Cart
Shopping cart

Mina Wigueras

Viðskiptavinur Zinzino

Velkomin/n! Ég hef haft frábæra reynslu af vörunum mínum og ég held að þú munir elska þær líka. Láttu mig vita hvað þér finnst!

 

 

Boozt fyrir innri ljóma

Fáðu aftur heilbrigða og geislandi húð með því að nota fljótandi sjávarkollagen með úrvals næringarefnum.

 

 

Boozt fyrir innri ljóma

Fáðu aftur heilbrigða og geislandi húð með því að nota fljótandi sjávarkollagen með úrvals næringarefnum.

Fegurðin kemur ekki aðeins að innan

Húðin verður sterk og stinn þegar hún er nærð að innan. Ljóminn mun sjást.

Húðin er fyrsta varnarlínan

Hún er stærsta líffærið og hana verður að næra að innan til að halda heilbrigðri, sterkri og geislandi. Hefðbundin húðkrem geta aðeins veitt húðinni takmarkaða meðhöndlun. 

Hún verður viðkvæmari með aldrinum

80% húðarinnar er úr kollageni. Það heldur húðinni okkar, hári, nöglum, vöðvum og liðum, bæði sterkum og öflugum. En við missum það hratt. Um 1% á ári frá þrítugsaldri.

Auktu kollagenmagn þitt

Á sextugsaldri höfum við glatað 1/3 af náttúrulegu kollageni. Fljótandi sjávarkollagen getur hjálpað þér að byrja að endurnýja þurra, lafandi og viðkvæma húð.

Kynntu þér Collagen Boozt - Hágæða húðvöru frá Noregi

Fljótandi sjávarkollagenskot með hágæðablöndu af réttum næringarefnum sem að vinna að innan til að endurbyggja slétta, stinna og geislandi húð. Hárið þitt, neglur, vöðvar, liðir og þarmar munu líka þakka þér fyrir!


Collagen Boozt í hnotskurn


Upplýsingar frá sérfræðingi

Hvað er í Collagen Boozt fyrir þig?

Komdu af stað náttúrulegri kollagenframleiðslu líkamans á 10 dögum

Fáðu aftur stinna og fallega húð með unglegri útgeislun sem endist

Fáðu raka í húðina til að öðlast strax stinnt og hressandi útlit

Náðu jafnvægi í þarmaflórunni til að koma í veg fyrir bólgur

Frábær lausn fyrir fjölbreytta heilsurútínu

Venstu líkama í jafnvægi með fallegri húð sem ljómar innan frá. Sjávarkollagen og Omega-3 vinna fullkomlega saman til að stuðla að góðri heilsu að innan sem utan.

 

Vörulína Collagen Boozt

Frábær blanda af næringarefnum til að hefja mánaðarlega áskrift þína á sama tíma og þú eykur náttúrulega kollagenframleiðslu líkamans sem mun allur ljóma. 

Beauty Protocol

Öflug tvenna næringarefna sem stuðlar bæði að aukinni heilsu húðarinnar og styrkir heildarávinninga með Omega-3.

Heilsuþrennan Beauty

Markviss næring ætluð bæði að innan sem utan, til að efla húðheilbrigði, hár, neglur og almenna vellíðan.

Úr úrvalsnæringarefnum úr sjó

8 gr fljótandi sjávarkollagen úr fiski veiddum á Norðurslóðum fyrir stinna og geislandi húð

120 mg rakagefandi hýalúrónsýra sem gefur strax fyllingu og endurnýjun húðar

Bætibakteríuörvandi efni úr kaffifífilsrót sem kemur jafnvægi á þarma og kemur í veg fyrir bólgur

Heilsukolvetni sem eftir verða frá mjólkursýrugerlum örva vöxt góðra baktería í þörmum þínum

