Vöruyfirlit
- Hjálpar til við að viðhalda réttu magni af pólýfenólum í líkamanum til að verja blóðfituefnin gegn oxunarálagi1
- Þegar neytt er þriggja eða fleiri mjúkra gelhylkja daglega, stuðlar það að verndun blóðfitu gegn oxunarskemmdum1 þar sem dagskammturinn inniheldur 5 mg eða meira af hýdroxýtýrósóli
- Stuðlar að eðlilegri virkni hjartans2 þar sem dagskammtur inniheldur 1.080 mg af EPA og 600 mg af DHA
- Stuðlar að eðlilegri starfsemi heilans3 þar sem dagskammtur inniheldur 600 mg af DHA
- ðlar að eðlilegu ónæmi4 virkni þar sem dagskammturinn inniheldur 20 µg af D3-vítamíni
- Stuðlar að heilbrigðri og eðlilegri starfsemi augna þar sem það inniheldur 600 mg af DHA6
- Fjögur eða fleiri mjúk gelhylki á dag hjálpa til við að viðhalda þríglýseríði8 og blóðþrýstingsstigi9 sem eru þegar eru innan eðlilegra marka þar sem dagskammturinn inniheldur 2.240 mg af EPA og DHA
- Stuðlar að heilbrigðum beinum11, vöðvum12, tönnum13 og frumum14 þar sem dagskammtur inniheldur 20 µg af D3–vítamíni
- Stuðlar að því að viðhalda réttu magni af EPA og DHA í líkamanum
- Stuðlar að því að viðhalda réttu Omega-6:3 hlutfalli í líkamanum
Staðreyndir um fæðubótarefnið
Næringargildi og innihald í: | 2 mjúk gelhylki | 3 mjúk gelhylki |
---|---|---|
Fiskilýsi | 1600 mg | 2400 mg |
Omega-3-fitusýrur | 1120 mg | 1680 mg |
þar af EPA | 720 mg | 1080 mg |
þar af DHA | 400 mg | 600 mg |
Ólífuolía | 340 mg | 510 mg |
Olíusýra (Omega-9) | 255 mg | 383 mg |
Pólýfenól | 18.3 mg | 27.4 mg |
þar af hýdroxýtýrósól | 5.8 mg | 8.7 mg |
Squalene | 1.3 mg | 1.9 mg |
Vitamin D3 (250%*, 400%** af RV*) |
13.4 ug* | 20.1 ug** |
*RV= Reference Value („viðmiðunargildi“ |
Innihaldsefni:
Fiskilýsi*, hylkisskel (gelatín úr (fiski, glýseról, lit (Koparfléttur klórófyllína)), köldpressuð hágæða olífuolía, þykkingarefni (býfluguvax), kakóduft, fleytiefni (repju lesitín), olífuávaxtakjarni (Olea europaea)), D3-vítamín (kólekalsíferól). *Uppruni utan ESB.
Vísindaleg samsetning Essent+ Premium sameinar einstakt fiskilýsi við rétt magn af Omega-3, ásamt vísindalega vottuðu magni af olífuolíu sem hefur að geyma pólýfenóla, jurtanæringarefni og Omega-9 í óvenju miklu magni og styður þannig oxunarstöðugleika Omega-3 fitusýranna. Pólýfenólarnir binda Omega-3 fiturnar sem virk andoxunarefni og koma í veg fyrir að fitan oxist6. Bættu pólýfenólarnir í R.E.V.O.O olíunni herma eftir pólýfenólum sem koma fyrir með náttúrulegum hætti í fiskum og flytja viðkvæma Omega-3 olíuna um líkamann þangað til hún kemst að lokum örugglega til skila í frumuhimnuna. Pólýfenólarnir og sjávarfituefnið tvinnast saman á samverkandi máta og gera líkamanum kleift að taka upp, aðlaga og viðhalda magni Omega-3 vel fyrir ofan þau 8% mörk sem nauðsynleg eru til að ná Omega-6:3 hlutfallinu undir 3:1.
