Cart

Lisa Bimson

Viðskiptavinur Zinzino

Velkomin/n! Ég hef haft frábæra reynslu af vörunum mínum og ég held að þú munir elska þær líka. Láttu mig vita hvað þér finnst!

Þín karfa

BalanceTest

Aflaðu þér einstæðrar vitneskju um Omega 6:3 jafnvægi líkamans og sjáðu einstaklingsbundnar „Fyrir” og „Eftir” niðurstöður úr BalanceTest. Greint er þurrt blóðsýni af sjálfstæðu VITAS-rannsóknastofunum en það er fljótlegt að taka sýnið heima og hefjast handa með nýtt heilsusnið. 

Smásöluverð
US$133.00 (4.00 cr)
Premier áskriftarverð
US$94.00

Vöruyfirlit

  • Sýnatökuprófið fyrir þurr blóðsýni er auðvelt í notkun

  • Mældu 11 fitusýrur í blóðinu

  • Veitir gögn um Omega-6:3 jafnvægið þitt

Það sem við mælum
Prófið mælir 11 fitusýrur, þ.m.t. mettaðar, einómettaðar (Omega-9) og fjölómettaðar (Omega-6 og Omega-3) fitusýrur. Stök fitusýrugildi eru sýnd í töflunni og gefin upp sem hlutfall af heildarmagni fitusýra sem mældar eru. Til samanburðar í töflunni er meðalsviðið fyrir hverja fitusýru (byggt á gögnum sem fengin voru frá stórum hópi af fólki í jafnvægi) sett fram sem kjörgildi. Eftirfarandi fitusýrur eru mældar:

Palmitínsýra, C16:0, mettuð fita
Sterínsýra, C18:0, mettuð fita
Olíusýra, C18:1, Omega-9
Línólsýra, C18:2, Omega-6
Alfalínólensýra, C18:3, Omega-3
Gammalínólensýra, C18:3, Omega-6
Díhómógammalínólensýra, C20:3, Omega-6
Arakídonsýra (AA), C20:4, Omega-6
Eikósapentensýra (EPA), C20:5, Omega-3
Dókósapentensýra (DPA), C22:5, Omega-3
Dókósahexensýra (DHA), C22:6, Omega-3


Sjálfstæð rannsóknarstofa
Greining á prufunni er framkvæmd af sjálfstæðri og GMP-vottaðri rannsóknarstofu. Sú staðreynd að Vitas er GMP-vottuð þýðir að þau styðjast við góða framleiðsluhætti. Þetta er rannsóknarstofa sem leigir út þjónustu sína til efnagreininga og er með 25 ára reynslu af því að veita litskiljunargreiningar sem byggja á nýjustu þekkingu og tækni. Innifalið í prófuninni er BalanceTest auðkenni sem aðeins þú getur séð. Hvorki rannsóknarstofan né Zinzino veit hver skilaði inn prófinu. Niðurstöðurnar eru birtar á zinzinotest.com þegar þú slærð inn BalanceTest auðkennið þitt. Ef þú hefur lokið við spurningalistann, getur þú fengið aðgang að greiningunni í heild sinni. Ef þú hefur ekki lokið við spurningalistann, munt þú aðeins sjá jafnvægisstigið þitt.

Svona eru niðurstöður þínar útreiknaðar
Fitusýrurnar 11 eru greindar og heildarmagn þeirra er metið 100%. Við byggjum eftirfarandi 6 gildi á 7 fitusýrum. Greiningin á hverri af þessum 7 fitusýrum er reiknuð sem prósenta af 100%.

1. Omega-3 eikósapentensýra (EPA)
2. Omega-3 dókósahexensýra (DHA)
3. Omega-3 dókósapentensýra (DPA)
4. Omega-6 arakídonsýra (AA)
5. Omega-6 díhómógammalínólensýra (DGLA)
6. Mettuð fita, palmitínsýra (PA)
7. Mettuð fita, sterínsýra (SA)

Varnargildi
Fyrst eru eftirfarandi 3 viðurkenndu heilsuvísar reiknaðir:
1. Gildið fyrir Omega-6 hlutfallið er reiknað með eftirfarandi hætti: (DGLA+AA) * 100 / (DGLA+AA+EPA+DPA+DHA)
2. Gildið fyrir Omega-3 magn er summan af EPA+DHA
3. Jafnvægisgildið er reiknað sem Omega-6 (AA) / Omega-3 (EPA)

Hvert vísandi gildi fær sama vægi í öðrum útreikningi og er úthlutað gildi á bilinu 0 til 100 sem síðan er deilt með 3 til að fá varnargildið sem helst ætti að vera yfir 90. Þetta segir þér ekkert um almenna heilbrigði einstaklingsins, þetta sýnir eingöngu vörnina sem fitusýrurnar eru að veita viðkomandi.
Ath.! EPA og DHA gildi hafa mikil áhrif á alla útreikninga og ef EPA og DHA prósentan er lág, þá er ekki óalgengt að niðurstaðan fyrir varnargildi sé mjög lág eða jafnvel núll.

