Cart
Shopping cart

ANITA ODINA

Viðskiptavinur Zinzino

Velkomin/n! Ég hef haft frábæra reynslu af vörunum mínum og ég held að þú munir elska þær líka. Láttu mig vita hvað þér finnst!

Heilsa • miðvikudagur, 1. nóvember 2023 • 4 min

Greining og forvarnir gegn sykursýki

By Zinzino

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur flokkað sykursýki af tegund 2 og undanfara hennar, skert sykurþol, sem heimsfaraldur. Áður var talið að sykursýki væri sjúkdómur sem herjaði fyrst og fremst á eldra fólk en í dag er sykursýki að verða æ algengari í yngri aldurshópum vegna lakara mataræðis og lífsstíls. Forvarnir gegn sykursýki er skilvirkasta leiðin til að ráða bót á þessum vanda. Eitt próf er talið hið mikilvægasta í þessari lýðheilsukreppu: A1c eða HbA1c sykursýkisgreiningarprófið.

Hvaða A1c gildi gefur til kynna sykursýki?

A1c er almennt viðurkennd og nákvæm mæling á blóðsykri líkamans yfir 2-3 mánaða tímabil. Prófið byggir á rauðkornaprótíninu blóðrauða og mælir hversu mikill sykur festist við hann með tímanum. A1c er prósentugildi sem sýnir hlutfall sykraðs blóðrauða og eðlilegs blóðrauða. Til að sykursýki teljist vera til staðar þarf A1c gildið að vera um eða yfir 6,5% (47 mmól/mól). Samtök á borði við American Diabetes Association miða við að A1c gildið þurfi að vera á bilinu 5,7% og 6,5 (39 mmól/mól og 47 mmól/mól) til að um sykursýki sé að ræða1. Þetta bil hefur nýst læknum og sjúklingum sem viðvörun um að ræða þurfi forvarnir gegn skertu sykurþoli og sykursýki af tegund 2. Mörgum hefur tekist að stjórna ekki aðeins blóðsykrinum sínum heldur einnig að snúa við skertu sykurþoli áður en það þróast í sykursýki. Þeir sem eru meðvitaðir um A1c gildið sitt geta gert ráðstafanir til að tryggja góða heilsu til framtíðar.

Leiðir til að koma í veg fyrir sykursýki

Við höfum góðar fréttir fyrir þá sem mælast með A1c gildi sem gefur til kynna skert sykurþol: hægt er að snúa því alveg við. Til eru nokkrar leiðir til að koma í veg fyrir sykursýki sem þú getur hæglega innleitt í daglegu rútínuna þína. Breytingar á mataræði, betri næring, virkni og hreyfing eru allt leiðir sem sýnt hefur verið fram á að geti komið í veg fyrir sykursýki. Sykursýki 2 lýsir sér sem truflun á því hvernig líkaminn geymir og notar orku. Efnaskiptasjúkdómar eru flóknir. Við höfum enn ekki öðlast fullan skilning á undirliggjandi lífefnafræðilegum þáttum sykursýki, en orsakir sykursýki 2 eru einfaldar og vel þekktar. Hið háa orkugildi í daglegri fæðuinntöku okkar, hin litla orkueyðsla sem fylgir kyrrsetu ásamt ójafnvægi næringarþátta í því sem við borðum eru hinn fullkomni stormur sem hefur leitt til sykursýkisfaraldursins. Að hrista upp í þessum menningarlegu venjum, endurskilgreina þær og breyta þeim er lykillinn að forvörnum gegn sykursýki.

Að koma í veg fyrir sykursýki með mataræði

Vísindin sýna fram á tengsl á milli þess hvernig við borðum og sykursýki. Þetta snýst um að vita hvaða mat beri að forðast með sykursýki, en líka að skilja að sykursýki þróast sem viðbrögð líkamans við því að geta ekki notað alla matarorkuna sem við neytum. Við höfum vanist stórum máltíðum og að geta alltaf fengið okkur eitthvað i gogginn á milli máltíða. Mataræði okkar samanstendur af stórum máltíðum sem neytt er í einni lotu og inniheldur mikið af hitaeiningum, salti, fitu og sérstaklega sykri. Þessar venjur eru í algjörri mótsögn við fæðuvenjur okkar í árdaga mannkyns. Stórfelld landbúnaðarframleiðsla og verksmiðjuvinnsla á matvælum sviptir fæðuna sem við borðum oft nauðsynlegum næringarefnum. Á meðal matvæla sem einstaklingar með sykursýki þurfa að forðast eru hreinsuð kolvetni sem innihalda lítið sem ekkert af trefjum. Trefjar draga úr hækkun blóðsykurs eftir máltíðir með því að hægja á frásogi sykurs. Sem dæmi um fæðu sem ber að forðast má nefna pasta og brauð úr trefjalausu hvítu hveiti, unna safa sem innihalda mikið af uppleystum sykri og allar vörur með háfrúktósa maíssírópi2. Lykillinn að því að koma í veg fyrir sykursýki með mataræði er þekking, að borða fæðu sem er neðarlega í fæðukeðjunni og að skoða innihaldslýsingar vandlega. Að borða heilkorn, grænmeti, feitfisk og holla Miðjarðarhafsfæðu er góð byrjun í rétta átt.