Revolutionary extra virgin olive oil í Essent+ premium
Essent+ Premium er búin til með hágæðajómfrúarólífuolíu í einkaréttarvörðu framleiðsluferli og afraksturinn er einkaréttarvarða R.E.V.O.O olían úr vottuðum Koroneiki ólífum sem búa yfir óviðjafnanlegu magni af pólýfenólum5, olíusýrum og nokkrum jurtanæringarefnum og meiru. R.E.V.O.O er með allt að 30 sinnum hærri gildi af pólýfenólum en hefðbundin hágæðajómfrúarólífuolía. Mikið magn af Omega-9 (olíusýru) er annar mikilvægur kostur hennar sem styður með virkum hætti við rétt blóðfitugildi1 . Þetta er hágæða innihaldsefni og 250 ml einingar eru seldar í smásölu á 69,00 €.
Þessi sérfræðiblanda af náttúrulegu fiskilýsiþykkni styður við virkni hjarta- og æðakerfisins og heilans
Fiskilýsið sem er notað í Essent+ Premium hylkin er úr tveim sérvöldum Omega-3 þríglýseríðþykknum sem tryggja besta mögulega árangur. Þetta hágæða þríglýseríðþykkni inniheldur 85% af EPA og DHA og í svo miklu magni að það þarf aðeins lítið magn til að ná nauðsynlegum árangri í líkömum okkar, þannig að þau henta fullkomlega til inntöku í formi hylkja. Það er mikilvægt að velja þríglýseríð form þar sem að þetta er það form sem náttúrulega er að finna í sjávardýrum og plöntutegundum og þar með það form sem líkaminn þekkir og tekur auðveldlega upp. Reyndar er yfir 98% allrar fitu sem tekin er úr matvælum á þríglýseríðformi. Þríglýseríð fiskolíur eru flóknari og það tekur lengri tíma fyrir þær að myndast, en hvað okkur varðar kemur ekkert annað til greina. Valda náttúrulega Omega-3 þykknið okkar er gert úr hreinum ansjósum úr ómenguðu vatni Suður-Kyrrahafsins og er vottað af Friend of the Sea sem er hæsta vottun fyrir sjálfbærar veiðar.
D3-vítamín
Essent+ Premium inniheldur D-vítamín3 (kólekalsíferól) og 3 mjúk gelhylki innihalda 20 µg. Við notum náttúrulegt D-vítamín3 (kólekalsíferól) gert úr lanólíni. Lanólín er náttúruleg fita sem finnst í sauðfjárull. D3-vítamínið er unnið úr lanólíni með því að leysa upp undanfara D3-vítamíns úr lanólíninu. Síðan er því breytt á efnafræðilegan hátt og það virkjað með því að setja það undir útfjólublátt (UV) ljós. Efnaferlið er sambærilegt við það ferli sem á sér stað í húð manna þegar hún framleiðir D3-vítamín.
Sannarlega jafnvægi á 120 dögum
Viðurkenndar rannsóknarstofur okkar bera ábyrgð á því að greina þurr blóðsýni til að greina ellefu fitusýrur í blóði, sem gerir gagnagrunninn að þeim stærsta sinnar tegundar í heiminum. Meðalhlutfall Omega-6:3 fyrir fólk sem ekki tekur Omega-3 fæðubótarefni er 12:1 fyrir Norður-Evrópu, 15:1 fyrir Evrópu og 25:1 fyrir Bandaríkin. Eftir að hafa tekið BalanceOil vörur í 120 daga er meðalhlutfall flestra undir 3:1.
Varúð: Ef þú tekur blóðþynnandi lyf eða ert með sjúkdóm skaltu ráðfæra þig við lækninn áður en þú notar Essent+ Premium.
Geymsla: Geymist á dimmum, þurrum stað við stofuhita eða inn í ísskáp. Geymist þar sem börn ná ekki til.
Deila þessari síðu
Eða afrita hlekk