Omega-3 stuðullinn
Omega-3 stuðullinn er samantekt á prósentugildum fyrir tvær fitusýrur, EPA og DHA, úr Omega-3 sjávarafurðum. Samanlagt kjörgildi er að minnsta kosti 8% en hærri gildi eins og 10% eru ákjósanleg.

Omega-3 býr yfir mörgum jákvæðum eiginleikum þar sem olían er helsta byggingarefni frumna í líkamanum. EPA finnst helst í blóði, vöðvum og vefjum á meðan að DHA er aðallega í heila, sæði og augum.

Omega-6:3 jafnvægi
Jafnvægið er reiknað með því að deila í prósentugildi AA með prósentugildi EPA (AA / EPA) sem er síðan gefið upp sem jafnvægisgildi, t.d. 3:1. Omega-6:3 jafnvægi líkamans ætti helst að vera undir 3:1.

Ef þetta hlutfall er yfir 3:1, munt þú hafa ávinning af því að gera breytingu á mataræðinu. Lágt jafnvægi Omega-6 og Omega-3 er mikilvægt til að viðhalda eðlilegri frumu- og vefjaþróun (samvægi) og það hjálpar líkamanum einnig við að halda bólgum í skefjum.

Gegnumflæði frumna
Gegnumflæði er reiknað með því að deila með prósentugildi Omega-3 fitusýranna í prósentugildi þessara tveggja tegunda af mettaðri fitu. Gegnumflæðisgildið er því skilgreint sem (PA+SA) / (EPA+DHA) og útkoman er sett fram sem gegnumflæðisstuðull, t.d. 3:1. Ef gegnumflæðisgildið er undir 4:1, sýnir það fram á nægilegt gegnumflæði í frumuhimnum.

Eftir því sem meira er af mettuðum fitum í himnunni, því stífari er himnan. Á móti kemur að því meira sem er að finna af fjölómettaðri fitu í himnunni, því meira gegnumflæði býr himnan yfir. Samsetning frumuhimna og uppbygging þeirra er lykilþáttur í heilbrigði frumna og því líkamans alls. Annars vegar þarf himnan að vera nægilega stíf til að veita styrkan stuðning við uppbyggingu frumunnar. Hins vegar þarf himnan að vera með nægilegt gegnumflæði til að hleypa næringarefnum inn og úrgangsefnum út.

Hugrænn styrkur
Þetta er reiknað með því að deila í prósentugildi AA með samanlögðum gildum EPA og DHA, þ.e.a.s gildi fyrir hugrænan styrk = AA / (EPA+DHA). Niðurstaðan er sett fram sem gildi fyrir hugrænan styrk, t.d. 1:1. Jafnvægisgildið þarf að vera 1:1 til að fullnægjandi og jafnt magn af fjölómettuðu fitusýrunum Omega-6 og Omega-3 sé fluttar til heilans og taugakerfisins.

Skilvitleg virkni er bætt í kjölfarið á aukinni neyslu á Omega-3 EPA og DHA sýrum sem unnar eru úr sjávarafurðum. Bernska og elli eru tvö viðkvæm tímabil þar sem skortur á Omega-3 hefur verið tengdur við minnisglöp og námsörðugleika, auk skapsveiflna.

Stuðull arakídónsýru (AA)
AA-stuðullinn sýnir mælt gildi Omega-6 fitusýrunnar arakídónsýru (AA) sem prósentuhlutfall af öllum þeim fitusýrum sem mældar eru. Góð meðalgildi eru á bilinu 6,5 til 9,5% með kjörgildið 8,3%.

Arakídónsýra (AA) er mikilvægasta Omega-6 fitusýra líkamans. Upphafspunktur fyrir framleiðslu staðbundinna vefjahormóna sem Omega-6 virkjar, svo sem prostaglandína, trómboxana og leukotríena, búa yfir ólíkum eiginleikum. Almennt hlutverk er að verja líkamann gegn skemmdum með því að takmarka framvindu sýkingarinnar eða áhrif meiðslanna.

