Cart
Þín karfa

Brazilian Espresso, big pack (Zinzino)

Er gert úr 100% Arabica baunum. Arabica sul de minas-baunirnar eru handtíndar í Brasilíu. Kaffiunnendur telja það vera það besta sem Brasilía hefur upp á að bjóða. Kaffið er frekar sterkt með rjómakenndri og mjúkri fyllingu. Það er mjög bragðmikið og lyktar af greipaldin, hnetum, valhnetum og reyk, sem eiga þátt í endingargóðu, ljúfu og gómsætu eftirbragði. Kaffið er beiskt en sýrustig þess er lágt. Það hentar vel með eftirréttum úr súkkulaði, rjómatertum og öðrum mjúkum tertum.

Innihald: 12 x 16 púða (192 púða)

Tilboðsverð
135 € (Sparaðu 46 %) (10,00 cr)
Smásöluverð
252 €

Vöruyfirlit

Viltu stóran eða lítinn espressó?
Við bjóðum upp á púða sem henta fyrir stutta og langa espressó. Kaffimagnið sem fæst úr einum púða, 4–10 cl, fer eftir því hvernig baunirnar eru malaðar. Púðar fyrir stutta espressó innihalda mjög fínmalað kaffi sem er þéttpakkað og vatnið er svolitla stund að seytla í gegnum þá, en púðar fyrir langa espressó innihalda meira grófmalað kaffi sem vatnið á auðveldara með að renna í gegnum.

Mismunandi baunir, mismunandi kaffi
Kaffi er í grunninn gert úr tveimur baunategundum, Arabica og Robusta. Arabica-baunir eru bestu baunirnar og þær gefa af sér milt og bragðmikið kaffi. Arabica-baunir vaxa í mikilli hæð í hitabeltinu. Við veljum 100% Arabica-baunir fyrir mismunandi kaffiblöndur og bragðtegundir. Robusta-baunir gefa kaffinu sterkara og beiskara bragð og þeim er aðeins blandað við sterkustu espressókaffiblöndurnar.

Kaffiframleiðandinn
Kaffiframleiðandi okkar er Rombouts kaffibrennslan sem stofnuð var í Antwerpen, Belgíu, árið 1896. Malongo er systurfyrirtæki Rombouts, í Nice í Frakklandi. Fyrirtækið er enn í eigu fjölskyldunnar sem er stolt af hefðum sínum og ástríðu fyrir kaffi. Markmið þess er að bjóða upp á kaffi í hæsta gæðaflokki í gegnum sérvalda framleiðendur frá litlum plantekrum – helst Fairtrade– með einstökum bragðgæðum. Baunirnar eru handtíndar og framleiddar með blautu aðferðinni. Hver einasti kaffisekkur er skoðaður og baunirnar eru síðan hægristaðar og þeim pakkað inn. Þetta hefur gert það að verkum að meðal viðskiptavina þeirra er konungsfjölskyldan í Belgíu ásamt virtustu hótelum og flugvöllum í heimi eins og í París, New York, Tókýó og Dubai.

Fairtrade
Rombouts & Malongo var fyrsta kaffibrennslan til að hefja samstarf við Fairtrade árið 1992 og hefur síðan þá verið leiðandi kaffibrennsla fyrir Fairtrade-kaffi í Evrópu. Hún skuldbatt sig með einstökum hætti við Fairtrade-búskap strax frá upphafi og viðheldur persónulegum og nánum samskiptum við alla framleiðendur sína sem hún heimsækir og skoðar á hverju ári. Venjulegir framleiðendur kaupa aðeins baunirnar. Frá árinu 2007 hefur Rombouts & Malongo rekið Malongo-stofnunina sem hefur það að markmiði að vinna að og styðja verkefni í heilbrigðisþjónustu, vernd barna og sambærileg félagsleg málefni í samvinnu við Fairtrade-stofnanir á hverjum stað. Árlega styður hún mismunandi verkefni Fairtrade-samstarfsaðila hvað varðar vistvæna ræktun og samgöngukerfi á staðnum.

Umhverfisvænn púði
Það er ekki nóg að kaffið komi frá vottuðum plantekrum. Eftir það er kaffið brennt og því pakkað í púða úr óbleiktum síupappír og honum pakkað í stakar umbúðir gerðar úr PET. PET er sem stendur umhverfisvænsta efnið sem haldið getur ilmgæðunum inni í langan tíma. Ný gerð af stökum umbúðum úr pappír er næsta skrefið. Þær hafa nýlega verið kynntar til leiks og munu koma í staðinn fyrir ílát úr PET á komandi árum.