 

girl-stretching.png

Að koma í veg fyrir sykursýki með hreyfingu

Regluleg hreyfing er góð leið til að koma í veg fyrir skert sykurþol og sykursýki. Of mikil fæðuneysla ásamt skorti á líkamlegri hreyfingu í langan tíma er ávísun á blóðsykurshækkun, svo ekki sé minnst á að það er helsta orsök vaxandi offitu. Hreyfing eykur ekki aðeins insúlínframleiðslu heldur þjálfar hún líkamann í að nýta orkubirgðir sínar á skilvirkari hátt og dregur úr insúlínviðnámi. Hefur þú einhvern tíma fundið fyrir heilaþoku og áttað þig á því að hjólið er að safna ryki eða þú manst ekki hvenær þú reimaðir hlaupaskóna síðast? Eitt af merkjum A1c gildis fyrir sykursýki er andlegur sljóleiki. En þú þarft ekki að vera við greiningarþröskuldinn til að finna fyrir áhrifum hás blóðsykurs. Hreyfing er nauðsynleg fyrir góð efnaskipti og andlega skerpu. Orka sem kemur inn ætti að vera jöfn orku sem fer út.

Hvernig hægt er að snúa við skertu sykurþoli

Það er hægt að snúa skertu sykurþoli algerlega við. Hægt er snúa skertu sykurþoli við með því að borða holla fæðu og hreyfa sig reglulega. Ferlið hefst með því að vita A1c gildið sitt, að vera meðvitaður um lífsstíl og venjur sem auka insúlínviðnám og að einsetja sér að takast á við áskorunina. Allir geta komið í veg fyrir eða snúið við skertu sykurþoli þegar það gerir vart við sig. Á meðal einfaldra lífstílsbreytinga sem hafa sannað gildi sitt eru að léttast, fá sérgöngutúr í 30 mínútur fimm daga vikunnar og borða fæðu sem inniheldur mikið af hollri fitu, prótíni og trefjum og lítið af hreinsuðum sykri og kolvetnum.

HbA1c próf Zinzino

Forvarnir gegn sykursýki byrja með þekkingu. HbA1c próf Zinzino sker sig úr með því að sameina yfirgripsmikinn spurningarlista um lífstíl og niðurstöður úr blóðprufu. Blóðprufuniðurstöður eru settar í samhengi við lífsstílsmat til að móta einstaklingsmiðaðar leiðbeiningar um mataræði, fæðubótarefni, líkamsrækt og hreyfingu. Með þessu fást samræmdar ráðleggingar sem taka mið af þínum þörfum. Auðvelt er að taka blóðdropaprófið og senda það með pósti. Prófið er hannað og greint af Vitas Analytical Services A/S, leiðandi rannsóknarstofu, samkvæmt forskrift Zinzino. Hið yfirgripsmikla HbA1c próf Zinzino veitir mikilvægar upplýsingar um blóðsykursstjórn sem gerir þér kleift að taka framtíðarheilsuna þína í eigin hendur.

Sérsniðna fæðubótaráætlunin þín í þremur einföldum skrefum

Mældu langtíma blóðsykursgildin þín í samhengi við núverandi lífsstíl þinn og gríptu til aðgerða núna til að tryggja varanlega heilsu og vellíðan. 

Heilsuþrennan okkar sem inniheldur hnitmiðuð fæðubótarefni vinnur að því að endurheimta Omega-6:3 jafnvægi líkama þíns, stuðlar að heilbrigðri meltingu ásamt því að bæta ónæmiskerfið.

Skref 1: Jafnvægi: BalanceOil+ styður við eðlilega starfsemi hjartans og heilans.
Skref 2: Endurheimt: ZinoBiotic+ stuðlar að eðlilegri þarmastarfsemi.
Skref 3: Stuðningur: Xtend bætir orku og starfsemi beina og liða.

Þetta er heilsuþrennan okkar.

1. Understanding A1C:

Understanding A1C: A1C does it all.” American Diabetes Association, https://www.diabetes.org/diabetes/a1c, Accessed 1 August 2022.

2. Diabetes prevention

“Diabetes prevention: 5 tips for taking control.” Mayo Clinic, https://www.mayoclinic.org/diseases-conditions/type-2-diabetes/in-depth/diabetes-prevention/art-20047639 Accessed 1 August 2022