Cart
Shopping cart

Percy Klaesson

Viðskiptavinur Zinzino

Velkomin/n! Ég hef haft frábæra reynslu af vörunum mínum og ég held að þú munir elska þær líka. Láttu mig vita hvað þér finnst!

Heilsa • þriðjudagur, 12. janúar 2021 • 4 min

Taktu fæðubótarefni sem eru sniðin að þínum þörfum.

By Zinzino

Tími til kominn að huga að þínum þörfum. Og já, það gildir um fæðubótarefnin þín líka.

Það fer ekki á milli mála. Allt er að verða einstaklingsmiðað. Hvort sem um ræðir sérsniðna Nike skó, einstaklingsmiðaðar tillögur að heimildarmyndum á Netflix eða tæki sem fylgjast samtímis með því hvert þú ferð og hvað þú ert að gera. Svo ekki sé minnst á veitingastaðina sem bregðast við öllum sérþörfum okkar á sviði matar og drykkjar. Tímabilið „Valdið er mitt“ er tímanna tákn og við erum orðin vandlátir og reynslumiklir kaupendur sem kaupa það ekki lengur að ein stærð passi öllum. Sérstaklega þegar kemur að því hvað við setjum ofan í okkur.

Tími einstaklingsmiðaðrar verslunar er kominn og það er þróun sem er komin til að vera. Bandarísk rannsókn á neytendahegðun frá árinu 2018 sýndi að 80% prósent okkar erum líklegri til að kaupa vörur sem eru markaðssettar til að mæta einstaklingsbundum þörfum okkar1, og það er breyting sem er allsráðandi. Við höfum þurft að hlusta á síbylju markaðsskilaboða sem eru ætlaðar fjöldanum og koma okkur lítið við alltof lengi og höfum í reynd verið forrituð til að vantreysta því sem fyrirtæki segja okkur. Í dag sjá flest okkar strax í gegnum söluræðu afgreiðslufólks og við pössum okkar á að fá álit einhvers sem við treystum og virðum áður en við göngum að kaupum. Hvort sem það er frændi, kærasta, uppáhalds reikningurinn á Instagram, sjónvarpsfólk eða jafnvel þeir sem útbúa myndskeið á TikTok.

Beina, einstaklingsmiðaða verslunarupplifunin er komin til að vera

Í dag eru fyrirtæki á öllum mörkuðum farin að hætta að nota heildsala og smásala sem milliliði og vilja í staðinn tala við – og selja – okkur beint, hinum verðmætu viðskiptavinum þeirra. Nike var eitt fyrsta fyrirtækið til að fara inn á þessa braut og nú er þetta alþjóðlega stórfyrirtæki í fararbroddi þeirrar þróunar (og það langt á undan flestum öðrum!)2 sem felst í því að selja vörur í síauknum mæli beint til neytenda í stað þess að nota verslanir sem milliliði.

Þessi þróun er þó ekki alveg ný af nálinni. Einstaklingsmiðuð verslun var kjarninn í viðskiptalíkani beinnar sölu löngu áður en internetið kom til sögunnar. Bein sala, sem hefur verið til í hartnær fimmtíu ár, er nú talin vera sú dreifingaraðferð sem er í mestum vexti í heiminum3 og víst má telja að hún verði risi sem vaxi hraðar en nokkur önnur verslunaraðferð. Leyndarmálið? Að hverfa einfaldlega frá notkun nafnlausra verslunarrýma og bjóða í staðinn vörur og þjónustur af hálfu sölufulltrúa í samfélagi sem nýtur trausts og sem fólki finnst vera ósvikið og persónulegt. Og núna, á öld stafrænnar tæknivæðingar, er þessi sama persónulega þjónusta aðgengileg á netinu með því einu að smella á hnapp, en það er breyting sem er sérstaklega mikilvæg á sviði heilsu og velferðar, því leiðin að góðri heilsu er svo persónubundin.