C-vítamín og 7 önnur bætiefni til að stuðla að kollagenframleiðslu

Algengar spurningar

Kollagen er eitt auðugasta próteinið (30% af heildarmagni próteina) í mannslíkamanum. Það er um 80% af húðinni og er mikilvægt til að byggja upp húð, hár, neglur, bein, liðbönd og bandvefi. Það er vegna kollagens að við erum betur fær um að hreyfa okkur, beygja og teygja. Það hjálpar húðinni að vera ferskri, hárinu að glansa og neglunum að haldast sterkum. Það heldur húðinni stinnri, hjálpar til við að stuðla að beinþéttni og heilbrigðu hjarta, og dregur úr liðverkjum. Þegar við eldumst framleiðum við minna af kollageni og það verður erfiðara fyrir líkamann að endurnýja það. Þegar við náum tvítugsaldri byrjum við að missa allt að 1% af náttúrulegu kollageni líkamans á hverju ári og þegar við náum fimmtugsaldri höfum við tapað allt að þriðjungi þess. Þessi minnkun leiðir til útvortis einkenna, eins og slapprar húðar og hrukka, svo og innvortis einkenna, til dæmis að það tekur lengri tíma fyrir meiðsli að gróa. Þessi minnkun á teygjanleika húðarinnar leiðir til þurrari húðar, meiri hrukka og vandamála sem tengjast hjarta, beinagrind, liðum og bandvefjum.

Rannsóknir hafa sýnt að besta leiðin til að auka kollagenframleiðslu er markviss næring og að taka hágæða kollagenbætiefni getur átt stóran þátt í að ná því markmiði. Húðfyllandi innihaldsefnið í bætiefninu bætir/eykur mýkt húðarinnar, hjálpar til við að endurbæta og laga húðina og bætir heilsu hársins. Þegar kemur að húðinni (og það á líka við um yfir hársvörðinn þinn) er kollagen það sem veitir mýkt og hjálpar húðinni að halda vatni til að hún haldist stinn og rök, sem stuðlar að unglegra útliti. Rannsóknir hafa einnig tengt kollagenbætiefni við hollara hár og neglur og komist að þeirri niðurstöðu að kollagen gæti örvað hárvöxt auk þess að hjálpa til við að halda hárinu þykku og heilbrigðu. Þegar húðin hefur meira kollagen er hún heilbrigðari (það þýðir að hún er þykkari, teygjanlegri og hefur heilbrigðari húðhindrun) og ef hársvörðurinn þinn er heilbrigðari er líklegt að hárið þynnist hægar með aldrinum. Að taka kollagenbætiefni hefur því marga kosti.

Collagen Boozt er daglegt fæðubótarefni, vandlega samsett vara til að mæta kollagenþörfum þínum. Rannsóknir okkar sýna að það tekur um það bil 10 daga að byrja að endurheimta tapað kollagen í líkamanum og styðja við náttúrulega kollagenframleiðslu líkamans. Það er alveg í lagi að halda áfram að taka fæðubótarefnið daglega þegar dagarnir 10 eru liðnir, en vegna þess að styrkur lykilefnanna tveggja er mikill, þarftu að gæta þess að neyta ekki annarra vara með kollageni og hýalúrónsýru á sama tíma.

Mælt er með að einstaklingar 21 ára og eldri taki vöruna. Hafðu í huga að vörunni er ekki ætlað að koma í stað jafnvægis og fjölbreytts mataræðis, meðhöndla, lækna eða koma í veg fyrir sjúkdóma eða heilsukvilla. Ráðfærðu þig ávallt við lækni eða aðra heilbrigðisstarfsmenn áður en ný meðferð hefst.

Við höfum mikla trú á að á meðan við höldum jafnvægi í líkamanum verðum við líka að virða jafnvægi plánetunnar og auðlinda hennar. Það er nauðsynlegt fyrir grunngildi vörumerkis okkar að nota sjálfbær, náttúruleg hráefni og allur uppruni sjávarefnis í vöruúrvali okkar hefur sjálfstætt verið metið og vottað samkvæmt ströngustu vísindalegum stöðlum um sjálfbærar veiðar.

