Hittu sérfræðinginn! Alþjóðlega virtur þekkingarmiðlari með meira en ás upp í erminni
Dr. Colin Robertson er sérfræðingur Zinzino á sviði vísindarannsókna og vinnur sem stendur frá heimili sínu í útjaðri Liverpool. Colin er næringarfræðingur, höfundur fræðirita og doktor í lífeðlisfræði líkamsræktar. Hann trúir því staðfastlega að allir - án tillits til persónulegra aðstæðna - eigi rétt á besta mögulega stuðningi og leiðsögn þegar kemur að jákvæðum lífsstílsbreytingum. Og það er ekki innantómt loforð. Spurðu bara fólkið sem hann hefur hjálpað að klífa Everest og sigla yfir Atlantshafið.
Colin hefur starfað á sviði mannlegrar getu og íþróttafræði allan sinn feril. Allt frá því að byrja sem einkaþjálfari á líkamsræktarstöð, yfir í það að vera klínískur lífeðlisfræðingur, styrktar- og þrekþjálfari og næringarfræðingur fyrir stofnanir og aðila á sviði íþrótta. Hann hefur mikinn áhuga á umhverfislífeðlisfræði og hefur undirbúið fjölmarga ævintýramenn til að takast á við ólýsanlegar áskoranir. Colin trúir á mikilvægi þess að lifa lífinu til fulls og ber enga virðingu fyrir óbreyttu ástandi. Hann vill ögra viðteknum skoðunum og sýna að vandamál eru leysanleg, og telur að við náum ekki árangri með því að fjarlægja okkur frá þeim. Þessi doktor í heimspeki er líka með annan, bókstaflegan, ás upp í erminni. Ás sem kann að koma þér á óvart.
Jæja, Colin. Hvað fékk þig til að ganga til liðs við Zinzino?
Ég tel að heilsa, vellíðan og líkamshreysti séu hornsteinar lífs sem vert er að lifa. Grunnspeki Zinzino passar fullkomlega við það sem ég er að reyna að afreka. Ég vil starfa í rannsóknarumhverfi, búa til nýja þekkingu og deila henni. Ég er líka hrifinn af hugmyndinni um beinsölu og hinu eðlilega skrefi frá nafnlausu smásöluumhverfi í átt að raunverulegum, djúpstæðum samtölum við fólk.
Colin viðurkennir að þetta viðskiptamódel snúist um samskipti, að tengjast fólki og gefa hverjum sem er tækifæri til að bæta stöðu sína í fjárhagslegu eða heilsufarslegu tilliti. Þetta hugarfar um að vilja breyta hlutum til hins betra er í fullkomnu samræmi við þá eiginleika sem Colin færir Zinzino.
Ég hef starfað innan heilsuræktar í 27 ár. Það er nauðsynlegt að hafa skilning á fræðilegu hliðinni en að sama skapi er einnig mikilvægt að láta hlutina virka í raunveruleikanum. Ég tel alls ekki að lakari lífsgæði séu óhjákvæmilegur fylgifiskur nútímans, eins og allt of margir sætta sig við. Við höfum gert þægindi svo aðgengileg að við erum orðin dofin. Það er til pilla, úrræði eða eitthvað til að draga athyglina frá hverjum einasta hlut sem gæti raunverulega hvatt fólk til að horfast í augu við aðstæður sínar og gera meira.
Colin vill breyta þessu fórnarlambshugarfari og hann kemur með þennan menningarlega skilning með sér um borð ásamt endalausum metnaði til að breyta hlutunum til hins betra.
Lífið er undursamlegt og maður verður að lifa því núna! Hver einasti dagur ætti að gefa þér eitthvað til baka. Það er einlæg trú mín, þótt það kunni að hljóma væmið.
Hvernig myndir þú lýsa því sem þú gerir?
Það getur nú verið ansi fjölbreytt en ég segi venjulega að ég sé þekkingarmiðlari. Starf mitt er í raun og veru fólgið í því að veita fólki aðgang að upplýsingum og sérþekkingu sem getur hjálpað því að taka upplýstar ákvarðanir um líf sitt. Zinzino hefur stuðlað að alþjóðlegri umræðu um heilsufar. Við fáum að endurmóta nýja sýn á upplýsingarnar sem er miðlað í háskólum og deila þeim með almenningi um allan heim. Ég elska það. Í þeim skilningi erum við hjá Zinzino öll þekkingarmiðlarar.
Colin segir að komandi prófanir á þarmaflórunni sé nokkuð sem hann hafi mikinn áhuga á. Að vita meira um samspil heilans og þarmanna og geta mælt það fyrir fólk er ekki aðeins mikið framfaraspor í hinni einstaklingsmiðuðu næringarstefnu Zinzino sem byggir á prófunum, heldur er það kjarninn í hans eigin vinnubrögðum. Hann hlakkar til að kanna fleiri vistfræðilegar framtíðarlausnir sem veita fólki raunveruleg fyrirbyggjandi úrræði varðandi heilsu þeirra á frumustigi. Og hann sér enn fleiri leiðir til að koma framtíðarsýn Zinzino um að hvetja til breytts lífernis, „Inspire Change in Life“, í framkvæmd.
Ég er hérna til að stuðla að dýpri skilningi meðal fólks, til að hjálpa því að gera jákvæðar breytingar. Það krefst samkvæmni og þreks. Það þarf að fylgja því eftir. Í dag heltast margir úr lestinni og gefast upp vegna þess að þeir hafa náð þeim tímapunkti í lífinu að eldmóðurinn hefur slokknað. Það sem ég hef fram að færa er óslökkvandi eldmóður og allt sem ég geri byggir á því. Ég verð ekki sáttur fyrr en við höfum breytt lífi sem flestra til hins betra.
Segðu okkur eitthvað um sjálfan þig sem kynni að koma á óvart!
Ég er ekki krossfari. Að hughreysta fólk er stór þáttur í því sem ég geri. Svo ég verð að vera nærgætinn þegar kemur að þessu áhugamáli mínu. Ég er líklega það sem þú myndir kalla mjög tattóveraður. Þegar maður klæðist hefðbundnum hvítum fatnaði vísindamannsins er fólk alltaf dálítið hissa þegar það tekur eftir húðflúrunum mínum. Ég hef dálítið gaman að því.
Að sögn Colin eru húðflúrin aðallega listræn tjáning og hann fullyrðir að þau hafi enga djúpa eða persónulega þýðingu. Nema kannski það sem er á fæti hans - „Það er enginn styrkur án samstöðu“.
Það er dýrmætur minnisvarði um frábæran sigur í ruðningi fyrir mörgum árum. Allir í liðinu fengu sér húðflúr eftir leikinn.
Deila þessari síðu
Eða afrita hlekk