Cart

Sanna Ulvi-Lindroos

Zinzino Independent Partner

Velkominn! Ég er sjálfstætt starfandi ráðgjafi þinn, hér til að leiðbeina þér á heilsuferðalaginu þínu!

sanna.ulvi@live.fi
Afrita
Þín karfa

Skin Serum, 50 ml

Skin Serum er fyrir andlit og háls. Verkun þess endist í heilan sólarhring og það dregur úr grunnum línum og hrukkum. Sermið endurnýjar húðina með því að endurbyggja utanfrumuefnið, það styrkir húðina og eykur teygjanleika hennar.

Innihald: 50 ml

Smásöluverð
US$142.00 (6.00 cr)
Premier áskriftarverð
US$71.00

Vöruyfirlit

  • Viðheldur raka og sléttir húðina
  • Bætir teygjanleika og styrk húðarinnar
  • Dregur úr fíngerðum línum og hrukkumyndun
  • Minnkar stærð svitahola
  • Samþykkt af VEGAN SOCIETY
Millifrumuefnið gegnir mikilvægu hlutverki í öldrun húðar og viðhaldi hennar
Óvarin húð (á höndum og andliti) eldist hraðar en varin húð. Mörg ummerki öldrunar eru því tilkomin vegna utanaðkomandi þátta. Þar má nefna sólarljós, tóbaksreyk og umhverfismengun sem mynda sindurefni sem skaðleg eru húðinni. Einnig eru ýmsir veigamiklir innri áhrifaþættir. Þegar efnaskipti húðarinnar eru við kjörskilyrði, lagast skemmdir og millifrumuefnið viðheldur sér. Léleg næring hinsvegar, flýtir niðurbroti og hægir á endurnýjun millifrumuefnisins. Þetta leiðir til aukins niðurbrots á millifrumuefninu og flýtir þróun á fínum línum og hrukkumyndun. Umhirðu húðarinnar ætti að vera beint að orsökum öldrunar sem og sjáanlegum ummerkjum. Zinzino Skin Serum gerir það með því að vernda, bæta og endurbyggja millifrumuefnið. Þetta er sérlega áhrifarík vara sem hægt er að nota eina og sér. Ef mataræðið er ekki ákjósanlegt nýtist varan enn betur þegar hún er notuð samhliða BalanceOil og Xtend, sem næra húðina innan frá.

Verndar: dregur úr niðurbroti millifrumuefnisins
Sólarljós flýtir öldrun húðarinnar með niðurbroti á ECM. Zinzino Skin Serum inniheldur fjögur virk innihaldsefni sem hamla veigamiklum öldrunaráhrifum á fjórum mismunandi stigum.

- squalene
- 1-3, 1-6 betaglúkan
- tókóferól og tókótríenól
- pólýfenólar úr ólífuolíu

Viðheldur: eykur myndun millifrumuefnis
Húðfrumur sem kallast trefjakímfrumur (e. fibroblasts) lagfæra millifrumuefnið með því að mynda nýtt kollagen, elastín og aðrar örtrefjar. Zinzino Skin Serum inniheldur tvö virk efni sem auka virkni trefjakímfrumna með tvenns konar samverkandi hætti.
- koparheptapeptíð
- 1-3, 1-6 betaglúkan
Efnin draga úr niðurbroti millifrumuefnisins og stuðla að viðhaldi þess þannig að gæði þess aukast smám saman. Þetta gefur húðinni fallegan og unglegan ljóma.

Endurbyggir: eykur gæðI millifrumuefnisins
Með því að endurbyggja millifrumuefnið fær húðin þann raka sem hún þarf og þar með aukinn teygjanleika og styrk. Þetta dregur úr fíngerðum línum og hrukkumyndun. Endurbygging tekur tíma. Til þess að hraða ferlinu inniheldur kremið tvö hraðverkandi efnasambönd.
- calendula (bólgueyðandi efni)
- hýalúronsýra (rakagefandi efni)

Millifrumuefnið
Mannshúðin er samsett úr þremur aðalvefjalögum sem kallast húðþekja, leðurhúð og undirhúð. Millifrumuefnið (ECM) er fíngert net örtrefja sem inniheldur meðal annars kollagen, elastín og hýalúrónsýru. ECM finnst bæði í húðþekjunni og leðurhúðinni og vinnur bæði að togþoli og teygjanleika húðarinnar. Innihaldsefnum Zinzino Skin Serum er ætlað, eins og fram kemur í textanum, að hafa bein áhrif á ECM í báðum þessum húðlögum.
Geislandi yfirbragð. Zinzino Skin Serum inniheldur einnig betakarótín í snefilmagni, náttúrulegt litarefni sem finna má í ýmsum ávöxtum og grænmeti. Endurtekin notkun veitir húðinni fallegt og geislandi yfirbragð – sem svipar til þess sem tengist hollu mataræði.

Önnur innihaldsefni
Önnur mikilvæg innihaldsefni eru í Skin Serum og þau eru: Shea-smjör, fita úr hnetum og Helianthus annuus, sólblómaolía, sem hafa góða rakagefandi eiginleika. Við notum einnig fjörugrös, sjávargróður, sem hefur rakagefandi eiginleika og verndar gegn útfjólubláum geislum. Sepíólít, steinefnaleir, er bætt við fyrir sótthreinsandi og græðandi eiginleika fyrir húðina og Avena Sativa, hafraþykkni, hjálpar til við að draga úr húðertingu. Að lokum var betaíni bætt við til að viðhalda vatnsjafnvæginu í frumunum, en það hefur einnig bólgueyðandi eiginleika.

Án ilmefna og parabena
Zinzino Skin Serum inniheldur engin viðbætt ilmefni. Varan ber daufa og þægilega angan af náttúrulegum innihaldsefnum sínum (eins og betaglúkönum). Þetta hefur ekki áhrif á önnur ilmefni eða ilmvötn sem notuð eru. Skin Serum inniheldur auk þess engin paraben.
Innihaldsefni:

Aqua, Glycerin, Shea Butter Ethyl Esters, Betaine, Methyl Methacrylate Crosspolymer, Avena Sativa (Oat) Kernel Flour, Sorbitan Caprylate, Pectin, Squalane, Xanthan Gum, Yeast Polysaccharides, Tocopherol, Olea Europaea (Olive) Fruit Extract, Sepiolite Extract, Calendula Officinalis Flower Extract, Sodium Hyaluronate, Helianthus Annuus (Sunflower) Seed Oil, Sodium Hydroxide, Carrageenan, Polyvinyl Alcohol, Potassium Benzoate, Propanediol, Sodium Benzoate, Caprylyl Glycol, Copper Palmitoyl Heptapeptide-14, Glyceryl Caprylate, Heptapeptide-15 Palmitate, Lactic Acid/Glycolic Acid Copolymer, Phenoxyethanol, Phenylpropanol, Sorbic Acid, Benzoic Acid, Beta-Carotene, Citric Acid

Leiðbeiningar: Berið í litlu magni á andlit og háls, kvölds og morgna til að ná hámarksárangri. Notist innan 12 mánaða frá opnun umbúða.

Vinsamlegast athugið: 
Geymist þar sem börn ná ekki til og forðist snertingu við augu. Þessi vara kemur ekki í stað daglegrar notkunar sólarvarnar.