Cart
Shopping cart
Heilsa • miðvikudagur, 22. apríl 2020 • 3 min

Hugmyndir um heilsueflandi heimaæfingar

By Zinzino

Þó sumir innhverfir persónuleikar gætu notið þess að „gista heima“, þá er ekki hægt að horfa endalaust á Netflix. Sjálfs-einangrunin hljómar ekki svo illa, fyrr en þú skoðar heilsuappið á iPhone símanum þínum og áttar þig á að daglegur skrefafjöldi er að meðaltali aðeins 2000.

Þú ert líka með 24/7 aðgang að ísskápnum. Nýjabrumið hverfur fljótt af þessari heimilis-skrifstofu. Ef þú upplifir innilokunarkennd og fulla skápa af ruslfæði, þá ertu ekki ein/n um það.

Við spáum því að netverslun á lóðum hafi stórvaxið og jógakennarar á YouTube eru að fá fullt af nýjum fylgjendum. Þó við séum föst inni, þýðir það ekki að við þurfum að hlaða utan á okkur kílóum.

Tökum á því með heimagerðri líkamsræktarstöð eða jógatíma. En við getum ekki lofað að fjölskyldan muni ekki stríða þér smá.

Hnébeygjur, framstig, upphandleggslyftingar, magaæfingar & fettur. Allt þetta helsta!

Ertu með stað þar sem þú getur slétt úr jógadýnunni og spilað líkamsræktarvídeó úr fartölvunni? Smá svæði nálægt glugganum þar sem þú ert með útsýni út úr húsinu og getur lyft lóðum? Kannski er það í stofunni, þannig að þú getir stillt aðstöðunni upp á meðan annað heimilisfólk er sofandi?

Ertu þegar með líkamsræktarprógram sem er hluti af þínu daglega mynstri? Haltu þig við þennan rótgróna vana svo þú hafir sem bestan möguleika á að viðhalda honum. Ef ekki, skaltu ákveða hvernig er best að dreifa þessum 150 mínútum yfir vikuna. 30 mínútur, mánudaga til föstudaga? Eða þrjár lengri tarnir?

Blandaðu saman æfingum eins og lyftingum (handlóð), meðalstífar þolæfingar (ganga) og erfiðari þolæfingar (hlaup). Gerðu það sem hægt er í rýminu sem þú hefur til umráða. Aðalatriðið er að halda sig við þessa heimaæfingarútínu og halda áfram að hreyfa líkamann með hugvitssamlegum hætti.

Hnébeygjur, framstig, upphandleggslyftingar, magaæfingar & fettur. Allt þetta helsta!

Ekki svitna yfir því (og þó) þó það séu engin lóð heima hjá þér. Þú getur framkvæmt allar þessar æfingar án þeirra. En ef hugmyndin er að setja upp litla „líkamsræktarstöð“ heima fyrir, skaltu íhuga að kaupa lítil lóð, dýnu og sippuband.

YouTube er „einkaþjálfarinn þinn“. Þó að við getum dælt í þig upplýsingum um hvað hægt sé að gera, getur verið gott að nota myndbönd til að læra þessar hreyfingar. Það er til endalaust magn af efni, þannig að athugaðu með að æfa einn hluta líkamans á dag. Ef þú ert óviss um einhverja hreyfingu, geturðu leitað að henni inn á YouTube til að fá sýnidæmi.

Búin(n) að teygja? Rúllaðu út dýnunni.

workout-routine-at-home.jpeg

Svitnaðu, það er ekki nóg að fara bara í æfingagalla.

Kláraðu þrjár umferðir af þessum endurteknu lotum daglega. Ef þú ert með sippuband, skaltu byrja æfinguna á að sippa 100 sinnum, síðan skaltu teygja í 10 mínútur og æfa djúpa öndun. Namaste!

Dagur 1: Fææææætur!

  • 25 x hnébeygjur
  • 25 x framstig (vinstri fótleggur)
  • 25 x framstig (hægri fótleggur)
  • 25 x hnébeygjur til hliðanna
  • 20 x framspörk.

Dagur 2: Grjótharðir magavöðvar

  • 20 x skæri
  • 25 x uppsetur (vinstri fótleggur)
  • 25 x uppsetur (hægri fótleggur)
  • 30 x mjaðmasnúningar
  • 40 x krisskross.

Dagur 3: Frábærir handleggir

  • 20 x snúningar með handlegg (vinstri)
  • 20 x snúningar með handlegg (hægri)
  • 30 x armbeygjur
  • 30 sekúndna planki
  • 40 x þríhöfðadýfur.

Dagur 4: Allur líkaminn

  • 20 x afturstig (vinstri fótleggur)
  • 20 x afturstig (hægri fótleggur)
  • 30 x mountain climber
  • 10 x gleiðar hliðarhnébeygjur (vinstri)
  • 10 x gleiðar hliðarhnébeygjur (hægri).

Dagur 5: Kolvetnisbaninn  

  • 30 sekúndur af háum hnjám
  • 15 x hoppandi hnébeygjur
  • 5 x armbeygjur
  • 10 x burpees
  • 10 x framstig (hvor fótleggur)
  • 5 x armbeygjur
  • 10 x hnébeygjur.

Upp, niður, upp niður.

Dagur 6: Zen hreinsun…

  • Garland-staða
  • Fjögurra útlima stafsstaða
  • Útrétt þríhyrningsstaða
  • Hálfmánastaða
  • Snúin stólastaða
  • Brú
  • Kamelstaða
  • Beygja sig fram með höfuð-að-hnjám
  • Fætur-upp-á-vegg staða.

Losaðu um alla þessa stöðnuðu orku. Veldu þér kennara á netinu til að sýna þér þessar hreyfingar.

Og dagur sjö? Þú tekur þér hlé á sunnudögum. Hvernig hljómar þessi heimaæfingarrútína? Skemmtilegt, ekki satt?

Þetta mun halda ÓNÆMISKERFINU sterku.

Með vöðvana vel virkjaða, er komið að því að gefa ónæmiskerfinu smá fótfestu. Xtend+ er fullkomlega náttúrulegt og háþróað fæðubótarefni fyrir ónæmiskerfið, uppfullt af 22 vítamínum og steinefnum, auk betaglúkana.

Beittu tvíhliða nálgun við að verja heilsuna með þessari heimaæfingaráætlun og Xtend+. Þú ert með þetta!

Smelltu hér fyrir fleiri æfingatillögur.