 25.000 ólíkar gerðir þessara efna sem líka eru kölluð plöntuefni – og eflaust mörg fleiri sem enn á eftir að uppgötva. 

 Í plöntum eru jurtaefni fyrsta varnarlínan gegn ógnum eins og skordýrum, sveppum og sólarljósi. Þau hafa líka áhrif á eiginleika eins og bragð, lykt og lit, gera tómata rauða og gera hvítlauk að verstu martröð lyktarhræddra (þeirra sem hafa sérstaka andúð á sterkri lykt). 

En hvað gera jurtaefni eiginlega fyrir okkur mannverurnar? Fjölmargt. Þótt þau séu ekki nauðsynleg til að komast af eins og hin heilaga þrenning undirstöðufrumefna, vítamína og steinefna, þá eru þau mikilvæg fyrir góða heilsu.

Hver eru jákvæð áhrif jurtaefna?

Hver gerð jurtaefna er einstök og hefur sín sérstöku jákvæðu áhrif á heilsuna, en stór hluti af sameiginlegum ofurkrafti þeirra er fólginn í andoxunarefnum og bólgueyðandi eiginleikum sem hjálpa til við að vernda frumurnar í líkama okkar, efla ónæmiskerfið og stuðla að heilbrigðri öldrun. Neysla jurtaefna getur dregið úr hættu á ýmsum langvinnum sjúkdómum en einnig komið í veg fyrir sýkingu af völdum baktería og vírusa. 

Jurtaefni eru stór þáttur í því hvers vegna ávextir og grænmeti eru talin vera svo mikilvæg fyrir heilsuna, en þar sem vísindamenn eru enn að reyna að skilja þau betur á enn eftir að afhjúpa að fullu áhrif þeirra á mannslíkamann.

Matvæli sem innihalda jurtaefni

Jurtaefni er að finna í ávöxtum og grænmeti auk annarra tegunda matvæla úr jurtaríkinu. Þar sem jurtaefni ráða lit plantna finnast þau venjulega í meira mæli í litríkum ávöxtum og grænmeti. Neysla jurtaefna snýst ekki aðeins um það sem þú borðar, heldur líka hvernig þú matreiðir það. Þótt ólíkar matreiðsluaðferðir henti ólíkum gerðum jurtaefna er yfirleitt ráðlegt að nota minna af vökva og stytta eldunartímann. Notaðu fjölbreyttar aðferðir á borð við gufusoðningu, hræristeikingu og snöggsoðningu. Þessi efnasambönd skiptast í nokkra mismunandi flokka og má þar helst nefna:

Karótenóíð

Litarefni í plöntum sem eru ástæðan fyrir fjölbreyttum litum þeirra. Þau er að finna í: 

  • Rauðum og (í minna mæli) gulum tómötum
  • Appelsínum 
  • Graskerum
  • Spínati
  • Grænkáli
  • Sætum kartöflum
  • Gulrætur

Ellagínsýru

Gul hindber eru sérstaklega auðug af ellagínsýru. Hana er líka að finna í:

  • Brómberjum
  • Múltuberjum
  • Granateplum
  • Jarðarberjum
  • Vínberjum
  • Valhnetur
  • Pekanhnetum

Glúkósínólat

 Þessi efnasambönd sem innihalda brennistein finnast í krossblómagrænmeti og bera ábyrgð á sterkum ilm og bitru bragði þess. Þau eru algeng í:

  • Spergilkál
  • Rósakáli
  • Blómkáli
  • Hvítkáli
  • Blaðkáli
  • Sinnepi

Flavonóíði

Til eru yfir 5.000 mismunandi gerðir þessara blómalitarefna og þær eru einn stærsti hópur jurtaefna. Matvæli sem eru auðug af flavonóíðum eru til dæmis:

  • Steinselja
  • Epli
  • Kaffi
  • Laukur
  • Grænt og svart te
  • Sítrusávextir
  • Sojabaunir

Resveratról

Er að finna í húð vínberja og víni. Sumir telja að skýringuna á góðri heilsu Frakka sem drekka reglulega vín, megi rekja til þessara jurtaefna. Resveratról er einnig að finna í:

  • Jarðhnetum (og hnetusmjöri)
  • Jarðarberjum
  • Pistasíuhnetum
  • Bláber
  • Dökku súkkulaði

Plöntuestrógeni

Góðar uppsprettur plöntuestrógens eru til dæmis:

  • Soja
  • Appelsínur
  • Spergilkál
  • Belgjurtir / baunir
  • Línfræ
  • Kaffi

Jurtaefni í fæðubótarefnum

Til eru mörg fæðubótarefni sem geta hjálpað við að auka neyslu jurtaefna, allt frá hylkjum og töflum til dufts og vökva. Þetta getur verið góður kostur fyrir þá sem eiga í erfiðleikum með að fá nóg í gegnum mataræðið eða upplifa aukaverkanir eins og uppþembu, kviðverki eða gas þegar þeir gera það.

Þar sem vísindaleg þekking á jurtaefnum er enn frekar takmörkuð miðað við önnur næringarefni lúta þessi fæðubótarefni ekki eins skýrum reglum og margar aðrar gerðir fæðubótarefna, og fyrir vikið er nokkuð um óhreinar og óskilvirkar vörur á markaðnum. Enn fremur benda rannsóknir til þess að jurtaefni frásogist betur þegar þeirra er neytt í bland við önnur næringarefni. Þess vegna þróuðum við Xtend+ – náttúrulegt vegan fæðubótarefni sem inniheldur úrvalsblöndu snefil- og jurtaefna sem hafa samverkandi áhrif og veita þér alla kosti hvers innihaldsefnis. Innihaldsefnin sem eru sameinuð í Xtend+ hafa margvíslegan ávinning. Þau hafa áhrif á frumur, líffæri og vefi í líkamanum, stuðla að heilbrigðri starfsemi beina og liða, auknu orkustigi og öflugu ónæmiskerfi.

 ZinoGene+ , sem einnig er stútfullt af jurtaefnum, byggir á flókinni formúlu senólýtískra efnasambanda, fucoidan (náttúrulegrar fjölsykru úr þangi) pólýfenóla (jurtaefna með öfluga andoxunareiginleika), C-vítamíns og sinks til að styðja við DNA nýmyndun og frumuskiptingu ásamt því að veita vörn gegn oxunarálagi. Þetta hjálpar til við að stuðla að heilbrigðu öldrunarferli og virku ónæmiskerfi. Zinogene+ inniheldur aðeins innihaldsefni í hæsta gæðaflokki til að tryggja hámarks lífaðgengi og virkni.