Cart

Michele Riechman

Zinzino Independent Partner

Velkominn! Ég er sjálfstætt starfandi ráðgjafi þinn, hér til að leiðbeina þér á heilsuferðalaginu þínu!

Þín karfa

Vitamin D Test

VitaminD Test er próf sem er meðhöndlað sem trúnaðarmál, þar sem þurr blóðsýni eru greind á rannsóknarstofu til að sjá núverandi stöðu og hjálpa þér við að uppfylla sérsniðna D-vítamín næringarþörf. Það er fljótlegt og einfalt að taka prófið og niðurstöðurnar úr D-vítamín prófinu er teknar saman með auðskiljanlegum myndrænum hætti.

Með því að taka prófið færð þú innsýn í D-vítamínsstöðu þína og þú færð sérsniðnar tillögu um hvernig þú getur viðhaldið magni D-vítamíns í líkamanum eða aukið það. Mælt er með því að taka prófið á 120 daga fresti til að fylgjast með stöðunni og aðlaga inntöku og  lífsstíl í samræmi við árstíðabundnar breytingar. 

Tilboðsverð
52 € (Sparaðu 30 %) (3,00 cr)
Smásöluverð
74 €

Vöruyfirlit

  • Mælir D-vítamínsstöðu 
  • Fljótlegt og auðvelt
  • Ítarleg þekking
  • Fylgstu með framförinni
  • Nafnlausar prófunarniðurstöður frá óháðri rannsóknarstofu
Upplýstu þig um heilsuna
VitaminD prófið frá Zinzino er einfalt sjálfspróf til að greina D-vítamín magnið sem finnst í háræðablóði fengið úr fingurgómnum með blóðprufutækni fyrir þurr blóðsýni (DBS). Vísindin hafa sannað að blóðprufutækni fyrir þurr blóðsýni er eins nákvæmt og blóðprufa úr bláæð þegar ætlunin er að greina D-vítamínmagn. Það eina sem þarf er að fá 1-2 blóðdropa úr fingurgómi á Whatman® síupappír og það tekur innan við mínútu að ljúka sýnatökunni. VITAS Analytical Services í Noregi mun greina núverandi D-vítamínstöðu þína og niðurstaðan er nafnlaus. Staðan getur verið breytileg eftir því hvenær árs prófið er tekið og ræðst af mataræði, magni sólarljóss og notkun fæðubótarefna. Þess vegna er ráðlagt að prófað sé á 120 daga fresti. Með því að nota persónulega prófunarauðkennið þitt færðu ítarlegar persónulegar ráðleggingar byggðar á D-vítamínsstöðu þinni til að bæta stöðuna að fremsta megni.

Það sem við mælum
Til eru ýmsar leiðir til að meta magn D-vítamíns í líkamanum og við notum bestu aðferðirnar sem völ er á til að tryggja að mælingin okkar sé eins nákvæm og kostur er. 25-hýdroxývítamín D-próf er besta leiðin til að mæla D-vítamínmagnið þar sem það mælir magn 25(OH)D, sem einnig kallast kalsídíól, í blóðinu.

Prófið endurspeglar allar þrjár uppsprettur D-vítamíns; fæðu, fæðubótarefni og nýmyndun húðar og segir til um hvort D-vítamínstaðan þín sé ákjósanleg, of há eða of lág.

D-vítamín er mælt á bili sem nanógrömm á millílítra (ng/ml) eða nanómól á lítra (nmól/L). Nmól/L er algengasta leiðin til að mæla magn D-vítamíns. Í Bandaríkjunum og nokkrum öðrum löndum eru sömu gildi hins vegar mæld með ng/ml. Því er hægt að velja hvernig prófunarniðurstöður eru settar fram.

Hvernig virkar þetta?

Skref 1. Taktu prófið
Þú byrjar á því að stinga í fingurinn og dreypa 1-2 blóðdropum á síupappír.

Skref 2. Virkjaðu prófið þitt
Þú skráir prófið með því að slá inn prófunarauðkennið þitt og fylla út eyðublaðið. Öll gögn eru nafnlaus.

Skref 3. Hefðu för þína
Njóttu góðs af skýrum upphafspunkti fyrir för þína að ónæmiskerfi sem virkar sem skyldi. Breyttu stöðunni gætilega og viðhaltu æskilegu magni D-vítamíns allt árið um kring.

