Cart

Piek Seeuwen

Zinzino Independent Partner

Velkominn! Ég er sjálfstætt starfandi ráðgjafi þinn, hér til að leiðbeina þér á heilsuferðalaginu þínu!

+31629174993
Call Afrita
piek@vetinzicht.nl
Afrita
Þín karfa

Z4F BalanceOil+ AquaX, 300 ml

Bættu Z4F-Kit við AutoOrder pöntun þína til að fá þessar vörur mánaðarlega! 1 mánaðar áskrift að GoCore App-inu fylgir með.

Tilboðsverð
88 € (Sparaðu 33 %) (10,00 cr)
Smásöluverð
132 €

Vöruyfirlit

1 BalanceOil+ AquaX, 300 ml

1 Test every 4 months

1 -month access to Zinzino's GoCore App, our digital educational Partner tool with videos & audios

  • Stuðlar að eðlilegri starfsemi heilans þar sem 1dagskammtur inniheldur 700 mg DHA
  • Stuðlar að eðlilegri starfsemi ónæmiskerfisins þar sem3 dagskammtur inniheldur 20 µg af D3-vítamíni
  • Styður við viðhald á fullnægjandi magni af EPA og DHA í líkamanum
  • Styður við viðhald á réttu magni af omega-6:3 í líkamanum
  • Styður við viðhald á réttu magni af pólýfenólum í líkamanum til að styrkja blóðfituefnin gegn oxunarálagi6
  • Styður við heilbrigða og eðlilega starfsemi augna þar sem það inniheldur 700 mg af DHA7
  • Stuðlar að eðlilegum beinum11, vöðvavirkni12, eðlilegum tönnum13 og frumuskiptingu14 þar sem dagskammtur inniheldur 20 µg af D3-vítamíni
  • Stuðlar að viðhaldi á eðlilegu þríglýseríðmagni í blóðinu8 , eðlilegum blóðþrýstingi9 og eðlilegu kalsíummagni í blóði.10
Næringargildi
  12 ml
Fiskiolía 6627 mg
Omega-3 fitusýrur 2478 mg
    þar af  C20:5 (EPA) 1283 mg
    þar af C22:6 (DHA) 683 mg
Ólífuolía 4092 mg
    þar af olíusýra (Omega-9) 3069 mg
    þar af pólýfenólar 3,5 mg
D3-vítamín (400 % af VG*) 20 ug 
*VG = viðmiðunargildi  
Innihaldsefni:

Fiskur olíur, fleytiefni (þættuð kókosolía, mónó og tvíglýseríð úr fitusýrum, hafraolía, lesitín, sítrusolía, ólífuolía), tókóferól-auðugt þykkni (andoxunarefni), náttúrulegt sítrónubragð, D3-vítamín (kólekalsíferól).

BalanceOil+ AquaX
Sumt fólk, sérstaklega börn, á almennt séð erfitt með lýsisbragðið og sumt á erfitt með upptöku næringarefnanna. BalanceOil+ AquaX er bylting í Omega-3 vísindum. AquaX er útgáfa af BalanceOil+ sem inniheldur Aquacelle, einstakt náttúrulegt fleytiefni sem leysir BalanceOil+ upp í vatni eða köldum vökva. Nánast allt olíubragð og -áferð hverfur og í mörgum tilfellum eykur það í raun upptöku Omega-3.

Blandaðu einfaldlega daglega skammtinum þínum af BalanceOil+ AquaX út í vatnsglasið eða svaladrykk að eigin vali og upplifðu hvernig lýsisbragðið og -áferðin hverfur nánast alveg. Þú hristir einfaldlega flöskuna og hellir síðan í glas með u.þ.b. 200 ml eða meira, af svaladrykk að eigin vali, hrærir, drekkur og nýtur!

Vísindaleg samsetning BalanceOil+ sameinar frábært fiskilýsi við rétt magn af bæði Omega-3 og Omega-7, ásamt vísindalega vottuðu magni af olífuolíu sem gefur fjölfenól, jurtanæringarefni og Omega-9 í háu magni og styður þannig oxunarstöðugleika Omega-3 fitusýranna.4 Fjölfenól bindast Omega-3 og virka sem áhrifarík andoxunarefni og koma í veg fyrir að fituefnin oxist.4

Fjölfenól ólífuolíunnar líkja eftir fjölfenólum sem er að finna í fiski af náttúrunnar hendi og flytja viðkvæmar Omega-3-fitusýrur í gegnum líkamann þar til þær berast með öruggum hætti inn í frumuhimnurnar. Pólýfenólarnir og sjávarfituefnið verka saman á afar samverkandi máta og gera líkamanum kleift að taka upp, stilla og viðhalda magni Omega-3 vel fyrir ofan þau 8% mörk sem nauðsynleg eru til að ná Omega-6:3 hlutfallinu undir 3:1.