Friend of the Sea (FOS) og ráðgjafarnefnd um fiskveiðar (Marine Stewardship Council, MSC) fylgja bæði mjög ströngum vottunarferlum og bjóða upp á alþjóðlega viðurkennda sjálfbærnistaðla fyrir vörur sem virða og vernda sjávarumhverfið með því að styðja við jafnvægi vistkerfis í hafinu. Við höfum verið löggiltur meðlimur FOS síðan 2018. Þetta vottorð leggur mikla áherslu á fjölda þátta í sjávarútvegi, þar á meðal fiskimjöl og lýsisafurðir. Bláa MSC-umhverfismerkið beinist fyrst og fremst að villtum fiskveiðum til að tryggja að afurðin sé að fullu rekjanleg og veidd í villtu umhverfi, með því að nota sjávarútgerð sem minnkar ekki fiskistofna og uppfyllir stranga sjálfbærnistaðla með lágmarks áhrifum á umhverfið.

Collagen Boozt inniheldur vel úthugsaða blöndu af tilbúnum og náttúrulegum innihaldsefnum, sem eru valin með tvíþætta áherslu á bragð og gæði. Með því að blanda saman þessum efnum (e. synthetic ingredients); askorbínsýru, bíótín, sink, kopar og kalíumsorbat, getum við búið til stöðuga, örugga og mjög lífaðgengilega vöru í lítilli skammtastærð.

Kollagen fæðubótarefni eru framleidd með kollagen peptíðum sem venjulega eru unnin úr dýrapróteinum með uppruna úr t.d. fiski, kúm, hænum og svínum, sem gerir þau óhentug fyrir vegan fólk. Þótt framfarir hafi orðið í að búa til vegan kollagen með því að nota erfðabreytt ger og bakteríur, þá eru takmarkaðar rannsóknir á virkni þess. Kollagenhvatar með innihaldsefni eins og C-vítamín, sink og prótein úr plöntum geta stutt við náttúrulega kollagenframleiðslu líkamans, en það er ekki víst að þau skili sömu hnitmiðuðu niðurstöðum og kollagen fæðubótarefni sem eru unnin úr dýraríkinu.

Collagen Boozt er náttúrulega bragðbætt með svörtum kirsuberjum. Við vildum hafa bragðnótur sem eru ásættanlegar og aðlaðandi fyrir marga á sama tíma og það hylur bragðið af sjávarkollagen peptíðum. Vinsamlegast hafðu samband og ráðfærðu þig við lækninn þinn eða heilbrigðisstarfsmann ef þú ert með ofnæmi fyrir steinávöxtum.

Almennt er talið öruggt að taka kollagen fæðubótarefni á meðgöngu eða meðan á brjóstagjöf stendur, en þú verður að hafa samráð um það fyrirfram við heilbrigðisstarfsmann þinn. Kollagen er náttúrulegt prótín sem finnst í líkamanum og viðbót við efnið getur boðið upp á kosti eins og aukna mýkt í húðinni, minni liðverki og hraðari bata á meðgöngutengdum vefjaskemmdum. Hins vegar eru engar sérstakar langtímarannsóknir til á kollagen fæðubótarefnum á meðgöngu eða við brjóstagjöf. Það eru líka hugsanlegir þungmálmar eins og kvikasilfur, í sjávarkollagen fæðubótarefnum. Kollagen Boozt er vottað af ráðgjafarnefnd um fiskveiðar (MSC) og vatnsrofið sjávarkollagen er fengið úr rekjanlegum og sjálfbærum úthafsveiddum villtum norðurheimskautsþorski, ufsa og ýsu frá Noregi þar sem fiskveiðar fylgja ströngum reglum ESB til að tryggja sem minnstu mengun á lýsi, til að halda slíkum þáttum langt undir settum öryggismörkum.

