Vöruyfirlit
Fyrsta sending
3 R.E.V.O.O Olive Oil, 250 ml
Áskrift
1 R.E.V.O.O Olive Oil, 250 ml
Vörur
9 R.E.V.O.O Olive Oil, 250 ml
Ekkert sendingargjald + 1 ókeypis vara
1 R.E.V.O.O Olive Oil, 250 ml
- Revolutionary Extra Virgin Olive Oil (R.E.V.O.O)
- Með allt 30 sinnum hærra pólýfenóla innihald en venjuleg ólífuolía
- Gert samkvæmt aldagömlum hefðum, endurhugsuð endurhönnuð og endursamsettt
- Meira framboð af náttúrulegum lífvirkum efnum sem eru föst í Omega-9 olíu
- Vottaðar Koroneiki ólífur úr aldingörðum sem hafa verið í eigu sömu fjölskyldu í margar kynslóðir, ávalt lausar við tilbúinn áburð og skordýraeitur
- Pressaðar með einkaleyfðri aðferð og tækjum. Næringarlyf eru varin og þeim safnað upp í sérhvern dropa
Næringarupplýsingar
Skammtastærð Skammtar í pakkningu |
||
---|---|---|
Meðal magn | 15 mL | 100mL |
Orka | 122 kcal | 815 kcal |
Orka | 511 kJ | 3409 kJ |
Heildarfita | 13,7 g | 91,3 g |
Þar af: - Mettuð |
2,4 g | 15,78 g |
- Monounsaturated | 9,8 g | 65,42 g |
- Einómettuð | 1,5 g | 10,10 g |
Prótein | 0 g | 0 g |
Kolesteról | 0 g | 0 g |
Kolvetni | 0 g | 0 g |
Natríum/salt | 0 g | 0 g |
Pólýfenólar | 38,2 mg | 255 mg |
- þar af týrósól eða afleiður | 8 mg | 53,5 mg |
- þar af hýdroxýtýrósól eða afleiður | 7,4 mg | 49,2 mg |
Innihaldsefni:
Hágæðajómfrúarólífuolía.
R.E.V.O.O. er gerð til að þú getir notið hennar eintómrar í skeiðavís eða með nánast samhliða hvaða daglegu máltíð sem er. Af hverju ekki að fá sér eina matskeið á dag, u.þ.b. 15 ml, til að fá daglegan skammt af miðjarðarhafsgæðunum sem eru náttúrulega framleidd af ólífutréinu. Við mælum einnig með að þú hellir skammtinum þínum yfir nánast hvaða máltíð sem eru eins og t.d. grænt salat, fisk, grænmeti, pasta, kalt kjöt, súpu eða hvað sem hugur þinn girnist til að breyta máltíð þinni í heilsusamlega upplifun fulla af pólýfenóli.
Kynning á R.E.V.O.O revolutionary extra virgin olive oil
R.E.V.O.O notast aðeins við Koroneiki ólífur. Á sameindasviðinu er þetta sannarlega byltingarkennd hágæða jómfrúarolífuolía með hátt fenól innihald og óviðjafnanlega þéttni af fýtónæringarefnum þ.m.t. pólýfenóla, en magn þeirra er í raun allt að 30 sinnum hærra en í venjulegum hágæða jómfrúarólíum. R.E.V.O.O inniheldur einnig heilt litróf af öðrum mikilvægum lífvirkum næringarlyfjum svo sem maslinik-sýru, skvaleni og E-vítamíni í samanburði við hefðbundnar hágæða jómfrúarolífuolíur. Ólífurnar eru tíndar af lífrænt ræktuðum ólífutrjám af því að þessi ólífutré framleiða meira af fýtóalexín þ.e.a.s. varnarefni plöntunnar gegn árásum lífvera (lifandi sníkjudýra o.s.frv.) til að styrkja ónæmiskerfi sitt svo og sem varnarefni gegn annarskonar árásum (útfjólublárra geisla / mengandi efna í umhverfi o.s.frv.). Þessi lífvirku varnarefni hjálpa ólífutrénu að skara fram úr hvað eð varðar langlífi og vernda þannig tréð og ávexti þess. Þessi sömu lífvirku efni eru einnig mikilvæg fyrir heilsu manna. Nýja einkaleyfða tæknin sem notuð er til að pressa R.E.V.O.O er sérstaklega hönnuð og samsett svo að framboð og magn ólíkra næringarlyfja sé sem mest og hæst og svo að yndisleg ilmefni séu vernduð og þeim safnað saman í sérhvern dropa olíunnar í byltingarkenndu magni. Mikið af þessum eftirsóknarverðu efnum glatast alveg eða að miklu leiti í flestum hefðbundnum pressunaraðferðum sem notaðar eru við framleiðslu ólífuolíu.