Meðal Omega-6:3 hlutfallið hjá fólki sem tekur ekki Omega-3 fæðubótarefni er 12:1 fyrir norður Evrópu, 15:1 fyrir Evrópu og 25:1 fyrir Bandaríkin eins og fram kemur í heimsins stærsta gagnagrunnifyrir nauðsynlegar fitusýrur þar sem 600.000+ próf hafa verið greindí sjálfstæðri rannsóknarstofu, Vitas Analytical Services. Eftir að hafa tekið BalanceOil+ vörur í 120 daga var meðalhlutfallið á öllum þessum landafræðilegu svæðum undir 3:1.

Spænsk Jómfrúarólífuolía Í BalanceOil+
BalanceOil+ er gert úr jómfrúarolíu spænsku Picual-ólífunnar sem varð fyrir valinu þar sem þær eru auðugar af Omega-9 og búa yfir mjög miklu magni andoxunarefna. Omega-9 (olíusýra) er mikilvægur kostur sem styður með virkum hætti við rétt kólesteról-gildi í blóði.4 Ólífurnar eru af foruppskerugæðum og í vinnsluferlinu eru steinarnir fjarlægðir og eingöngu ávextirnir eru kaldpressaðir sem skilar sér í hágæða jómfrúarólífuolíu sem er auðug af Omega-9 (olíusýru) með mikið magn andoxunarefna er kallast fjölfenól (yfir 750 mg/kg) sem bæði hafa fjölmarga jákvæða eiginleika.15  Fjölfenól verja BalanceOil+-vökvann í flöskunni og það sem mestu máli skiptir, frumurnar þínar.

Náttúruleg tókóferól
Blönduð tókóferól eru gjarnan notuð sem andoxunarefni í fæðubótarefnum. Þessi náttúrulegu tókóferól sem við notum eru gerð úr óerfðabreyttri, vandlega hreinsaðri eimaðri sojabaunaolíu sem er hreinsuð frekar og inniheldur engin sojaprótín. Þetta þýðir að það eru engin ofnæmisvaldandi efni til staðar. Vanaleg samsetning er: alfa-, beta-, gamma- og delta-tókóferól. 

Hreint D3-vítamín
BalanceOil+ inniheldur D3-vítamín (kólekalsíferól). Við notum náttúrulegt D3-vítamín gert úr lanólíni, sem er náttúruleg fita sem finnst í kindaull. D3-vítamínið er unnið úr lanólíni með því að leysa upp undanfara D3-vítamíns úr lanólíninu. Síðan er því breytt á efnafræðilegan hátt og það virkjað með því að setja það undir útfjólublátt (UV) ljós. Efnaferlið er sambærilegt við það ferli sem á sér stað í húð manna þegar hún framleiðir D3-vítamín vegna útsetningar við sól.

Mikilvægt 
Það er mjög mikilvægt að hrista flöskuna vel í hvert skipti sem þú skammtar þér daglegan skammt í glasið þitt.
Ráðlögð notkun: 0,15 ml á hvert kíló af líkamsþyngd. Fínstillið skammtastærð eftir líkamsþyngd. Fullorðnir sem eru 50 kg: 7,5 ml á dag. Fullorðnir sem eru 80 kg: 12 ml á dag. Neytið ekki meira en sem nemur ráðlögðum dagskammti. Fæðubótarefni ættu ekki að koma í stað fjölbreytts og holls mataræðis og heilbrigðs lífernis.

Varúð: Ráðfærðu þig við lækni ef þú tekur blóðþynnandi lyf áður en þú tekur BalanceOil+. 

Geymsla: Geymið óopnaðar flöskur á dimmum, þurrum stað við stofuhita eða í ísskáp. Geymið opnaðar flöskur í ísskáp og notið innan 45 daga. Olían getur orðið skýjuð við hitastig sem er lægra en 4°C vegna storknunar ólífuolíunnar. Olían verður aftur tær við stofuhita. Geymið þar sem börn ná ekki til.