Cart
Shopping cart

Worth it Living

Zinzino Independent Partner

Velkominn! Ég er sjálfstætt starfandi ráðgjafi þinn, hér til að leiðbeina þér á heilsuferðalaginu þínu.

Heilsa • fimmtudagur, 14. desember 2023 • 5 min

Hvernig þú getur bætt og endurheimt þarmaheilsuna þína svo þér líði vel yfir jólin

By Zinzino

Þegar líður að lokum ársins hægist á öllu og við eyðum meiri tíma með fjölskyldunni. Þá fæst langþráð hvíld frá vinnu, fundum og verkefnalistum. Við verjum tíma með fjölskyldu og vinum, lítum yfir árið og reynum að sjá fyrir okkur framtíðina.

Þú getur notið samverustunda og hlýjunnar, án þess að koma heilsunni þinni úr jafnvægi. Gefðu sjálfum þér þá gjöf að bæta þarmaheilsuna þína (án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því að þú blásir upp um jólin).

Ekki bíða eftir nýju ári. Fylgdu „borða fyrir meltingarveginn“ nálgun, vertu meðvituð um næringuna þína og njóttu árstíðarinnar, án sektarkenndar.

Jákvæð áhrif á meltingarveginn

Heilbrigður meltingarvegur snýst um meira en að líða vel í jólafötum. Heilbrigður meltingarvegur er nauðsynlegur fyrir heilbrigði líkamans. Hugsaðu um meltingarveginn eins og garð sem þarfnast sólar, vökvunar og athygli.

Meltingarvegurinn bregst vel við fjölbreyttu úrvali af ferskum, óunnum matvælum. Má þar nefna matvæli eins og jógúrt, banana, aspas og hafra. Pólýfenólar eru líka mikilvægir fyrir meltingarveginn, því þeir örva vöxt hollra góðgerla. Rauðvín, grænt te, dökkt súkkulaði, ólífuolía og heilkorn eru góðar uppsprettur.

Það er til nóg af hollum matvælum sem hjálpa þér að njóta jólanna án þess að blása út (og forðast óhollt upphaf nýja ársins). Þetta snýst um að skipta út ákveðnum matvælum fyrir betri valkosti og næra örveruflóruna í þörmunum, ekki bara bragðlaukana.   

Hvernig þú getur bætt þarmaheilsuna þína, það sem er nauðsynlegt og grunnatriði

Meltingarvegurinn er flókinn og krefst alhliða nálgunar. Það felur m.a. í sér að fá nægan svefn, drekka nægan vökva, fara út (jafnvel í kulda) og lækka streitustig. Við þráum ruslfæði þegar við erum þreytt og það er auðvelt að vera slappur á veturna. Myrkrið veldur því að líkami okkar framleiðir meira melatónín sem getur valdið stöðugri þreytu.

Þegar við bætist samfélagslega afsökunin „það eru jól og þess vegna megum við borða það sem viljum“ þarf ekki að koma á óvart að við borðum yfir okkur yfir hátíðirnar. Settu heilbrigðar lífsstílsvenjur í forgang allt árið um kring, sérstaklega á svalari mánuðum. Fylgdu 80/20 reglunni - heilfæði í 80% tilvika og aðeins meiri óhollusta í 20% tilvika.

Mataræði til að bæta þarmaheilsuna

Til að koma í veg fyrir uppþembu eftir jólin (og sífellda lúra) skaltu borða mikið af næringarríkum mat.

Markmiðið er að forðast of mikla hækkun blóðsykurs. Það eru nokkur góð atriði sem gott er að hafa í huga til að örva vöxt góðgerla sem er gagnlegir fyrir þarmaheilsuna. Má þar m.a. nefna trefjaríka fæðu eins og belgjurtir, hafra, epli, gulrætur, ber og aspas. Einnig er vitað að hvítlaukur og laukur gera þörmunum gott, sem og gerjuð matvæli - jógúrt, tempeh, miso og kombucha, svo dæmi séu tekin.