Það dugar ekki að nota bara einhverja fjöldaframleidda vítamínblöndu

Á okkur dynja markaðsskilaboð um hvað við eigum að borða til að grennast og hvernig við eigum að hreyfa okkur til að komast í form og líða vel. Valið er yfirþyrmandi og það er nær ómögulegt að átta sig á hvað sé rétt og hvað ekki, og því er óhjákvæmilegt að fólk spyrji sig: „Mun þetta raunverulega hafa jákvæð áhrif á líkamann minn, á líf mitt?“

Við erum líka að komast í æ betri skilning um það að nútímalegt mataræði veitir okkur ekki þau vítamín og steinefni sem við þurfum á að halda. Af því leiðir að nú er mikið lagt upp úr því hvaðan maturinn kemur og hvert næringarlegt innihald hans sé, sem hefur komið næringu í sviðsljósið. Nú er það orðin dagleg rútína margra að taka inn fæðubótarefni sem viðbót við venjulega fæðu. En vegna þess að líkamar okkar allra eru ólíkir getur verið bæði dýrt og árangurslítið að labba inn í næstu heilsuvöruverslun og velja einhverja fjöldaframleidda krukku með vítamínblöndu. Fæðubótarefni verður að sníða að persónulegu mataræði og venjum okkar og taka mið af lífsstíl, þörfum og óskum hvers og eins.

Náttúra, vísindi og tækni í þína þágu

Allt sem við neytum miðast við einstaklingsbundnar þarfir okkar og það sama á við um það sem við setjum ofan í okkur. Rétt eins og sá tími er liðinn þar sem við söfnuðumst fyrir framan sjónvarpið á kvöldin til að horfa á það sem var á dagskrá hverju sinni, þurfum við ekki lengur að sætta okkur við fæðubótarefni ætluð fjöldanum sem ekki er víst að virki fyrir okkur. Nú er upprunnin öld einstaklingsmiðaðrar næringar, þar sem náttúra, vísindi og tækni vinna saman til að ákvarða hvaða fæðubótarefni við þurfum sem einstaklingar til að tryggja góða heilsu og vellíðan4. Þetta er heilsuþróun sem hefur orðið að sannkallaðri alþjóðlegri hreyfingu. Segja má að þetta sé náttúruleg afleiðing af síaukinni meðvitund fólks um heilsu sína og persónulegar þarfir, sem einkennir þá tíma sem við lifum.

Brautryðjendur á sviði vísindalega prófaðrar, einstaklingsmiðaðrar næringar

Hvernig getum við þá komist að raun um hvers konar næringarmiðuð nálgun henti okkur sjálfum best? Á markaðnum í dag er til fjöldi vandaðra, sérsniðinna næringarráðlegginga, sem bjóða upp á erfðapróf, blóðgreiningar og aðrar aðferðir í því skyni að sníða mataræði og næringarráðgjöf að þörfum hvers og eins. Zinzino er alþjóðlegt beinsölufyrirtæki frá Skandinavíu sem hefur boðið upp á slíkt um áraraðir. Fyrirtækið hefur byggt starfsemi sína á hinum nýju vísindum lyfjafræðilegrar næringar í hartnær áratug og er talið vera brautryðjandi á sviði vísindalega prófaðrar næringar, og býður upp á vísindalega sönnuð fæðubótarefni sem eru að færa svið heilsu og næringar á alveg nýtt, einstaklingsmiðað stig og inn í framtíðina.

Sérsniðin áætlun til að lifa heilsusamlegra lífi

Fram til þessa hefur fyrirtækið framkvæmt nærri 550.000 vísindalegar blóðrannsóknir um heim allan, og þannig veitt fólki einstaka innsýn í mataræði og Omega-6:3 jafnvægi sitt. Hinar nákvæmu upplýsingar sem fást með BalanceTest prufunni, sem fólk tekur sjálft, eru grundvöllur að ítarlegri, einstaklingsmiðaðri næringaráætlun sem eyðir óvissu um hvernig megi lifa heilsusamlegra lífi. Zinzino heilsuþrennan er sniðin að mataræði og lífstílsvenjum hvers og eins, og byggir á vandlega völdum BalanceOil vörum sem bæta jafnvægi líkamans, endurbyggja hann og styðja við hann innan frá. Ef þú vilt taka þátt í heilsuhreyfingu Zinzino og sníða mataræði þitt að þínum eigin næringarþörfum er hér að finna allar upplýsingar um hin vísindalegu prófuðu fæðubótarefni þeirra og hvernig þú getur hafið þitt eigið ferðalag í átt að betri heilsu