Cart
Shopping cart
Heilsa • miðvikudagur, 21. desember 2022 • 3 min

7 heilbrigðar lífsvenjur til að halda þér heilbrigðum/ri allt árið um kring

By Zinzino

Þegar þú varst yngri gæti verið að þú hafir alltaf byrjað nýja árið með timburmenn. En í dag hljómar það himneskt að vakna snemma og finnast maður vera ferskur. Auk þess, baráttufólk fyrir heilsu, þetta er nýr ÁRATUGUR og góður tími fyrir heilbrigðar lífsvenjur.1

2022 er tækifærið til að segja bless við gamlar venjur sem þjóna okkur ekki lengur… og skilja þær eftir í áratugnum sem er að baki.

Sjáðu hvernig við notum orðið “venjur”, ekki lausnir? Það er vegna þess að við viljum hjálpa þér að viðhalda þessum heilbrigðu lífsvenjum í gegnum allt árið, ekki bara þessa fyrstu spennandi mánuði. Það eru breytingar á viðhorfi sem færa með sér jákvæðar breytingar á lífstíl.

Allt í lagi, ertu með okkur? Þú ert MEÐ þetta!

365-new-days.jpeg

1.   Settu þér raunhæf markmið (sem tala til þín)

Án gríns, ekki flýta þér framúr í dag, jafnvel þótt þú vaknir. Það er ekkert rangt við að byrja nýjan áratug í rólegheitum og afslöppun. Í stað þess að flýta þér í líkamsræktina eða síðbúinn morgunverð bara til að “líða vel” skaltu eyða deginum í að hugsa, íhuga og kanna sýn þína á framtíðina.

Gríptu nokkra merkipenna, fáðu þér kaffibolla og teiknaðu kort af þeirri manneskju sem þú vilt vera. Þessi æfing getur hjálpað þér að einangra ákveðin raunhæf markmið til að viðhalda áhuganum, heilbrigði og góðu formi. Verum heiðarleg, raunsæ og tölum frá hjartanu.

Það gæti verið jafn auðvelt eins og að:

  • Þjálfa miðvikudag, föstudag og laugardag
  • Elda mánudag til föstudags. Ekki kaupa neinar máltíðir.
  • Byrja að taka fæðubótarefni fyrir orku (eins og Viva)
  • Borðaðu minna kjöt. Breyttu yfir í Miðjarðarhafsmataræðið.

2.   Skapaðu hefðir sem stuðla að heilbrigðum lífsvenjum

Allt í lagi, segjum að þú viljir ekki kaupa neinn mat á virkum dögum. Þú stefnir að því að aðeins elda og borða úti um helgar. Hvað þarftu að gera til að innleiða þessa venju? Þetta er það sem þú ættir að hugsa um í dag. Til dæmis, gerðu innkaupalista með innihaldsefnum fyrir hugmyndir að máltíðum. Kauptu í matinn síðdegis á hverjum sunnudegi. Gerðu þessa æfingu fyrir allar þínar venjur.

3.   Deildu nýju heilbrigðu lífsvenjunum þínum

Áttu vin sem elskar að stunda líkamsþjálfun? Er maki þinn með próteinhristinga og acai skálar á heilanum? Safnaðu saman heilsufélögum þínum og segðu þeim frá heilbrigðu lífsvenjunum þínum. Þú þarft ekki að segja þeim þær allar en það hjálpar að tala um það sem þú ert að vinna að. Þetta fólk verða stuðningsmenn þínir.

4.   Þú skalt búast við “kæruleysis” dögum

Þegar orka nýársins hefur runnið sitt skeið (um það bil núna) og þú ert orðin(n) upptekin(n) í hringiðu daglegs lífs þá munt þú upplifa einn af þessum dögum. Þú veist, þetta er þegar þú drattast ekki fram úr rúminu, hvernig sem þú reynir. Allt sem þú vilt gera er að borða súkkulaði og háma í þig bæði mat og Netflix. Þetta er eðlilegt. Þetta er PARTUR af ferlinu. Þú skalt búast við þessu, reikna með þessum hléum, og koma þér síðan á fætur. Þetta er tíminn sem styrkur hefðanna þinna skerst í leikinn og sjá um það erfiða fyrir þig – þjálfa huga þinn til að viðhalda venjunni.

5.   Búnki af freistingum

Þú ert með þínar hefðir sem beina þér ómeðvitað til að byrja venjuna þína. En farðu einu skrefi lengra og paraðu athöfn sem þér þykir ekki skemmtileg við eitthvað sem þú elskar. Gerðu lista yfir alla þá hluti sem veita þér ánægju. Er kaffi efst á listanum? Þetta gæti verið “freistinga-búnki”. Þú verðlaunar líkamsþjálfun með ljúffengu kaffi eftir á. Búðu til tvo eða þrjá “búnka” fyrir hverja venju.

6.   Ekki fara í megrun. Borðaðu miðjarðarhafsmat.

Þú þarft ekki að fara í megrun, sem Betur fer! Bættu miðjarðarhafsmataræðinu við á innkaupalistann og farðu eftir ráðleggingum vísindamanna. Þessi matargerðarhefð hjálpar til við að koma í veg fyrir sjúkdóma og eykur langlífi.3 Miðjarðarhafslífsstíllinn leggur áherslu á ávexti, grænmeti og heilkorn. Minna af mjólkurvörum og kjöti, meira af fiski og sjávarréttum.

7. Stryktu daglegt mataræði

Flott hjá þér! Haltu áfram, þú ert á réttri leið. Vertu viss um að þú sért að næra líkama þinn með næringarefnum sem hann framleiðir ekki sjálfur (eins og Omega-3 fitusýrur2). Taktu BalanceTest áður en þú byrjar á mataræði með olíum eða fæðubótarefnum til að sjá hvað Omega-6:3 hlutfall þitt er. Hjá 95% af fólki er það langt frá réttu marki (og í raun á hættusvæði fyrir líkama okkar). Eftir það getur þú náð aftur jafnvægi í líkamann með þessum olíum.

Er það ekki FRÁBÆR tilfinning að gleyma megrunarkúrum? Með þessum sjö aðferðum ert þú komin góða leið með að blómstra og þrífast vel á árinu 2022.

1. Understanding A1C:

Understanding A1C: A1C does it all.” American Diabetes Association, https://www.diabetes.org/diabetes/a1c, Accessed 1 August 2022.

2. EFSA, Essential fatty acids

EFSA, Essential fatty acids are needed for normal growth and development of children., in Art.14(1)(b) - Children’s Health and Development Claims. Information to the consumer that the beneficial effect is obtained with a daily intake of 2 g of α-linolenic acid (ALA) and a daily intake of 10 g of linoleic acid (LA).

3. Diabetes Care

Pani LN, Korenda L, Meigs JB, Driver C, Chamany S, Fox CS, Sullivan L, D’Agostino RB, Nathan. 2008. Effect of Aging on A1C Levels in Individuals Without Diabetes. Diabetes Care. 2008 Oct; 31(10): 1991–1996 https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC2551641/

What is this??

Heilsa
Ávinningur af lýsi fyrir barnshafandi konur (og eftir fæðingu)
mánudagur, 27. mars 2023
Heilsa
Vöxtur og þroski barna
miðvikudagur, 29. mars 2023