Skref 4. Bíddu eftir greiningunni
Vitas Analytical Services hafa yfir 25 ára reynslu og búa yfir nýjustu þekkingu og tækni sem tryggir að fyrirtækið greinir prófið þitt sjálfstætt og stendur vörð um friðhelgi einkalífs þíns.

Skref 5. Fáðu niðurstöðurnar þínar
Niðurstöður þínar eru aðgengilegar og eru birtar með auðskiljanlegum og myndrænum hætti innan 10-20 daga.

Skref 6. Taktu aðra prufu til að mæla gildin
D-vítamínupptaka frá sólarljósi er breytileg í hinum ýmsu heims - hlutum árið um kring og til að ná upp góðum gildum þarf að jafnaði að neyta D-vítamíns í 3-4 mánuði, allt eftir skammtastærð og þinni persónulegu stöðu. Við mælum með því að þú takir nýtt próf á fjögurra mánaða fresti til að fylgjast með framförum þínum og tryggja að þú náir og viðhaldir ákjósanlegri D-vítamínstöðu.


Vottað blóðprufusett
Zinzino blóðprufa fyrir þurr blóðsýni hefur vottun sem staðfestir að það uppfylli skilyrði Evróputilskipunar 98/79/EB um lækningatæki til in vitro greininga (IVD). Þetta þýðir að prófið og allir íhlutir þess uppfylla gildandi lög og reglugerðir og því er settið með CE-merkingu.


Taka prófið

1. Zinzino prófið er viðurkennd "in vitro" greiningarvara sem notuð er til að taka blóðsýni heima fyrir. - Þvoðu hendurnar fyrst með sápu og skolaðu vel með volgu vatni og þurrkaðu svo.

2. Taktu sýnaspjaldið úr pappírsumslaginu. Geymdu umslagið til að nota síðar. Rífðu SAVE hlutann af sýnaspjaldinu og taktu mynd af prófunarauðkenninu. Þú getur aðeins séð þínar prófniðurstöður með þínu nafnlausa prófunarauðkenni. Leggðu spjaldið á borðið þannig að hringirnir tveir vísi upp.

3. Örvaðu blóðflæðið með því að snúa handleggjunum í stóra hringi eða með því að hrista hendurnar niður á við í 20 sekúndur.

4. Taktu út einnota stungunálina. Fjarlægðu öryggishettuna og þá er stungunálin tilbúin til notkunar. Notaðu sprittþurrkuna til að hreinsa fingurgómana (mælt er með að nota löngutöng). Leggðu stungunálina upp að neðri hluta fingurgómsins sem vísar að söfnunarpappírnum á borðinu. Ýttu á endann á stungunálinni í áttina að fingrinum þar til þú heyrir smell. Stungunálin mun sjálfkrafa stinga þig í fingurinn.

5. Ekki snerta síupappírinn með fingrunum. 6. Fylltu einn hring í einu með blóði. Kreistu fingurinn varlega og bíddu eftir að blóðdropi detti af sjálfu sér inn í hringinn. Ef einn blóðdropi hylur ekki hringinn skaltu leyfa einum dropa til viðbótar að drjúpa strax. Láttu sýnaspjaldið liggja lárétt við stofuhita í að minnsta kosti 10 mínútur svo að sýnin nái að þorna vel.

7. Settu sýnaspjaldið aftur í pappírsumslagið. Láttu pappírsumslagið svo í álþynnupokann og lokaðu honum.

MIKILVÆGT: Ekki fjarlægja rakadræga pakkann sem er inni í álþynnupokanum.

8. Settu lokaða álþynnupokann í stóra umslagið með heimilisfangi rannsóknarstofunnar.

ATH.: Þú verður að láta réttan fjölda frímerkja á umslagið áður en þú póstleggur það. Skráðu prófkóðann þinn á www.zinzinotest.com. Þetta er vefsíðan þar sem þú getur skoðað niðurstöðurnar úr prófinu síðar. Það tekur 10-20 daga þar til niðurstöður prófanna eru tilbúnar.

MIKILVÆGT: Geymdu SAVE hlutann af spjaldinu. Þú getur aðeins séð þínar prófniðurstöður með þínu nafnlausa prófunarauðkenni.