Vottað blóðprufusett
Zinzino blóðprufa fyrir þurr blóðsýni hefur vottun sem staðfestir að það uppfylli skilyrði Evróputilskipunar 98/79/EB um lækningatæki til greininga (IVD) í glasi. Þetta þýðir að prófið og allir íhlutir þess uppfylla gildandi lög og reglugerðir og því er settið með CE-merkingu.



Tak a prófið

1. Zinzino prófið er viðurkennd "in vitro" greiningarvara sem notuð er til að taka blóðsýni heima fyrir.
- Þvoðu hendurnar fyrst með sápu og skolaðu vel með volgu vatni og þurrkaðu svo.

2. Taktu sýnaspjaldið úr pappírsumslaginu. Geymdu umslagið til að nota síðar. Rífðu SAVE hlutann af sýnaspjaldinu og taktu mynd af prófunarauðkenninu. Þú getur aðeins séð þínar prófniðurstöður með þínu nafnlausa prófunarauðkenni. Leggðu spjaldið á borðið þannig að hringirnir tveir vísi upp.

3. Örvaðu blóðflæðið með því að snúa handleggjunum í stóra hringi eða með því að hrista hendurnar niður á við í 20 sekúndur.

4. Taktu út einnota stungunálina. Fjarlægðu öryggishettuna og þá er stungunálin tilbúin til notkunar. Notaðu sprittþurrkuna til að hreinsa fingurgómana (mælt er með að nota löngutöng). Leggðu stungunálina upp að neðri hluta fingurgómsins sem vísar að söfnunarpappírnum á borðinu. Ýttu á endann á stungunálinni í áttina að fingrinum þar til þú heyrir smell. Stungunálin mun sjálfkrafa stinga þig í fingurinn.

5. Ekki snerta síupappírinn með fingrunum.

6. Fylltu einn hring í einu með blóði. Kreistu fingurinn varlega og bíddu eftir að blóðdropi detti af sjálfu sér inn í hringinn. Ef einn blóðdropi hylur ekki hringinn skaltu leyfa einum dropa til viðbótar að drjúpa strax. Láttu sýnaspjaldið liggja lárétt við stofuhita í að minnsta kosti 10 mínútur svo að sýnin nái að þorna vel.

7. Settu sýnaspjaldið aftur í pappírsumslagið. Láttu pappírsumslagið svo í álþynnupokann og lokaðu honum.

MIKILVÆGT: Ekki fjarlægja rakadræga pakkann sem er inni í álþynnupokanum.

8. Settu lokaða álþynnupokann í stóra umslagið með heimilisfangi rannsóknarstofunnar.

ATH.: Þú verður að láta réttan fjölda frímerkja á umslagið áður en þú póstleggur það. Skráðu prófkóðann þinn á www.zinzinotest.com. Þetta er vefsíðan þar sem þú getur skoðað niðurstöðurnar úr prófinu síðar. Það tekur 10-20 daga þar til niðurstöður prófanna eru tilbúnar.

MIKILVÆGT: Geymdu SAVE hlutann af spjaldinu. Þú getur aðeins séð þínar prófniðurstöður með þínu nafnlausa prófunarauðkenni.

Sjálfstæð rannsóknarstofa

Greining á prufunni er framkvæmd af sjálfstæðri og GMP-vottaðri rannsóknarstofu. Sú staðreynd að Vitas er GMP-vottuð þýðir að þau styðjast við góða framleiðsluhætti. Þetta er rannsóknarstofa sem leigir út þjónustu sína til efnagreininga og er með 25 ára reynslu af því að veita litskiljunargreiningar sem byggja á nýjustu þekkingu og tækni. Innifalið í prófuninni er BalanceTest auðkenni sem aðeins þú getur séð. Hvorki rannsóknarstofan né Zinzino veit hver skilaði inn prófinu. Niðurstöðurnar eru birtar á zinzinotest. com þegar þú slærð inn BalanceTest auðkennið þitt. Ef þú hefur lokið við spurningalistann, getur þú fengið aðgang að greiningunni í heild sinni. Ef þú hefur ekki lokið við spurningalistann, munt þú aðeins sjá jafnvægisstigið þitt.
Vitas - Who we are  
Certificate Vitas - Declaration of Independence  
Certificate Vitas - Declaration of sample destruction