Cart
Þín karfa

French Espresso, big pack (Zinzino)

Kaffið er búið til úr 100% Arabica-baunum frá bestu plantekrum Mið- og Suður-Ameríku. Sannkallað „kaffi kaffiunnenda“. Kaffið er meðalsterkt með sérlega mjúku og ljúfu bragði og ríkulegri rjómakenndri fyllingu. Mikið bragð og sterkur ilmur einkennir kaffið og í því má finna keim af karamellu og heslihnetum. Jafnvægið milli sýrustigs og beiskju myndar dásamlega endingargott eftirbragð, með tón af rauðum berjum. Kaffið hentar vel eftir máltíð með góðum eftirréttum, þá sérstaklega þeim sem bragðbættir hafa verið með hnetum/jarðhnetum. Kaffið er selt í pökkum sem innihalda 12 púða og í Big-Pack kössum sem innihalda 192 púða.

Tilboðsverð
135 € (Sparaðu 46 %) (10,00 cr)
Smásöluverð
252 €

ZINZINO ESPRESSO frá

ROMBOUTS & MALONGO:

Vörulína Zinzino af kaffipúðum er framleidd af Rombouts & Malongo sem eru ein fremsta kaffibrennsla Evrópu og var stofnsett í Antwerpen, Belgíu árið 1896. Malongo er systurfyrirtæki þess í Nice í Frakklandi. Fyrirtækið er enn í eigu stofnfjölskyldunnar sem er stolt af hefðum sínum og ástríðu fyrir kaffi.

Við notum aðeins bestu Arabica-baunirnar í kaffið okkar. Plantekrur sem eru hátt uppi í fjöllunum hafa oft mjög góð skilyrði til að ná fram betra bragði og meiri gæðum. Við handtínum aðeins ber sem eru á réttu þroskastigi til að ná fram rétta bragðinu. Ef við þurfum að gera kaffið bragðsterkara notum við einnig Robusta-baunir af bestu gerð. Að lokum hægristum við baunirnar í 20 mínútur við lágan hita, um 230 °C, til að ná fram öllum ilminum.

Við bjóðum upp á púða sem henta fyrir stutta espressó, 4–10 cl, og langa espressó, 10–14 cl. Kaffimagnið sem fæst úr hverjum púða fer eftir því hvernig baunirnar eru malaðar.

Púðarnir eru seldir 16 saman í pakka eða í stórum kössum sem innihalda 192 púða.