The R.E.V.O.O aðferðin
Eins og aðrar náttúrulegar vörur byrjar R.E.V.O.O í aldingarðinum en það er aðferðin við framleiðsluna sem gerir þessa háfenólolífuolíu einstaka. Áður en pressun hefst eru ólífurnar í uppskerunni flokkaðar svo að aðeins heilbrigðar ólífur eru pressaðar. Smágreinar og lauf eru hreinsuð burt. Síðan eru ólífurnar skolaðar vel til að tryggja að öll mengandi efni á yfirborði ólífanna séu fjarlægð.
Pressunin: R.E.V.O.O olían er pressuð á vélrænan hátt í kaldri pressun við kaldar aðstæður. Það sem gerir muninn er algjörlega endurhugsað „lokað og gegnumstreymandi“ kerfi þar sem ENGUM aukaefnum, eins og t.d. vatni, er bætt við til að hjálpa ferlinu. Þar sem ferlið er gegnumstreymandi og pressunin fer ekki fram í lotum, er hægt að fylgjast með og stjórna og besta öll meginskilyrði ferlisins til að hámarka náttúruleg ensímhvörf sem er algjörlega einstakt! Flest hefðbundin pressunarkerfi bæta við hjálparefnum eins og vatni og leyfa óheftu loftflæði (20% súrefni) að koma inn í ferlið en það veldur umsvifalaust skaða vegna oxunar og vatnsleysingar sem minnkar styrk næringarlyfjanna og dregur úr geymsluþol ólífuolíunnar. Þetta er ekki þannig í R.E.V.O.O aðferðinni. Öll þrep R.E.V.O.O aðferðarinnar hafa verið endurhugsuð og hönnuð til að ná og varðveita gæðin sem ólífan býr yfir á varanlegan og skilvirkan hátt. Ólífur innihalda tvo vökva, ólífusafa og ólífuolíu. R.E.V.O.O aðferðin notar náttúruleg öfl og háþróaða skynjara til að aðskilja gegnumstreymandi ólífuolíuna frá ólífusafanum á stöðugan hátt. Þessi hluti af ferlinu er svo skilvirkur að olían hefur ekkert vatnsbland, hefur einstaklega langt geymsluþol og er hægt að setja hana á flöskur á innan við 48 tímum og er hún einstaklega létt og bragðgóð í munni. Berið þetta saman við hefðbundið skiljunarferli sem blandar vatnssameindum saman við olíuna. Það tekur marga mánuði að ná vatninu úr áður en olían er sett á flöskur og veldur slíkt ferli skaða vegna vatnsleysingar sem „skolar út“ verðmætum fýtóefnum en minnkar einnig styrk olíunnar mikið sem og þann tíma sem olían er fersk.
Öll stigin í ferlinu spila mikilvægan þátt í að ná fram þessumbyltingarkenndu gæðum ólífuolíunnar. Niðurstaðan er afburða góð vara sem skorar mjög hátt í öllum gæðaþáttum framleiðslu. Til dæmis er sýrustig og innihald peroxíðs lágt (0,32%) og gildin haldast lág í mjög langan tíma. Þetta lætur R.E.V.O.O ilma vel og olían heldur ferskleika sínum mikið lengur en venjuleg ólífuolía, sem tryggir að þú, neytandinn, fáir sem hæst magn fýtóefna og njótir sem best hvers einasta skammts úr hverri einustu flösku.
Deila þessari síðu
Eða afrita hlekk