Cart

Rainer Körner

Zinzino Independent Partner

Velkominn! Ég er sjálfstætt starfandi ráðgjafi þinn, hér til að leiðbeina þér á heilsuferðalaginu þínu!

Þín karfa

HbA1c Test

Settu framtíðarheilsuna þína í forgang.

Þekking er máttur. Hugsaðu um heilsuna og fáðu að vita hvort núverandi lífsstíll þinn sé sjálfbær eða hvort þú þurfir að grípa til aðgerða núna til að tryggja góða heilsu til framtíðar. Við setjum langtíma blóðsykurgildi þín í samhengi við mataræðið þitt og almennar venjur þínar og leiðbeinum þér í átt að betri heilsu. Prófið felur í sér lífsstílsmat með einstaklingsmiðuðum ráðleggingum um mataræði og hreyfingu.  

Smásöluverð
74 € (3,00 cr)
Premier áskriftarverð
52 €

Vöruyfirlit

  • Mæling á langtíma blóðsykursgildum
  • Lífstílsmat
  • Fylgir áhættumat fyrir sykursýki af gerð 2
  • Persónusniðnar ráðleggingar um hvernig megi bæta heilsuástand
  • Fylgstu með framförinni
  • Nafnlausar og klínískt nákvæmar niðurstöður frá óháðri og vottaðri rannsóknarstofu
Zinzino HbA1c Prófið
Prófinu er skipt í tvo megin hluta. Í fyrsta lagi er raunveruleg mæling framkvæmd með því að nota einfalt heimapróf sem greint er á rannsóknarstofu til að greina langtíma blóðsykursgildi (HbA1c) sem finnast í háræðablóði sem fæst úr fingurgómi með blóðprufu fyrir þurr blóðsýni. Það er vísindalega sannað að þessi tækni er eins nákvæm og bláæðablóðsýni þegar verið er að greina langtíma blóðsykursgildi. Það eina sem þarf er að fá nokkra blóðdropa úr fingurgómi á Whatman síupappír og það tekur innan við mínútu að ljúka sýnatökunni. Blóðið fer síðan í greiningu til VITAS Analytical Services í Noregi sem er ein fremsta rannsóknarstofa heims á svæðinu. Niðurstöðurnar eru síðan birtar eftir u.þ.b. 10-20 daga á zinzinotest.com vefsíðunni og hægt er að nálgast þær með því að nota persónulega nafnlausa prófunarauðkennið þitt. Þessi mæling veitir mikilvægar upplýsingar um núverandi getu líkamans til að stýra blóðsykri, því með því að þekkja núverandi gildin mun það styrkja þig í því að taka jákvæðar ákvarðanir og grípa til jákvæðra aðgerða. Til þess að geta vitað hvaða aðgerðir þú þarft að grípa til þá höfum við hannað seinni hluta prófsins sem lífstílsmat. Þegar þú skráir þig inn með prófunarauðkenni verður þú beðin(n) um að fylla út ítarlegan spurningalista til að hægt sé að framkvæma lífsstílsmatið. Þetta veitir samhengi þar sem upplýsingar án samhengis eru gjarnan innihaldslausar. Zinzino lífsstílsmatið mun auka skilning þinn á sjálfum þér, heilsufari þínu, hvernig núverandi lífsstíll þinn mótar framtíðarheilsu þína og síðast en ekki síst leiðbeina þér um hvernig þú getur orðið að bjartari og heilbrigðari útgáfu af sjálfri/sjálfum þér á komandi árum. Til að gera þetta sameinum við niðurstöður úr prófinu þínu og lífsstílsmati þínu og veitum einkunn eftir því hvernig núverandi lífsstíll þinn styður eftirfarandi svið sem þú getur fylgst með í framtíðinni:

– Almennt heilbrigði
– Greining á HbA1c-prófi
– Hætta á að þróa með sér sykursýki af gerð 2 (byggt á vottuðum áhættumatsspurningum)
– Efnaskipti
– Ónæmisstarfsemi
– Heilastarfsemi
– Meltingarfærastarfsemi
– Bein og liðir

Það sem við mælum
Hemoglobin A1c-prófið sem við erum að nota til að mæla langtíma blóðsykursgildi mælir magn A1c hemóglóbínpróteina sem eru með viðfastan glúkósa (blóðsykur). Því hærra sem magn glúkósa (blóðsykurs) í blóði er að meðaltali, því meiri glúkósi festist þar. Það er táknað sem mælieining í mmól/mól (millimól á mól) sem hefur verið stöðluð leið til að mæla blóðsykur síðan 2009. Niðurstöðurnar eru síðan flokkaðar í einn af fjórum ólíkum flokkum:

Venjulegt svið                             < 34 mmól/mól
Svið sem krefst eftirlits     34 – < 38 mmól/mól
Svið skerts sykurþols         38 – < 47 mmól/mól
Sykursýkissvið                            > 47 mmól/mól

Ath! 
Þegar um er að ræða eðlilegt HbA1c-bil eða HbA1c-eftirlitsbil, er vottað áhættumat á að fá sykursýki af tegund 2 kynnt, en ef gildin eru innan sviðs skerts sykurþols eða ofar þá er áhættumatið ekki kynnt þar sem þegar er ráðlegt að grípa til aðgerða.

Vottað blóðprufusetti
Zinzino blóðprufa fyrir þurr blóðsýni hefur vottun sem staðfestir að það uppfylli skilyrði Evróputilskipunar 98/79/EB um lækningatæki til greininga (IVD) í glasi. Þetta þýðir að prófið og allir íhlutir þess uppfylla gildandi lög og reglugerðir og því er settið með CE-merkingu.
Hvernig virkar það?

