Cart

Viktor Törnkvist

Viðskiptavinur Zinzino

Velkomin/n! Ég hef haft frábæra reynslu af vörunum mínum og ég held að þú munir elska þær líka. Láttu mig vita hvað þér finnst!

Þín karfa

Energy Bar Nut & Seed

Bragðgóða orkustöngin okkar er fullkomin hollustumáltíð fyrir eða eftir æfingu, eða sem máltíð á ferðinni. Hlaðin af möndlum, döðlum og handfylli af ofurfræjum á borð við chia, quinoa, graskers og sesamfræ - að viðbættum trefjum úr inúlíni til að ná fram hámarksáhrifum. 

Innihald: 4 x 40g

Smásöluverð
21 € (1,00 cr)
Premier áskriftarverð
15 €

Vöruyfirlit

1 Energy Bar, 4x40 g pack

  • Orkurík - hraðvirkur og endingargóður orkugjafi.
  • Tefjarík1 - 10 g heilsusamlegra trefja sem gera líkamanum gagn.
  • Enginn viðbættur sykur - fáðu orku án sykurþárfara.
  • Vegan - allir geta notið.
  • Án erfðabreyttra innihaldsefna & skordýraeitra - það má treysta því að við notum bestu fáanlegu innihaldsefnin.
  • WADA-væn - íþróttafólk getur neytt orkustanganna í trausti þess að þær innihaldi engin bönnuð efni.
Næringargildi
  í 100 g í 40 g (1 bar)
Orka 1699 kJ / 410 kcal 679 kJ / 164 kcal
Fita 23,5 g 9,4 g
     af mettuð fita 2,6 g 1,0 g
Kolvetni 28,1 g 11,3 g
     af sykrum 15,8 g 6,3 g
Trefjar 26,0 g 10,4 g
Prótein 11,1 g 4,4 g
Salt 0,05 g 0,02 g

 

Innihaldsefni:

Möndlur 25,5 %, döðlur 20 %, ísómaltó-fásykra* 14 %, graskersfræ 8,2 %, sesamfræ 6,1 %, quinoa-flögur 6,1 %, rakagjafi (glýseról) 7 %, inúlín 5 %, chia-fræ (salvia hispanica) 5 %, ólífuolía 4 %.

* Ísómaltó-fásykra inniheldur glúkósa með sykurstuðli upp á aðeins 34.

Möndlur
Möndlur eru mjög næringarríkar og auðugar af E-vítamíni, mangan og magnesíum. Möndlur innihalda kopar, fosfór, níasín, trefjar og andoxunarefni. Þær eru næringarríkari en nokkur önnur hnetutegund og færa líkamanum heilsusamlegar ein- og fjölómettaðar fitutegundir og andoxunarefni. Möndlur innihalda náttúrulegar sykrur.

Döðlur
Döðlur innihalda mikið af járni, trefjum, A-vítamíni og kalín. Í þeim er að finna nauðsynleg steinefni s.s. kalsíum, fosfór, natrín og sink, þær eru því meðal hollustu matvæla í heimi. Í döðlum er mikið af leysanlegum trefjum sem gegna lykilhlutverki í að styðja við heilbrigðar hægðir og þægilega tilfærslu næringar um meltingarveginn. Í döðlum eru náttúrulegar sykrur s.s. glúkósi, ávaxtasykur og súkrósi. Þær eru því rétti skyndibitinn til að ná sér í orkuskot í flýti.

Graskersfræ
Graskersfræ innihalda fjölbreytt úrval andoxandi jurtanæringarefna, þar með taldar ýmsar fenólsýrur og pólýfenóla eins og lignans. Í graskersfræjum eru líka heilsueflandi plöntusteról. Graskersfræ eru mjög góð uppspretta af sinki, járni, fosfór, magnesíum, mangan og kopar og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin mælir með neyslu þeirra. Graskersfræ innihalda auk þess mikið af trefjum, próteinum og mikilvægu fitusýrunum, omega-3 og omega-6.

Sesamfræ
Sesamfræ eru heilnæm sökum innihalds næringarefna, eins og vítamína, steinefna, náttúrulegra olía og lífrænna efnasambanda með kalsíum, járni, magnesíum, fosfór, mangan, kopar, sink, trefjum, þíamíni, B6-vítamíni, fólati, próteinum og tryptófan amínósýrum. Þurrkuð heil sesamfræ innihalda 23% kolvetni, þar með talin 12% trefjaefni, 50% fita og 18% prótein.

Quinoa
Quinoa er auðugt af próteinum og er ein fárra fæðutegunda úr jurtaríkinu sem innihalda allar níu nauðsynlegu amínósýrurnar, það er því afbragðsgóð uppspretta próteina. Það inniheldur bæði meiri og betri prótein en flestar aðrar frætegundir. Fræin eru líka trefjarík og auðug af magnesíum, B-vítamínum, járni, kalín, kalsíum, fosfór, E-vítamíni og flavónóíðum sem eru andoxunarefni úr plöntum.

Chia-fræ
Chia-fræ eru næringarrík, færa líkamanum mikla orku og eru orðin ein alvinsælasta ofurfæða þeirra sem láta sig heilbrigði mikið varða. Chia-fræin eru svo holl sem raun ber vitni því þau innihalda trefjar, omega-3 fitu, prótein, A-, B-, C- og D-vítamín og steinefni s.s. brennistein, járn, joð, magnesíum, mangan, níasín og þíamín í miklu magni, auk þess að vera góð uppspretta andoxunarefna.

Inúlín
Inúlín er leysanlegt trefjaefni sem fæst úr mörgum plöntum en er oftast sótt í kaffifífil. Náttúruleg fjölávaxtasykran er óunnin og því hefur inúlínið lágmarksáhrif til hækkunar blóðsykurs. Efnið eykur upptöku kalsíum og mögulega líka magnesíum um leið og það stuðlar að vexti gagnlegra gerla í ristli.

Vinsamlega athugið: Gæti innihaldið jarðhnetur og afurðir úr þeim. Inniheldur náttúrulegar sykrur.

Geymsla: Geymist á þurrum stað við 15 - 22 °C og hlífið við sólarljósi.

Zinzino Energy Bar er seld í öskjum sem hver inniheldur fjórar 40 gramma stangir. Hverri stöng er pakkað í sérumbúðir. Á umbúðum hverrar orkustangar eru prentaðar upplýsingar, en eingöngu á ensku. Allar mikilvægar upplýsingar s.s. innihaldslýsingu o.fl. er að finna á þínu tungumáli utan á kassanum.