Bein tengsl eru á milli heilbrigði meltingarvegarins og almennrar líkamlegrar heilsu. Einbeittu þér að því að endurheimta og viðhalda þarmaheilsunni yfir jólin með skynsamlegu fæðuvali, góðum svefnvenjum og daglegri hreyfingu. Smávægilegar breytingar og smá sköpunargleði yfir hátíðirnar geta skipt sköpum.

Hvernig þú getur forðast að bæta á þig aukakílóum þetta árið

Besta leiðin til að forðast að bæta á sig aukakílóum á jólunum er að fylgja daglegri þarmaheilsurútínu.
ZinoBiotic+ er fæðubótarefni sem kemur jafnvægi á meltingarveginn. Það er blanda átta náttúrulegra trefjaefna sem efnaskiptast í digurgirninni og styðja við heilbrigðan vöxt góðgerla. Þetta vegan fæðubótarefni dregur úr hækkun blóðsykurs eftir máltíðir, kemur jafnvægi á kólesteról, styður við heilbrigðar hægðir og kemur jafnvægi á örveruflóruna, á meðal annarra jákvæðra áhrifa á þarmaheilsuna.

LeanShake er annað fæðubótarefni sem gott er að fá sér í aðdraganda jóla og kemur líka jafnvægi á örveruflóruna og bætir þannig þarmaheilsuna. Það inniheldur trefjaefnablönduna sem er að finna í ZinoBiotic+. LeanShake  „fóðrar“ örveruflóruna svo hún verði hærra hlutfall af bakteríuflórunni. Styrkur LeanShake (og ZinoBiotic+) felst í því að örva vöxt „góðra“ baktería í öllum ristlinum. „Góðu gæjarnir“ hjálpa til við gerjun trefja, framleiðslu vítamína og fræðslu ónæmiskerfisins.

Ekki láta jólin ræna þig meltingarheilsunni. Láttu þér líða vel, líttu vel út fyrir fjölskylduna og byrjaðu nýja árið á heilbrigðum nótum.

* Þessar fullyrðingar hafa ekki verið metnar af bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitinu (Food and Drug Administration). Þessari vöru er ekki ætlað að greina, meðhöndla, lækna eða koma í veg fyrir nokkurn sjúkdóm.

1. Replacing digestible starches

Nahradenie stráviteľných škrobov v strave rezistentnými škrobmi prispieva k zníženiu hladiny glukózy v krvi, ktorá po jedle prirodzene stúpa. Toto tvrdenie sa môže použiť len pri potravinách, v ktorých bol stráviteľný škrob nahradený rezistentným škrobom natoľko, že konečný obsah rezistentného škrobu predstavuje najmenej 14 % celkového množstva škrobu.

2. Beta glucans blood cholesterol levels

Beta glukány prispievajú k udržaniu normálnej hladiny cholesterolu v krvi. Toto tvrdenie sa môže použiť len pri potravinách, ktoré obsahujú aspoň 1 g beta glukánov z ovsa, ovsených otrúb, jačmeňa, jačmenných otrúb alebo zo zmesí týchto zdrojov podľa kvantifikovaného pomeru. Aby bolo možné splniť požiadavky tohto tvrdenia, spotrebiteľovi musí byť poskytnutá informácia o tom, že priaznivý účinok nastane pri dennom príjme 3 g beta glukánov z ovsa, ovsených otrúb, jačmeňa, jačmenných otrúb alebo zo zmesí týchto beta glukánov.

3. Oat grain fibre

Vláknina z ovseného zrna prispieva k zvýšenému objemu stolice. Toto tvrdenie platí iba pre potraviny s vysokým obsahom konkrétnej vlákniny, ako sa uvádza v tvrdení VYSOKÝ OBSAH VLÁKNINY uvedenom v dodatku k nariadeniu (ES) č. 1924/2006.