Kollagen fæðubótarefni eru fáanleg í ýmsum mismunandi samsetningum, sem duft, hylki og í fljótandi formi. Kollagenið er fyrst og fremst fengið úr kúm, hænsnum og fiskmeti. Kollagen úr nautgripum er náttúrulegt prótein sem er í brjóski (bandvef) kúa, villinauta og vísunda. Kollagen úr svínum er fengið úr beinum og húð svína. Sjávarkollagen er kollagen af ​​tegund 1 þar sem peptíðin eru fengin úr beinum, húð og hreistri fersks saltvatnsfisks, aðallega úr úthafsveiddum þorski. Nýlega hefur vísindamönnum einnig tekist að þróa vegan kollagen úr erfðabreyttu geri og bakteríum.

Aðeins þrjár gerðir hafa raunveruleg áhrif við að mynda stinna húð og hjálpa hárinu að styrkjast og verða heilbrigðara, og það eru gerðir I, II og III. Kollagen af ​​gerð I er algengasta próteinið í líkama okkar (sem er um 90% af kollageni okkar) og það er notað til að byggja upp húðina, bandvefi, liðbönd og bein. Kollagen af gerð II er algengast í brjóski og er þekkt fyrir að veita bólstrun í liði/veita liðstuðning. Kollagen af gerð III byggir upp tengivefi eins og æðar/slagæðar, þarmaveggi og húð, vöðva og líffæri.

Kollagen peptíð úr fiski er aðgengilegasta uppsprettan sem völ er á nú til dags, upptakan inn í líkamann er allt að 1,5 sinnum skilvirkari en kollagen úr nautgripum eða svínum. Það er líkt og kollagenið sem þú ert nú þegar með í líkamanum; teygjanlega efnið sem heldur húðinni stinnri og sléttri. Að auki styður sjávarkollagen við sjálfbærara ferli fyrir kollagenútdrátt og hefur minni umhverfisáhrif. Líkt og með allt kollagen, þá gefur sjávarkollagen húðinni mýkt. En fyrir utan það að hjálpa til við að slétta hrukkur, bætir það einnig raka og gerir húðina heilbrigðari - og það þýðir að það bætir alla húðina á líkamanum, líka hársvörðinn. Þegar sjávarkollagen er notað í hársvörðinn hjálpar það að stinna húðina með því að bæta við raka og vernda hana gegn sindurefnum. Sindurefni eru eiturefni úr umhverfinu sem geta valdið skemmdum á húð og hári. Kollagenið hjálpar til við að halda hársverðinum heilbrigðum, sem áfram örvar hárvöxt og hjálpar til við að halda hárinu þykku og heilbrigðu þegar þú eldist.

Hugtakið vísar til þess hversu mikið af kollageninu sem þú hefur melt getur frásogast í blóðrásina. Sjávarkollagen úr roði og hreistri fiska er sett í vatnsrof, hreint ensímferli sem felur í sér að brjóta kollagenið niður í meltanlegra kollagenpeptíð til að hámarka frásog, og þar af leiðandi virkni.

Kollagenbætiefni eru fyrst og fremst framleidd úr kollagenpeptíðum (einnig þekkt sem vatnsrofið kollagen). Ólíkt kollageninu sem líkami okkar framleiðir náttúrulega eru kollagenpeptíð gerð úr amínósýrum úr dýrapróteinum, sem auðveldar frásog þeirra í blóðrásina. Kollagenið hefur gengist undir vatnsrof, hreint ensímferli sem felur í sér að brjóta kollagenið niður í meltanlegra kollagenpeptíð fyrir hámarks lífaðgengi, virkni og betra frásog.