Skref 1. Taktu prófið
Þú byrjar á því að stinga í fingurinn og dreypa 1-2 blóðdropum á síupappír.

Skref 2. Virkjaðu prófið
Skráðu prófið þitt inn með því að slá inn prófunarauðkennið og fylla út lífstílsspurningalistann. Öll gögnin eru nafnlaus.

Skref 3. Bíddu eftir greiningunni
Vitas Analytical Services hefur meira en 25 ára reynslu af nýjustu þekkingu og tækni, sem tryggir að þau munu greina sýnið þitt með sjálfstæðum hætti og gæta að persónuvernd þinni.

Skref 4. Sæktu niðurstöðurnar
Niðurstöður þínar eru aðgengilegar og eru birtar með auðskiljanlegum og myndrænum hætti innan 10-20 daga.

Skref 5. Byrjaðu ferðalagið
Njóttu góðs af skýrum upphafspunkti fyrir vegferð þína að bættri heilsu. Breyttu varfærnislega og/eða viðhaltu mataræði þínu eða lífstíl til að búa að bættri heilsu út lífið.

Skref 6. Fylgstu með framförinni
Þær ákvarðnir sem þú tekur á hverjum degi með tilliti til mataræðis og hreyfingar geta haft áhrif á langtíma blóðsykursgildi. Að því marki að niðurstöðurnar munu breytast byggt á þeim ákvörðunum sem þú tekur. Við mælum með því að þú fylgist með virkum hætti með þessum gildum á grundvelli persónusniðinna ráðlegginga byggt á þínu prófi til að tryggja að þær ákvarðanir sem þú tekur séu þær sem henti best fyrir þína heilsu.
Taka prófið
1. Zinzino prófið er viðurkennd greiningarvara í glasi sem notuð er til að taka blóðsýni heima fyrir. - Þvoðu hendurnar fyrst með sápu og skolaðu vel með volgu vatni og þurrkaðu svo.

2. Taktu sýnaspjaldið úr pappírsumslaginu. Geymdu umslagið til að nota síðar. Rífðu SAVE hlutann af sýnaspjaldinu og taktu mynd af prófunarauðkenninu. Þú getur aðeins séð þínar prófniðurstöður með þínu nafnlausa prófunarauðkenni. Leggðu spjaldið á borðið þannig að hringirnir tveir vísi upp.

3. Örvaðu blóðflæðið með því að snúa handleggjunum í stóra hringi eða með því að hrista hendurnar niður á við í 20 sekúndur.

4. Taktu út einnota stungunálina. Fjarlægðu öryggishettuna og þá er stungunálin tilbúin til notkunar. Notaðu sprittþurrkuna til að hreinsa fingurgómana (mælt er með að nota löngutöng). Leggðu stungunálina upp að neðri hluta fingurgómsins sem vísar að söfnunarpappírnum á borðinu. Ýttu á endann á stungunálinni í áttina að fingrinum þar til þú heyrir smell. Stungunálin mun sjálfkrafa stinga þig í fingurinn.

5. Ekki snerta síupappírinn með fingrunum.

6. Fylltu einn hring í einu með blóði. Kreistu fingurinn varlega og bíddu eftir að blóðdropi detti af sjálfu sér inn í hringinn. Ef einn blóðdropi hylur ekki hringinn skaltu leyfa einum dropa til viðbótar að drjúpa strax. Láttu sýnaspjaldið liggja lárétt við stofuhita í að minnsta kosti 10 mínútur svo að sýnin nái að þorna vel.

7. Settu sýnaspjaldið aftur í pappírsumslagið. Láttu pappírsumslagið svo í álþynnupokann og lokaðu honum.

MIKILVÆGT: Ekki fjarlægja rakadræga pakkann sem er inni í álþynnupokanum.

8. Settu lokaða álþynnupokann í stóra umslagið með heimilisfangi rannsóknarstofunnar.

ATH.:  Þú verður að láta réttan fjölda frímerkja á umslagið áður en þú póstleggur það. Skráðu prófkóðann þinn á www.zinzinotest.com. Þetta er vefsíðan þar sem þú getur skoðað niðurstöðurnar úr prófinu síðar. Það tekur 10-20 daga þar til niðurstöður prófanna eru tilbúnar.

MIKILVÆGT: Geymdu SAVE hlutann af spjaldinu. Þú getur aðeins séð þínar prófniðurstöður með þínu nafnlausa prófunarauðkenni.

9. Næsta skref er að svara lífsstílsspurningalistanum með því að skrá þig inn með þínu nafnlausa prófaauðkenni. Til að geta svarað öllum spurningum þarftu að hafa aðgang að málbandi og auðkenni fyrir fyrri jafnvægis- og/eða D-vítamínpróf.

10. Hvernig á að mæla mittið: – Sláðu máli utan um miðjuna, rétt fyrir ofan nafla. – Gættu þess að málbandið sé vel strekkt, en án þess að það skerist inn í húðina. – Andaðu náttúrulega og mældu. – Mældu aftur til öryggis.

RÁÐ!  Ef þú átt ekki málband, þá má nota reim eins og þú myndir nota málband og mæla reimina með tommustokk.
Sjálfstæð rannsóknarstofa

Vitas er GMP-vottuð efnagreiningarrannsóknarstofa sem er viðurkennd sem ein sú fremsta í sinni röð á sviði rannsókna á þurrum blóðsýnum. Vitas er með 25 ára reynslu af því að veita hágæða, sérsniðnar litskiljunargreiningar sem byggja á nýjustu þekkingu og tækni. Vitas á rætur að rekja til Institute of Basic Medical Sciences í háskólanum í Osló, sem er stærsta stofnun á sviði næringarrannsókna í allri Evrópu.