Hýalúronsýra svipar til kollagens að því leyti að það er náttúrulegt efni sem finnst í líkamanum, í augnvökva og í tengivefjum. Hýalúronsýra hjálpar til við útlit, raka og uppbyggingu húðarinnar, en rétt eins og kollagen minnkar náttúrulega framleiðsla okkar á hýalúronsýru þegar við eldumst, sem veldur þurrari húð og hjálpar við útliti á fínum línum og hrukkum. Fyrir vikið er það sífellt vinsælla að bæta hýalúronsýru við húðumhirðu þína til að viðhalda rakanum og halda húðinni rakri, þéttri og mjúkri. Þessi rakaáhrif hafa einnig jákvæð heilsufarsleg áhrif þar sem of þurr húð er ekki eins skilvirk í að hrinda frá sér ytri ertandi efnum og mengunarefnum.

Kollagen og hýalúrónsýra eru í sameiningu öflug, kraftmikil blanda sem stuðlar að bættri heilsu húðarinnar og almennri vellíðan. Svipaðir kosti skapa frábæra vöru fyrir heilsu húðarinnar og almennrar vellíðunar. Sýnt hefur verið fram á að bæði hýalúrónsýra og kollagenpeptíð auka raka, mýkt og fyllingu húðarinnar. Með því að nýta rakagefandi og kollagen-örvandi eiginleika beggja efnasambandanna getur þú á áhrifaríkan hátt barist gegn öldrunareinkennum. Á meðan kollagen er gott til að draga úr skörpum línum og hrukkum er hýalúrónsýra frábær til að draga úr lýtum og bólgum, sem þýðir að samsetning þessara tveggja mun gefa betri heildaruppörvun fyrir heilsu húðarinnar.

Bakteríuörvandi efni (prebiotics) eru trefjaríkir fæðugjafar sem næra góðgerlana (probiotic) í örveruþarmaflóru okkar. Það örvar eiginleika kollagens til að virkja heilbrigða þarmaflóru og bætir virkni húðtálmana. Óvirkjaðar örverur (postbiotics) eru endanlegt niðurbrot af völdum örvera sem myndast þegar góðgerlar (probiotic) neyta bakteríuörvandi (prebiotic) trefja. Óvirkjaðar örverur (postbiotics) veita tvíþættan ávinning fyrir húðina með því að efla heilbrigða meltingu, húðraka og að viðhalda raka. Samblanda af bakteríuörvandi efnum og góðgerlum (synbiotics) er heitið sem gefið er yfir bætiefni sem inniheldur bæði góðgerla (probiotics) og bakteríuörvandi efni (prebiotics), eins og Collagen Boozt.

Aðgangur að kollagen fæðubótarefnum með hýalúronsýru sem og viðbótarvítamínum og næringarefnum býður upp á ótrúlega vökvunargetu, bæði í húðinni og um allan líkamann. Þegar mismunandi kollagen fæðubótarefni eru borin saman, munu þau oft innihalda viðbótarvítamín eða aðrar heilsufarslegar samsetningar. Það eru nokkrar ástæður fyrir þessu, eftir því hver varan er og hvaða tilætluðu áhrif hún eigi að hafa. Í sumum tilfellum er vörum ætlað að örva náttúrulega kollagenframleiðslu í líkamanum, og í því tilviki mun viðbót ákveðinna þátta hjálpa líkamanum við að annað hvort búa til kollagen eða við upptöku þess kollagens sem hann þarf. Til dæmis hjálpar C-vítamín líkamanum við upptöku kollagens.

Zinzino Blog

Upplýsingar, fróðleikur og innblástur á sviði heilsu og vellíðunar. (Sumir bloggpóstar eru eingöngu á ensku).

Vísindalegar húðvörur
Holistic Skincare: Liquid Collagen to Nourish from Within
mánudagur, 23. september 2024
Heilsa
Add these anti-aging ingredients into your next meal
fimmtudagur, 9. janúar 2020
Vísindalegar húðvörur
Hvernig á að hugsa um húðina á hverjum áratug
þriðjudagur, 28. júní 2022